Tuesday, February 28, 2006

Kardemommubærinn

Kardemommubærinn var frumsýndur hjá Freyvangsleikhúsinu 25.feb. og tókst í alla staði frábærlega :)
Leikararnir ungir sem aldnir (eldri;) stóðu sig með stakri prýði sem og allir aðrir sem að þessu stóðu.
Og skora ég hér mér á alla, unga sem eldri...að drífa sig á þessa frábæru sýningu!
Eftir sýninguna var öllum...sem að sýningunni stóðu...boðið í léttar veitingar að Öngulsstöðum III ferðaþjónustu, og gerðu svo flestir sér þar glaðan dag...eða kvöld :) Svo fóru þeir alhörðustu á Vélsmiðjuna á eftir og stigu trylltan dans fram eftir nóttu...
Verð nú að viðurkenna að daginn eftir þá öfundaði ég ekki leikarana sérstaklega að þurfa að stíga á stokk og leika fyrir 140 krakka kl. 15:00! En vonandi eru bara allir sælir og glaðir eftir þetta ljómandi frumsýningarkvöld :)

Svo er FSA-minn lúni vinnustaður, búinn að fresta árshátíð (sem vera átti n.k. laugardagkv.) um 1 ÁR!!!
Vegna ónógrar þáttöku. Skildist í dag að aðeins hefðu 130 verið búnir að skrá sig.
Þetta finnst mér með endæmum lélegt, milli 600-700 manns vinna á FSA! Svo menn geta rétt ímyndað sér hvort starfsmannastefna FSA sé á réttir leið...
En við þær alhörðustu í eldhúsinu látum nú ekki deigið síga ;) og í stað árshátíðar erum við að reyna að skipuleggja eitt partý í snarheitum! Og hef ég fulla trú á að það hafist. SVo djamm djamm djamm here I com...

Vil ég samt góðfúslega benda hneiksluðum á að ég hef vart farið út úr húsi síðan í haust....svo ég vona að þetta sleppi til þótt það stefni í þriðju helgina í röð ;)

Gullmoli dagsins:
Hann Mikael sagði við mig um daginn, mjög hugsi á svip;
" Mamma, þegar stelpur verða stórar þá verða þær mömmur og þegar strákar verða stórir....þá verða þeir menn!"

Till next...adios

Sunday, February 19, 2006

Sind

og skömm... það er ekki hægt að segja annað um úrslit Evórvisíon íslensku, í gær, að þau hafi verið sorgleg!
Þetta frábæra og glæsilega lag með Regínu Ósk, þurfti að víkja fyrir brandara og fíflaskap.
Ókey, Silvía Nótt á greinilega stóran aðdáendahóp hér á landi...en ég leyfi mér að stórefa að hann nái langt út fyrir landssteinana, kanski til Vestmannaeyja...ekki mikið lengra, jafnvel ekki einusinni til Grímseyjar.
Það hefði verið mun skemmtilegri landkynning að senda glæsilega söngkonu og "mini" karlakór, frekar en að senda stelpuskott á korseletti og tvo brókalalla. Þótt Sigga Beinteins sé í bakröddum! Sóvott!

Annars ætla ég nú ekki að láta þetta ergja mig mikið, það er nú víst nógu mikið ergelsi útaf þessu í minni fjölskyldu. Kristján alveg miður sín, hyggst flytja úr landi og hata alla íslendinga. Talaði meira að segja ensku lengi vel eftir úrslitin og sagðist ætla að halda með Svíjum í Eurovision í vor ;)

Jæja, ég hugsa að ég þurfi að fara að taka mig til, gera mig fína og klæðast kjól, fyir myndatöku stjórnar Freyvangsleikhússins. En þetta ku vera ein sú myndarlegasta stjórn sem setið hefur í langan tíma ;)

Hefði nú alveg valið annan dag til þessa verknaðar, ekki laust við að ég sé örlítið eftir mig eftir afmælisjúróvísíonpartý hjá Þórði bróðir í gærkvöld....og svo einnig dáltið aum eftir dráttinn síðan á föstudaginn.
Tanndráttinn svo ég fyrirbyggji nú allan misskilning! Tannsinn minn gerði sér lítið fyrir og dróg úr mér 2 endajaxla, svo nú er ég ekki mikill jaxl. Þetta var ekki gott :(

En partýið var samt alveg ljómandi...og mér skilst að Þórður ætli að standa fyrir öðru Júróvísíón partýi í vor ;) jííííhaaaaa....

Till next...adios

Sunday, February 12, 2006

Sittlítiðafhvoru

...eða shitt lítið af hvorutveggja!

Nú er sturtan mín komin í lag, flísar og sturtuhurð og ég náttúrulega ljóma af hamingju :)
Nú vantar mig bara nýtt gólfefni á eldhúsið, nýjan vaska og baðskáp á baðið, ný rúm handa strákunum, eitt auka herbergi fyrir Mikael, nýjan sófa í stofuna, nýtt rúm handa mér og nýjan kall í það....handa mér ;)
Og yrði þá líf mitt fullkomið? varla...maður finnur sér alltaf eitthvað nýtt til að langa í.
Bara ef....þá....
Er ekki málið að sætta sig við það sem maður hefur og hætta að kvarta! Gera "nægjusemi" aftur að dyggð, en ekki hálfgerðu háðsyrði.
Sumt fólk á mjög erfitt með að túa því að fólk geti yfirhöfuð liðið vel, nema það eigi nýjan bíl úr kassanum, flotta íbúð og fari til útlanda minnst einusinni á ári.

