Saturday, August 29, 2009

Leika...sér ;)

Já, þá er það komið á hreint, búin að fá hlutverk í Memento Mori og bara ánægð með það hlutverk, það eru spennandi tímar framundan ;)
En planið er sem sagt að byrja æfingar 31.ágúst og frumsýna fyrstu helgina í október. Það verða takmarkaðar sýningar, því það þarf að fara að æfa og sýna kabarett á eftir þessari sýningu, svo nú verða allir að vera fljótir til og panta sér miða þegar miðasala hefst :)

Karakterinn minn er ódauðleg kona sem er að gera upp ástarmál sín í gegnum aldirnar...og eðli málsins samkvæmt eru þau þó nokkur ;)
Annars held ég að það sé hiklaust hægt að mæla með þessari sýningu, hún er bæði dramatísk á köflum og einnig bráð fyndin...en best að segja ekki of mikið...hlakka til að sjá ykkur öll í Freyvangsleikhúsinu :)
Og þar sem það eru víst að nálgast 10 ár síðan ég lék síðast í leikriti í Freyvangi, þá er ekki laust við að ég sé þegar orðin afar spennt og nett stressuð....skyldi maður geta þetta ennþá? ;)

Ég fór í draugagöngu í gærkveld, Kristján harðneitaði að fara með, en Mikael var mun kjarkaðri...reyndar var hann orðinn frekar skelkaður þegar við vorum að koma á svæðið...bara af tilhugsuninni einni saman ;) En svo þegar þetta byrjaði allt saman, þá fannst honum þetta bara fyndið og skemmtilegt...held að það hafi orðið dálítið spennufall hjá honum þegar hann sá að þetta var ekkert svo hræðilegt ;)
Ég varð reyndar pínu svekkt...var að vonast eftir því að verða hrædd og fá að öskra svolítið...agalega gott fyrir sálina að öskra stundum ógurlega...en það getur maður víst ekki gert hvar sem er, a.m.k ekki án þess að þykja í besta falli stór skrítinn ;)
Nú hlakka ég bara til að fara í göngur og geta öskrað þar og gargað...og ég verð þá ekkert endilega að góla á kindurnar, þótt að þær haldi það alltaf og hlaupi heim á leið ;)

Ég fór annars í ÁTAK í gær, en þar er opið hús þessa dagana, það var alveg fínt...er samt hrædd um að þar sé oftast of mikið af fólki fyrir minn smekk...en þar sem ég vil helst hafa einka stöð fyrir mig og örfáa útvalda, þá hugsa ég að ég haldi mig bara við Vaxtarræktina ;)

Læt þetta duga í bili...verð að reyna að eiga eitthvað eftir til að skrifa, ef ég þykist ætla að halda áfram að blogga...fyrst mér tókst að halda því áfram eftir ágætis sumarfrí ;)

Till next...adios

Thursday, August 27, 2009

Að leika eða ekki leika...

Fór á samlestur í Freyvangi í gærkv. en þar var samlesið verkið "Memento mori". Þetta virðist vera hið skemmtilegasta verk og spennandi að sjá hvernig niðurraðast í hlutverk...spurning um að stökkva ef manni hlotnast eitthvað bitastætt ;)

Annars er annar samlestur í kvöld, en þar sem ég er að reyna að kvelja hann Kristján á busaballið í VMA í kvöld, þá veit ég ekki hvort ég fer.
Annars er Kristján ekki á því að fara á þetta ball...hann er ekki líkur mömmu sinni á þessum aldri ;) hehe...hefði fátt stoppað það að fara á svona böll ;)
Það eru sennilega ekki margir foreldrar sem eru í baráttu við að fá börnin sín til að FARA á ball...;) annars hef ég grun um að hann hafi betur og verði bara heima...
Busunin hjá honum var í dag, svo nú er hann orðinn fulgildur í framhaldsskólasamfélaginu...vá hvað maður á eitthvað stóran strák...en samt svo lítin ;)

Mikael byrjaði svo í Brekkuskóla í dag...og ég er endalaust ánægð með það ;) hehe...verður gott að fá að pústa ein í tvo daga áður en skólinn byrar hjá mér...en hann byrar 1.sept.
Svo fór ég í ræktina í gær...enn í átakinu "í form fyrir fertugt" og það er bara fínt...finn svo sem enga breytingu á mér, nema hvað mér líður betur andlega og líkamlega...vigtin er enn söm við sig ;) og six-packið sennilega bara best geymt inn í ísskáp...hehe

