Wednesday, December 31, 2008

Áramót 2008-2009

Jebb...árið er liðið í aldanna skaut, sagði einhver hér áður fyrr ;) nú eru bara 8 klst. eftir af árinu 2008 þegar þetta er ritað. Ég og Mikael fórum áðan og keyptum tertu og bombu ;) ákváðum að styrkja björgunarsveitina og kveðja þetta ár með stæl.
Kristján er pínu eirðarlaus, enda er hann vanur að vera í Reykjavík um áramót, en eitthvað lítið hefur heyrst þaðan um þessar mundir...svo meiningin er að aka með stráka, salat og skotflaugar í sveitina á eftir og hrella með látum alla þá sem þar verða ;)
Árni bró og co eru mætt á svæðið og verða einnig í sveitinni...:) fun fun fun :)

Meiningin var að líta um öxl og horfa yfir farinn veg ári 2008, en auðvitað þegar mér dettur það í hug þá dettur mér ekkert í hug...en í stuttu máli þá:
Gekk vorönnin í HA ljómandi vel, tók 17 einingar og fékk ágætis einkunnir að mig minnir, frá 7-9,5
Um páskana þá komu Árni bró og co norður og skírðu yngsta fjölskyldumeðliminn...fékk litli prinsinn nafnið Friðrik sem gat ekki passað betur :)
Eitthvað fór ég nú á skíði, bæði gönguskíði og svigskíði og það var fjör :)
Í mai þá var ég í sveitinni að hjálpa Sverrir bró við sauðburðinn, sem var voða gaman og kærkomin tilbreyting frá skólabókum.
Í júní-júlí var ég að vinna á leikskólanum Iðavelli, sem matráður og það var fínt, var samt hálf lasin í 3 vikur sem var ekki jafn fínt...en lagaðist eftir sterapúst og verkjatöflur ;) Ég hætti í leikskólanum upp úr miðjum júlí og var leyst út með blómvendi ;) aldeilis gott fólk sem vinnur þarna.
Daginn sem ég fór í sumarfrí, þá flaug Kristján til Rvk. en ég og Mikael ókum austur á Egilsstaði. Vorum þar í góðu yfirlæti hjá Árna og Siggu Láru og fjölsk. og Nonni og Kathleen komu líka og þetta var voða skemmtileg helgi. Fórum á Borgarfjörð eystri, þar sem ég var að koma í fyrsta skipti, snilldarstaður...og fórum líka á Skriðuklaustur sem klikkar ekki í fegðurð, góðu veðri og frábærum mat :)
Svo fórum við norður aftur í heyannir ;)og Kristján kom aftur úr Rvk.eftir viku dvöl þar...
Sumarið leið með heyskap, sundferðum og leti...keypti mér svo nýjan (notaðan) bíl í ágúst, nánar tiltekið 12.ágúst og brunaði á honum til Reykjavíkur þann 13.ágúst. Bíllinn VW Passat er rosa krúttlegur og er árgerð 2000
Jamm...ég fór sum sé með strákana í borgina, með Kristján til doksa og þá báða í Kringlu-Smáralindar kaupæði...eyddum peningum hægri vinstri í bæði föt og skemmtun ;)
Fljótlega eftir að norður var komið, þá byrjaði skóli hjá mér og strákunum.
Svo var þetta vanalega, göngur, réttir, sláturtíð og kabarett í Freyvangi.
Ég tók 18 einingar í HA núna á haustönn og gekk það ljómandi vel, fékk eina 7,5 fjórar 8 og eina 8,5 í einkunn...Sum sé 8 í meðaleinkunn og er bara glöð með það. Annars lítur út fyrir árekstra í stundarskrá og púsl á komandi vorönn og kanski get ég ekki tekið þá áfanga sem hugur stendur til, en það kemur í ljós.
Eitthvað hefur maður nú farið á af tónleikum á árinu, einnig í leikhús og bíó og er það alltaf jafn gaman :)

Ég er eflaust að gleyma að minnast á heilan helling sem gerðist skemmtilegt á árinu, en það mjatlast þá bara inn seinna ;) held ég verði bara að fara að brytja í salat og koma mér og mínum í sveitina :)

Vonandi eigið þið öll góð og gleðileg áramót og vonandi verður nýtt ár fullt af gleði og hamingju :)