Ég er nú búin að fara erlendis tvisvar á 20 ára tímabili, en get samt ekki séð að ég sé neitt óhamingjusamari en hún "Jóna" út í bæ, sem fer í 3-4 utanlandsferðir á ári. Kvartar þess á milli hvað hún eigi ómögulegann kall, óþæg börn og leiðinleg skyldmenni...sem eru þó vel nýtanleg í að passa óþægu börnin þegar henni henntar!

Æ, það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur kvartað, yfir hlutum sem aðrir væru himinsælir með.
Og svo öfundast út í annað fók... og tala endalaust illa um annað fólk...það er nú alveg efni í nokkur blogg!

Tillitssemi virðist vera hlutur sem mjög margir eru að verða alveg lausir við. Að sega " takk" virðist vera orðið mörgum ansi erfitt. Hvernig ætli standi á þessu?
Eru foreldrar farnir að kenna börnum sínum að það borgi sig ekki að sýna tillitssemi, heldur sé það betra að stefna bara beint áfram og ekki skipta sér að því þótt einhver verði undir á þeirri leið.

Maður er kannski að gera börnum sínum óleik með að kenna þeim að segja takk, ekki að riðjast framfyrir, og sýna öðrum kurteisi og tillitssemi?!

Till next...adios

Sunday, February 05, 2006

Bögg dagsins

Eitthvað hefur bloggið mitt haft veður af neikvæðum hugsunargangi mínum undanfarið, því það hefur algerlega meinað mér aðgangi að hverskyns skriftum. Röflar um einhverja fjárans köku og ekkert gerist. Svo undanfarna daga hafið þið misst af skelfilega neikvæðum bloggskrifum mínum!
En ég skal reyna að ráða bót þar á.

Bölsýni borgar sig! Ég er búin að komast að því að það virðist mun betar til árangurs að vera frekur,leiðinlegur, óþolinmóður, gribbulegur og skapvonur en að vera þolinmóður, hjálpsamur, skapgóður og í allastaði rólegheitamanneskja.

Í fyrsta lagi: ég skráði Mikael í íþróttaskóla barnanna, því miður var allt orðið fullt, en hann sagðist skrá hann á biðlista og hafa samband ef eitthvað losnaði. Svo frétti ég 2 dögum seinna að ein sem skráði sína stelpu sama dag, hefði einnig fengið þau svör að það væri orðið fullt.....en honum tókst að "troða" henni inn!
Svo sl.föstudag 3.feb. þá var ég alveg í kasti í vinnunni, og skammaðist óskaplega út í þennan íþróttaskóla, asnaleg stjórnun á þessu, börnum örugglega mismunað eftir stjórnmálaskoðunum foreldra (íþróttakennarinn er í framboðið fyrir sjálfstæðisflokkinn) og var ég orðin þess fullviss að manngarmurinn yrði með hiksta það sem eftir lifði vetri! Og sú tilhugun var bara ansi góð....
Vinnufélagar mínir sögðu að ég skyldi bara hringja í manninn og ýta á eftir því að koma drengnum þarna inn. Ég sagði að mér fyndist frekt að hringja í hann vegna þess að hann hefði sagst ætla að hringja ef eitthvað losnaði. Allar voru sammála því að það væri ekki frekt og ég skyldi gera það ekki seinna en stax. Á þeim tímapunkti ákvað ég að prufa að vera frek og hringja er ég kæmi heim úr vinnunni....en fannst það samt óyndisúrræði!
Eftir vinnu þurfti ég í apótek, og á meðan að ég var að borga þá hringir gemsinn minn. Var það sá sem sem sér um íþróttaskólann að spyrja hvort ég hefði ennþá áhuga á að koma drengnum inn. Ég varð voða ánægð og þáði það með þökkum :) og fannst um leið að maður þessi væri kanski ekki sem verstur, þrátt fyrir sínar sjálfstæðisskoðanir.
Fékk um leið talsvert samviskubit yfir vel völdu leiðindarorðunum er ég hafði látið falla klukkutíma fyrr við kaffiborðið í vinnunni...og lofaði sjálfri mér að láta aldrei svona aftur.

Fór svo heim og varð enn glaðari er ég sá að sturtuhurð var komin í hús. Reyndar bara í pakkanum ennþá en það var þó mikið gaman að sjá það. Ég hafði nefnilega verið nokkuð viss um að gamla ljóta leka sturtuhengið yrði bara lagað og baráttan við sullubullið héldi áfram!
Nú bíð ég bara eftir að bubbibyggir komi og klári verkið, það hlýtur að fara að koma, því hann sagði í upphafi að þetta tæki 2 daga, en nú er komin vika síðan ég varð sturtulaus.
Farin að lykta eins og hákarl en samt þokkalega sátt fyrst hurðin er komin.

Og fátt er svo með öllu íllt....því ég hef afrekað að fara í sund með strákana, þeim til mikillar gleði! En þakka um leið fyrir að það skuli vera 10°C hiti nú í byrjun febrúar, sem ku nú ekki vera mjög algengt.

ÉG er ennþá á báðum áttum hvort ég eigi að fara yfir í það að vera frekjugribba, eða halda áfram að vera þolinmóð kurteis og góð :) ætla að vega og meta kosti og galla og sjá svo til.
Gribbutýpurnar virðast nú samt vera snöggar að ná sér í kalla, og yfirleitt nokkuð góða kalla, svo þetta er spurning.

Enda er ég ennþá í 2 ára sjálfskipuðu karlabindindi mínu (eða var það 1 ár?) svo ég þarf nú ekki að hafa áhyggjur af því.

Till vext...adios