Látið ykkur líða vel og leyfið ykkur að vera happy...no matter what :)

Till next...adios

Thursday, August 20, 2009

Af skólamálum og öðrum málum ;)

Nú eru skólarnir að bresta á einn af öðrum.
Ég fór með Kristjáni í morgun að sækja stundarskrána í VMA, svo byrjar skólinn hjá honum í fyrramálið...mig hlakkar ekkert sérstaklega til að koma drengnum á fætur fyrir klukkan 8 í fyrsta sinn í tæpan mánuð ;) en það hlýtur að hafast :)
Svo fer ég með Mikael í viðtal í Brekkuskóla á miðvikudaginn í næstu viku og svo byrjar skólinn hjá honum á fimmtud. Svei mér þá ef það verður ekki bara gaman að koma rútínu á liðið á ný...já og mig líka ;) úff...þetta að "sofa eins lengi og ég nenni" er ekki alveg að gera sig til lengdar ;) Annars byrjar HA 2.september svo ég fæ örlítið frí fyrir mig ;)

Reyndar hefur nú bjargað miklu að hafa þurft að drífa Mikael á fótboltaæfingar flesta morgna...en það er líka búið eftir þessa viku. Svo vona ég bara að hann haldi áfram í boltanum í vetur...hann er reyndar líka að spá í fimleika, bretti og körfubolta ;)

Íþróttalöngun þeirra bræðra er afskaplega misskipt ;)

Annar var ég að koma úr ræktinni rétt í þessu, fór með Ellu gellu sem kann allar réttu æfingarnar...ég er búin að uppgötva vöðva sem ég vissi ekki að væru til ;) hehe...en reyndar er bara rosalega gott og hressandi að púla svona annað slagið :)

Svo var viðtal við mig í Morgunblaðinu í dag ;) af því að ég er brjáluð (ok, kanski ekki brjáluð, en pínu ósátt) út í LÍN, en þeir vilja ekki lána mér nema 80% námslán í vetur...vegna þess að ég tók sumarlán í sumar...og það kom aldrei fram að sumarlánin skertu vetrarlánin...og þetta er allt í fokki hjá þeim.
Greinilega eru skilaboðin þau að fólk eigi frekar að hanga atvinnulaust og þiggja bætur, heldur en að nota tímann og læra og fá þá námslán! Og það er ekki eins og maður sé að betla út einhvern styrk, heldur þarf maður að borga hverja krónu til baka með vöxtum...
En þetta er a.m.k að vekja einhverja athygli, því að ég verð svo einnig í smá viðtalið í svæðisútvarpinu í dag ;)

Svo ég sé fram á meiri útgjöld í vetur en áður, vegna framhaldsskólagöngu Kristjáns, og mun lægri tekjum...vei vei...aldeilis að mann getur farið að hlakka til ;)

En ef einhver veit um litla vinnu handa mér sem er afar vel borguð ;) þá má endilega hafa samband ;) ég get allt og kann allt...og er þar að auki hógværðin uppmáluð :)

Well...best að reyna að gera eitthvað að viti...er að græja herbergi fyrir Mikael, skrifborð og stól og svona fyrir skólann...og eins gott að ég er komin langt í háskólanáminu, því ég held að það þurfi háskólgráðu til að geta sett saman þennan skrifborðsstól ;)
Já og svo langar mig endilega í smá sól núna takk :)

Till next...adios

Thursday, August 13, 2009

Heimapróf

Á að vera að taka heimapróf, en nenni því ekki, þess vegna skrifa ég frekar einhverja þvælu hér inn ;)
Ég fór í litun og klippingu í dag, og það má segja að það varð svakaleg breyting á mér...hárið styttist um u.þ.b 10 cm. (í það minnsta) svo ég rétt hangi í axlarsíddinni...og svo ákvað hún Harpa (sérleg hárgreiðslukona mín, sem fær alltaf að ráða öllu) að sennilega væri betra upp á gáfnafarið að lita mig nú aðeins dökkhærða á ný ;)
Enda fór ég að spá, að kannski væri bara dáldið töff að vera ljóshærð bimbó á sumrin en dökkhærður hugsuður á veturna ;)
En þegar ég verð búin að rusla af þessu heimaprófi og fá einkunn, þá kemur það víst í ljós hvernig nýji háraliturinn virkar ;)
Annars er ég bara ennþá að venjast sjálfri mér...en strákarnir mínir, þessar elskur, segja að minnsta kosti að ég sé voða sæt og fín svona :)