Till next...adios

Saturday, December 27, 2008

Krúttípúttí

Jólin hafa liðið hratt, eins og vanalega þegar það er gaman og gott :)
Vorum í sveitinni á aðfangadagskvöld í góðu yfirlæti, góðum mat og góðum gjöfum...
Vorum svo bara heima á jóladag í leti leti, eldaði reyndar kalkúnabringu í kvöldmatinn ásamt hangiketinu góða úr sveitinni.
Í gær var svo fjölskylduboð í sveitinni og þar mætti öll nánasta fjölskydan sem er stödd á svæðinu...svo koma Árni bró. og Co á mánud. og þá verður bara enn meira gaman :)
Í dag ætlaði ég að vera voða dugleg og hreyfa mig eitthvað...en úr því varð lítið og í stað þess fór ég bara í kaffi til vinkonu minnar og borðaði meiri kökur :D
Svo kemur krúttlegast hluti bloggs dagsins: ég fór í 10-11 fyrir kvöldmatinn, vantaði eitthvað smotterí, Mikael fékk 500kr. og skrapp í Jón Sprett til að kaupa sér smá nammi...svo bíð ég eftir honum og sé að hann kaupir sér nammi fyrir 150 kr. svo þegar við löbbum út þá biður hann mig að bíða fyrir utan 10-11 og segir að ég megi ekki koma með, eigi bara að bíða, ég verð hálf óþolinmóð og held að drengurinn ætli að kaupa sér meira gotterí þar, "ég verð enga stund" segir hann...og ég sé að hann labbar beint að afgreiðsluborðinu og segir eitthvað við afgreiðslumanninn og svo kemur hann út aftur. Ég spyr hann hvað hann hafi verið að gera þá segir hann: "Ég var að gefa fátæka fólkinu pening" ...ég fór bara næstum að grenja...fanst þetta svo sætt og gott hjá honum, hann hafði þá farið og sett 200 kr.í rauðakross söfnunarbauk :)
Ég er kanski ekki alveg að klúðra uppeldinu á drengunum á allan hátt ;)

Hafði góðar og gleðilegar stundir :)

Till next...adios

Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg jól :)

Gleðileg jól allir saman :)
Óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar og friðar á nýju ári
Þakka allt gamalt og gott og vona að ánægjulegar samverustundir með vinum og ættingjum verði enn fleiri á nýju ári...hó hó hó :)

*<:o)


Till next...adios

Saturday, December 20, 2008

Shittttt

Var dugleg í dag...málaði aðra umferð yfir gluggana og eru þeir bara alveg snilld ;) get tekið að mér að mála fyrir fólk ;)
Svo byrjaði ég á að rífa af teppið, ákvað að "drífa" það af og mála svo herbergið snöggvast. Hummmm...ég var voða voða voða bjartsýn þar! Í fyrsta lagi var teppadruslan ógeðslega föst, greinilega ekki verið sparað límið á sínum tíma...púfff, en það hafðist fyrir rest...en ekki tók betra við, það var dúkadrusla undir teppinu og þegar ég reif hann af þá varð eftir brúnt-lím-eitthvað ógeð á gólfinu sem þarf að skafa eða meitla af. Og ég er sum sé búin að meitla af pínuponkulítið horn og sé ekki fram á að klára helv...gólfið fyrir jól. Það er amk ógurleg bjartsýni að ég verði búin að klára að gera gólfið klárt undir parket fyrir þorláksmessu, eins og til stóð!
En ég verð bara að halda áfram að púla á gólfinu, ekkert annað í boði.

Gleymdi annars að geta þess í gær (var svo uppnumin af gerfisveinka) að ég gerði nokkuð sem ég hef ekki gert áður!
Ég fór í húðhreinsun. Og ég held að ég geri það bara ekkert aftur!
Þetta byrjaði ágætlega, en svo byrjaði gellan að misþyrma á mér nefinu...kreisti og kramdi og þjösnaðist á því...sagði svo að það væri ekkert til að kreista!!!
Ég var með hjartslátt í nefinu og eldrauð sem Rúdólf.
En ég fór líka í lit og plokk, svo þetta var ekki alveg vonlaust ;) hehe

Jæja, er búin í bakinu og ætla að vera löt í kvöld...

Till next...adios

Friday, December 19, 2008

Plat

Ég fór með Mikael í jólasund áðan, eða hann fór í sund og ég horfið á, þetta var á vegum sundfélagsins Óðins og var bara ljómandi gaman. Nema það að þegar við komum þá var eitthvað jólasveinaræksni að væflast í anddyrinu, svona pínulítið eins og hann vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara. Grindhoraður með augljósa gerfibumbu...
Þegar sundið er búið er hann enn að væflast, býður öllum börnum góðan dag og gefur þeim sundhettu merkta Símanum úr Coca-Cola pokanum sínum. En þar sem ég stóð í anddyrinu á meðan að Mikael klæddi sig, þá fylgdist ég með sveinka góða stund...og er ekki frá því að hann hafi bara verið aðeins við skál! Hann skjögraði annað slagið, og ruglaði hreinlega, var svo búinn að taka af sér húfuna fyrir rest svo að englakrullulufsuskegghárið varð ennþá gerfilegra...og þurfti samt mikið til!
Mikael tók með hálfum huga við bláu Síma-sundhettunni, sem hann sagðist aldrei ætla að nota og tilkynnti mér hátt og snjallt þegar að við vorum komin út að þessi jólasveinn hafi sko verið gerfi!!!
Og ég gat bara hreinlega ekki sagt annað en já...datt ekki í hug að reyna að ljúga að barninu að þessi jólasveinaómynd væri alvöru.
Svo sagði Mikael líka að þessi hefði sagst heita þvörusleikir, og þvörusleikir hefði sko verið í Brekkuskóla í dag og hann leit bara alls ekki svona út!!! ;) hehe
Ég hef bara að ég held, aldrei séð aðra eins veru...nánast ekki hægt að kalla þetta jólasvein...virkaði eins og einhver róni fyrir utan vegg hafi verið dreginn inn og hent í búning...og fengið fleig að launum ;) hehe
Well...hætt að dissa sveinka ;)

