Friday, April 24, 2009

Kosningakjaftæði....

Leið mín lá niður á Glerártorg áðan, ég var svo sem ekkert að spá í hvaða dagur væri, svo ég var pínu hissa á að mæta fullt af fólki með rós í hendi. Það þaut í gegnum huga minn hvort það væri verið að opna blómabúð, eða hvort að Valentínusardagurinn væri...en eins og fyrri daginn þá hafði ég rangt fyrir mér. Glerártorg var sum sé ekki bara fullt af fólki með kaupæði, heldur einnig frambjóðendum.
Þarna höfðu flokkarnir fundið sér staði á víð og dreif um torgið, vildu greinilega ekki troða hvorum öðrum um tær þarna, þótt þeir reyni það á öðrum vígstöðvum.
Framsóknarflokkurinn var að gefa kaffi (sýndis mér) norðlenskt að sjálfsögðu, Samfylkingin gaf rósir (flest öllum greinilega nema mér) og svo sá maður bæði Frjálslyndar- og Sjálfstæðisblöðrur á lofti hér og þar. Reyndar sá ég ekkert Vinstri Grænt og (þótt það geti vel verið að þeir hafi verið þarna án þess að ég hafi séð það) þeir fengu nú smá prik hjá mér fyrir það.
Þetta er nefnileg alveg ofar mínum skilningi. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn ekkert frekar þótt þeir gefi börnunum mínum blöðru (sem ég hefði sko ALDREI leyft) eða Samfylkinguna þótt ég fengi rós. Eða þótt Sigmundur Ernir hafi laumað miða ofaní innkaupakörfuna hjá mér og sagt: "þú leyfir þessu nú að fljóta með heim til þín".
Ég fór reyndar að spá í eitt, þarna voru allir þessir aðilar að ausa út gjöfum, en enginn svo mikið sem gerði tilraun til að gefa mér neitt!
Já og hann Sigmundur Ernir hefur örugglega ætlast til að ég færi bara með miðann heim og léti einhvern með viti lesa hann þar.
Annað hvort er ég þá bara svona ósýnileg, eða það hefur bara enginn lagt í að tala við mig.Eða þá að ég lýt út fyrir að vera þroskaheft eða án atkvæðaréttar!
Ég tók reyndar eftir einu, en það er að frambjóðendur Framsóknarflokksins eru laaaaang sætustu frambjóðendurnir. Mér finnst að þeir ættu að hafa bókstafinn K fyrir krútt ;) Þórarinn Péturson er t.d. ekkert smá krútt ;)
Ég held samt, því miður, að það skipti í raun engu máli hvað maður kýs þegar upp er staðið. Þetta kemur allt á sama stað niður, alltaf eru einhverjir óánægðir sama hvaða leið verður farin í þessum kreppumálum.
Ef ég myndi ákveða einn rigningardag að fara út í pólitík, þá myndi ég ekki taka þátt í því að bera gjafir á fólk, ég myndi ekki vilja kaupa atkvæði fólks eða láta múta mér hvað ég á að kjósa. Hitt er annað mál að vera til staðar og ræða við fólk á opinberum stað, eins og á Glerártorgi daginn fyrir kjördag, allt í góðu.
Í besta falli hefði ég viljað fá áritaða mynd af sætu strákunum í Framsókn, X-K fyrir krútt ;) eða þá X-B fyrir Bráðmyndarlegir menn ;)hehe

Muna svo að kjósa rétt...og allt er rétt ef þú ert sáttur við það :)

Till next...adios

Friday, April 03, 2009

Apríl

Þetta fer að verða spurning um að láta bloggin heita bara eftir mánuðum, þar sem ég er farin að blogga bara einu sinni í mánuði...það, eða blogga oftar ;)

Annars liggur mér margt á hjarta, og ég skil ekkert í sjálfri mér að vera ekki búin að fá útrás á þessum vetvangi fyrir margt löngu síðan!

Nú auglýsa bankarnir sem aldrei fyrr (nýju ríkisbankarnir), þeir auglýsa grimmt fjármálaráðgjöf og hversu mikið við eigum að teysta þeim. Persónulega finnst mér þetta ekki flókið reikningsdæmi, ég fór eftir ráðum bankans fyrir margt löngu, fór í auka lífeyrissparnað og tapaði svo 200þús kalli af því á einni nóttu, hefði komið mun betur út fyrir mig að sleppa þessum auka lífeyrissjóð og leggja bara sjálf inn á bankabók 5 þús á mánuði...eða bara troða í koddaverið ;)
Svo hér er ókeypis fjármálaráðgjöf frá mér: Ekki taka mark á neinu sem bankastofnanir (eða fólkið sem er að launum fyrir að ljúga fyrir það) segja. Persónulega er mér alveg sama þótt að starfsmaður í Nýja Landsbankanum sé með tvo hesta á húsi!

Svo er það blessuð kreppan...það virðist vera yfirlýst stefna hjá Akureyrarbæ að láta kreppuna ekki bitna á neinum nema þeim sem minna mega sín; börnum, gamalmennum og sjúkum!
Sparnaðurinn virðist fólginn í því að leggja niður Reykjaferðir hjá 7.bekk í öllum skólum, stytta skólaferðalög 10.bekkjar (amk í Brekkuskóla) og svo eru þeir að spá núna að stytta bara skólann yfir höfuð, svo þeir þurfi ekki að borga kennurum og öðru starfsfólki laun...reyndar hélt ég að þetta væri aprílgabb, en svo las ég um þetta aftur í gær...svo þeir eru varla að missa sig í aprílgöbbum í marga daga ;)
Pesónulega finnst mér að bærinn gæti byrjað sparnaðaraðgerðir sínar á því að fækka eitthvað bæjarstjórum á launum ;)

Nú er loka törnin að byrja í skólanum, reyndar mesta kennslan yfir staðin, en núna á ég bara eftir að skrifa tvær ritgerðir, skila einu stóru verkefni og taka þrjú próf!

Það er kanski bara best að byrja á einhverju ;)

Till next...adios