Saturday, January 28, 2006

28.janúar

Þá eru það fréttir dagsins: fædd er stúlka Árnadóttir og Siggu Láru.
Aðeins lét nú daman bíða eftir sér, á háttvísan og dömulegan hátt. Það er neflilega svoleiðis með okkur kvenkynið, að það er þess virði að bíða eftir okkur.
Svo er hún greinilega öll í föðurættina og er ekkert að flýta sér alltof mikið. Kom bara þegar hún nennti.
Til hamingju Árni og Sigga Lára :)
Nú er verst að vera svona langt í burtu.

Annars er ég farin að halda að ég skrifi hér fyrir daufum eyrum! Engin les þetta tuð orðið a.m.k er ég alveg hætt að fá komment á bloggið mitt. Svo kanski nenni ég þessu ekki mikið lengur :/

Ég var að horfa á söngvakeppni sjónvarpsins og verð að segja að í kvöld var ekki mikið af góðum lögum. Og reyndar nokkur sem voru alveg afleit.
Sá nú í dagskránni sem kom út í vikunni að þar var verið að kvetja Akureyringa til að kjósa lag konu einnar héðan. Fannst það reynar algerlega út í hött að sjá svona auglýsingu, afhverju í óskupunum ætti fólk að kjósa lag eftir því hvaðan höfundurinn er? Er þetta ekki keppni um besta lagið, ekki hvaða staður á landinu getur kosið mest.
Enda kom svo í ljós að þetta var með verri lögunum í keppninni. Og blessuð konan sem samdi lagið hefði augljóslega átt að fá einhverja aðra til að syngja lagið fyrir sig. Þá hefði það sennilega átt pínulítið betir séns.

Ég er í einhverju letikasti þessa dagana, eða þessar vikurnar, sérstaklega við það að koma mér út fyrir húsdyrnar. Ég hef ekki farið á djamm síðan í byrjun nóvember. Er ekki að nenna þessu, verð nú að fara að taka mig saman í andlitinu og draga sjálfa mig út úr húsi...þegar ég nenni.

Till next...adios

Friday, January 27, 2006

Fjólublár trélitur

Sú staða kom upp rétt í þessu, að sonur minn sá eldri, æddi hér um allt hús að leita að fjólubláum trélit.
Ekki dugði að brúka öðruvísi litasamsetiningu í myndskreytinguni sem hann vann að og heldur ekki aðra tegund lita. Svona fyrir sálarheilli sonar míns fór það svo að ég tók þátt í leitinni miklu.
Niðurstaðan var sú að ég fann 2 fjólubláa tússliti og einn fjólubláan vaxlit. Nú voru góð ráð dýr, ekki vaxa tré á hverju strái, svo það var úr vöndu að ráða. Þegar ég var að niðurlotum komin þá loksins fann Kristján litabox nokkurt sem staðsett var á skrifborðinu hanns og mér og honum til mikkilar gleði innihélt það fjólubláan lit.

Ég varpaði öndinni léttar og settist niður við tölvuna, ég vissi hreinlega ekki hvort var meira taugastrékkjandi, leitin að fjólubláa litnum eða að sjá íslendinga gera jafntefli við dani eftir að hafa verið með forskot allan f.... leikinn!

Yfirgribba gubbudóttir er enn að auka á gráleita blæinn á höfði mér...hún heldur eflaust að það verði til þess að hún verði flottari en ég....pufff! In her dreams. Það er sko sama hvernig þetta skass hamast í ræktinni 7 daga vikunnar, hún lítur alltaf út fyrir að vera rauð blaðra sem er rétt að því komin að springa með háum hvelli. Svo er hún heimskari en heimskaramannaráðuneytið gerði sér grein fyrir í greinagerð sem hún sendi til heimskramannaráðherrans hans Pésa Blö.
Svona konur á náttúrulega án alls vafa að senda með fyrstu vél til norður síberíu þar sem hún getur eytt sinni fúllindu æfi í að elda snjósúpu fyrir ímyndaða eskimóa og kafbáta.

Ég veit að það er ekki fallegt að tala ljótt, og hvað þá um annað fólk (held samt stundum að hún tilheyri ekki mannfólki heldur frekar homo skrípísens eða hómó krípísens) en hún er ein af mjög fáum sem ég get bara alls ekki fundið neitt jákvætt hjá. Og þegar hún er búin að böggast í mér og öðru starfsfólki sem hefur skilað framúrskarandi vinnu undir miklu álagi, þá á hún það bara skilið að ég böggi hana á bloggi!

Og ef hún kemst að því og ég verð rekin....þá VEI !

Till next...adios

Friday, January 20, 2006

ADSL

Jæja, ég ætla að byrja á að afsaka laaaaanga fjarveru mína frá þessum miðli.
En það er aðallega vegna þess að ég var alveg búin að gefast upp á blessaðri netttenginunni minni.
En nú er ég komin í hóp fullorðna fólksins og komin með ADSL og ætla að vona að því fylgi ógurlegur dugnaður við að skrifa misgáfuleg orð hér!

Jólin búin, nýtt ár byrjað, slatti af ættingjum búnir að eiga afmæli og beðið eftir öðrum með óþreyju...

Ég er búin að komast að því að ég á ósýnilegan bíl, a.m.k er svínað fyrir mig oft á dag núorðið...er meira að segja búin að labba hringinn og tékka á ljósum og svoleiðis og það virðist allt virka voða fínt. Svo, ég er konan á ósýnilega bílnum ;)

Ég er að hugsa um að taka líf mitt til gagngerrar endurskoðunar, en bara nenni því ekki núna.

Fékk þessa fínu fávitafælu í jólagjöf og hef komist að því að það hefa verið eintómir fávitar í kring um mig, ég hitti a.m.k ekki hræðu þessa dagana.

Jæja, ég ætla að halda áfram að væflast á netinu í tilefni dagsins.

Já og til hamingju með daginn karlmenn :)

Till next...adios