Ég málaði gluggana í Kristjáns herbergi í gær, held ég verði að fara aðra umferð í kvöld...eins gott að gera þetta almennilega ;) held samt að það sé bjartsýni að ég geti klárað herbergið, hennt öllu inn í það og lagað til og skreytt fyrir aðfangadag...en sjáum til...í versta falli verður bara lítið skreytt og mikið breytt ;)

Það er djö...kuldi úti, svo það er fínt að vera inni og mála...drakka kakó og liggja undir sæng :)
Hafið það gott í kuldanum krúttin mín :)

Till next...adios

Wednesday, December 17, 2008

Hvolf

Það er ekki hægt að ímynda sér með nokkru móti að það séu jól eftir rétta viku, þegar maður gengur inn í íbúðina mína um þessar mundir.
Það er allt í drasli, svefnherbergið mitt á hvolfi, aðallega legó-kubbar um öll rúm og gólf...stofan full af öllu, parket á stofuborðinu, rúmið hans Kristjáns þar líka (ekki uppá stofuborðinu reyndar, en upp við það) og slatti af dótinu hans, gangurinn er einnig fullur af drasli, hillur og samtíningur úr herberginu hans Kristjáns.
Það jólalegasta hér innandyra er eflaust herbergið hans Kristjáns, ekki af því að það er hreint, fínt og snyrtilegt...nei, vegna þess að nú liggur yfir því hvít-ryk-hula...svona næstum eins og snjór yfir öllu!
Ég er með ryk í hárinu og allsstaðar, búin að juða og juða gluggana í þessu margumrædda herbergi, með, reyndar, ágætis árangri. Nú vona ég bara að ég verði það dugleg í fyrramálið að ég skríð ekki aftur upp í rúm, heldur fari bara að mála :) og kanski...eða ég lifi í þeirri veiku von, að kanski verði ég búin að þessu fyrir jól. En þá á ég reyndar eftir að laga til og þrífa alla hina hluta íbúðarinnar...og úfff púfff, það verður að ég held, bæði erfiðara og leiðinlegara heldur en að juða upp málningarský!

Best að fara að sofa bara og vonast til þess að ryk-skýið verði að einhverju leiti sest í fyrramálið ;) Mjá...

Till next...adios

Tuesday, December 16, 2008

Kærustur

Ég rölti með Mikael á sundæfingu í dag, á leiðinni frá skólanum í sundið þá sagði hann mér þetta: "Mamma, ég veit um einn strák sem á tvær kærustur og hann er búinn að kyssa þær allar!"
Hehe...svo sagði hann reyndar líka að þessi strákur væri dálítið ruglaður, næstum alveg eins og einn sem er með honum í bekk ;) en þess ber að geta að þessi "kærustumargi" ungi drengur er í Lundarskóla ;)
Annars stóð Mikael sig vel í sundi, synti alveg eins og herforingi, af meira kappi en forsjá...sennilega hefur hann það frá mér ;)
Ég fór á ógurlegt skrall sl.laugardagskvöld, á jólahlaðborð með vínklúbb Ak. á RUB23, flottur matur og góð vín og góður félagsskapur...endaði alveg með hressasta móti ;) var samt ekki eins hress daginn eftir, þegar ég var að steikja laufabrauð í sveitnni og þurfti að nota allan minn vilja til að æla ekki ofaní steikarpottinn ;) varð voða fegin þegar Sverrir bró plataði mig upp í fjárhús...það var hressandi þótt það hafi kanski ekki verið alveg jafn mikil hjálp í mér og til stóð...en eitthvað af hrútum komst samt í kindurnar ;)

Ástandi í efnahagsmálum landsins virðist ekkert vera að batna nema síður sé...nú er hver sparnaðaraðgerðin að reka aðra og allir í lausu lofti með allt.
Sumar aðgerðirnar eru samt næstum því meira en lítið skrítnar, það á t.d að moka Keflavíkurflugvöll sjaldnar og lýsa hann minna en verið hefur...samt ekki að minnka öryggið...uuu...ég veit að ég er næstum ljóska, en hefur þá ekki verði mokað og lýst of mikið hingað til, ef það er hægt að minnka þetta án þess að minnka öryggið??? Spyr sá sem ekki veit og lítið vit hefur á flugi.
Svo eiga náttúrulega allir háskólar landsins að spara...en jafnframt að fjölga nemendum, svo að þeir sem að misst hafa vinnuna geti farið í skóla...ekki er ég heldur að fá þetta reikningsdæmi til að ganga upp, enda alltaf verið léleg í stærðfræði.