Það er góð regla að spyrja alltaf bara börning sín hvernig maður lítur út ;)

Annars á Nonni bró afmæli í dag :) til hamingju með það bróðir kær :) ég bíð svo bara spennt eftir köku og kræsingum ;)
Annars er planað grillrauðvínspartý hjá Öllu mágkonu á laugard. og án efa verður það snilld...:) Annars man ég vart eftir öðru eins skemmtanalífs-sumri...tja í það minnsta varla síðustu 20 árin eða svo ;) bara endalaust eitthvað um að vera og það er BARA GAMAN :)

Ég skokkaði 6,6 km í Kjarna í gær og er ekki frá því að strengirnir hafi lagast talsvert við það :)
Svo það gengur bara ágætlega að hreyfa sig meira...en ég er alveg viss um að baðvogin mín er biluð, hún sýnir alltaf sömu töluna!!!

Jæja...best að reyna að fara að sofa í nýlitaða hausinn sinn...síðasti tíminn í fyrramálið í skólanum og svo að taka þetta blessaða próf...geysp...
Ég er annars búin að leggja inn beiðni fyrir sól, þarf endilega að ná nokkrum sólbaðsheitiliggipottum í sumarfríinu mínu ;)

Till next...adios

Tuesday, August 11, 2009

Loksins...

Það kom að því að ég blogga smá ;)
Ég eginlega lofaði sjálfri mér að blogga þegar ég tengdis umheiminum á ný eftir netleysi undanfarna daga, tja eða viku!

Þetta hófst allt saman einn fagran dag í júlí...hehe...eða svona, netvandræði mín þar að segja. Fékk hringingu seint um kvöld, þar sem tungulipur maður gerði mér tilboð sem ég gat ekki hafnað (ekkert skrítið þótt maður sé alltaf að koma sér í einhver vandræði;)..."sér tilboð bara fyrir Akureyringa og aðeins í kvöld" og ef ég færi með allt mitt hafurtaks, net, síma og gsm, yfir til Tal þá væri ég að spara ógurlegar upphæðir. Ef ég hefði haft tíma til að hugsa þetta örlítið lengur, þá hefði ég eflaust sagt nei, þá hefði ég líka kanski fattað að sparnaðurinn lægi sennilega í því að ég hefði bara ekkert net...
En ég sagði já, og stuttu seinna hófust vandræðin, ég var aftengd og ekki tengd, og svo smá tengd og svo ekkert tengd og þegar upp var staðið þá var ég netlaus í heila 7 daga! En ég endaði líka á því að gefa skít í Tal og fara yfir til Símans ;) og í stað þess að spara, þá jók ég bara umsvif mín og pantaði mér líka Sjónvarp Símans í gegnum netið..., en það er örugglega eitthvað sem maður getur ekki verið án ;)

Svo í stað þess að spara, þá bara eyði ég aðeins meiru, en er þá NETTENGD og ánægð ;)
Ég var svo sem alveg ánægð fyrir, það eina sem ég var ekki ánægð með var netleysið, sem ég var að nefna...

Sumarskólinn skemmtilegi er alveg að verða búinn...bara eftir að setjast niður og taka eitt próf...svo eftir helgi þá verð ég sem sagt komin í rúmlega tveggja vikna sumarfrí :) BARA FRÁBÆRT ;)

Er búin að reyna að fara annað slagið út að skokka, sem hefur gengið ágætlega...fyrir utan eitt fall, en það grær áður en ég gifti mig ;)
Svo fór ég í ræktina í gær, undir strangri leiðsögn Ellu gellu, og í dag get ég nánast ekki gegnið fyrir strengjum ;) en það er líka bara frábært :) hehe...stefni á skokk á morgun, eftir dekur í lit, plokk og andlitsbað...næs næs næs...

Versló var líka snilld hér á Ak...fór út að skemmta mér með frábæru fólki bæði á föstudagskvöldi og sunnudagskvöldnu...algerlega óvænt á sunnud. en mikið afskaplega var það nú gaman :)
Ég er farin að halda að það sé alltaf skemmtilegast þegar "djömmin" koma á óvart og eru algerlega óskipulögð ;)
En hitt er líka gaman ;)

Jæja...ætla að hætta í bili...vona að ég verði pínulítið duglegri að henda hér inn nokkrum orðum ;)
Knús á ykkur öll sem ennþá nennið að kíkja hér inn :)

Till next...adios