Tunglið veður í skýjum...bókstaflega...jólasveinarnir detta inn um gluggann hver á fætur öðrum. Fór í Toys-R-us í dag, þar er bara ekki hægt að kaupa nokkurn fjára fyrir minna en 2000kr. og ég er ekki að ýkja nema um svona fimmhundruðkall ;)
Eins gott að jólasveinarnir séu vel efnum búnir og fái vinnu næsta sumar í kreppunni ;)
Hætt að bulla í bili...

Till next...adios

Tuesday, December 09, 2008

Próff

Jæja, þá er ég að fara í "prófið" í dag...á ennþá eftir að lesa helling, svo ég ákvað að blogga bara aðeins...ekki virðist prófið ætla að lenda á heppilegum degi, því ég er ða fyllast af hálsbólgu og kvefi...aaaaaaaatjú!!!

Ég fór með Kristján til tannlæknis í dag, tvisvar reyndar, þurftum að bíða svo lengi að við fórum heim og biðum aðeins þar...áttum sum sé að mæta kl.3 en komust að korter fyrir fjögur, eitthvað var þá minn góði vilji til að láta ekkert fara í taugarnar á mér og brosa út í einn farinn að veikjast á þeim tímapunkti. Enda var ég að lesa og lesa og mátti ekkert vera að því að hugsa um tannheilsu drengsins. En það er víst allt í skralli hjá honum, eins og vanalega, glerungseyðing og ves...ég kenni náttúrulega um lyfjanotkun á yngir árum (hummm, þetta hljómar kanski undarlega). En nú er bara drengurinn kominn í gos og safa bann...sem á eftir að verða erfitt...fyrir mig altso ;)
Humanity- An Introduction to cultural Anthropology liggur hér á borðinu og horfir biðjandi á mig...best að lesa eitthvað fyrir prófið á eftir...og hnerra og snýta og aaaaaatjú!

Bless you...

Till next...adios

Thursday, December 04, 2008

Desember

Tíminn líður hratt...
Það er víst kominn desember...
Eitt próf eftir í skólanum, og ég að stinga út með Sverrir.
Það er nú aldeilis fínt að fá útrás í skítnum eftir allt andlega puðið í skólanum.
Þarf reynda að fara að lesa eitthvað undir þetta próf, en er ekki komin í gírinn ennþá...dett sennilega í hann degi fyrir próf...púfff, það væri mér líkt!
Það er allt í rugli ennþá í pólitíkinni, enda skrítin tík þessi pólitík!

Annars gegnur vel að halda mér upptekinni...þegar ég kom heim úr fjárhúsunum áðan þá var aftur allt komið á flot hjá mér...reyndar ekki jafn mikið og um daginn, en nóg samt, eins gott að ég var ekki lengur að heiman, því blessaðir nágrannarnir eru ekki alveg með þeim skörpustu...þau eru ennþá að spyrja hvaðan vatnið komi ;)
En ég hringdi í stíflulosara og mæta þeir eldsnemma í fyrramálið með rörmyndara með sér og alles...nú skal sko tekið á vandanum...amk til lengri tíma en síðast ;)
Bíllinn minn fíni er líka að fara í lækinsskoðun í fyrramálið því eitthvað smálegt þarf að laga fyrir frekar fúlan skoðunarmann hjá bifreiðarskoðunnarstöðinni...hann var greinilega eitthvað pirraður í geðinu kall greiið. En ég ákvað að láta það ekki á mig fá og þakkaði honum bara fyrir græna miðann sem hann límdi á fína bílinn minn :) Ætla svo að mæta aftur í næstu viku og láta hann plokka miðan af ;)

Ég var nefnilega að ákveða að ég ætla að reyna að láta ekkert fara í taugarnar á mér...ég vel bara að brosa og leysa vandann og láta pirrandi og mis heimskt fólk svífa frammhjá með bros á vör :)
Ef þér lesandi góður finnst þetta too mutch þá so what ;) hehe

Læt þessum gleðipistli lokið í bili, ætla að klára heimtökumatinn minn...má ekki vaska upp sko, svo ekki bætist í flóðið ;) og taka ákvörðun um hvort ég nenni á borgarafund í Deiglunni...efa það samt ;)

Till next...adios