Sunday, June 29, 2008

EM

Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fótbolta...sem kom mér verulega á óvart af þeirri einni ástæðu að ég hélt með þeim ;) en þrátt fyrir það unnu þeir leikinn við Þýsku útrýmingarbúðirnar...hummm...örlaði nokkuð á fordómum þarna...tja, nei nei...;)
Spánverjar voru einfaldlega bestir og áttu leikinn...ásamt flestum leikjum sem þeir spiluðu á EM.
Nú er þykjustu kunnáttu minni á fótbolta lokið...hehe...en ég veit líka að Torres (sem var bestur og skoraði sigurmarkið) spilar með Liverpool og það eitt dugar náttúrulega alveg til að Spánn átti manns stuðning óskiptan :)

Annars skánar heilsan mína óskup hægt... en ekki hljótt, hósta ennþá eins og hýena og er vægast sagt orðin pínu þreytt á þessu...þarf að gera svo ótal margt...byrja sennilega á því að kaupa mér nýtt klósett, það gamla brotnaði við smá sírennslis-reddingar...æ það var hvort sem er gamalt og ömurlegt...hæfir enganvegin svona prinsessurassi eins og mínum ;)

Nú er smá kuldakast, rok, rigning og birrr kuldi...en það er bara ágætis tækifæri til að viðra fleece-peysuna og dúnúlpuna og hressandi að finna norðan garrann narta í kinnarnar ;) góða verðrið verður áður en varir :)

Jæja, ætla að lesa dálítið í "Við enda hringsins" og fara svo að sofa þegar rúmfötin eru þornuð...ég er alltaf svo skipulögð ;) svo er bara harkan sex og vinna í fyrramálið!
Hafið það gott í öllum veðrum :)

Till next...adios

Friday, June 27, 2008

Hóst og hor hf

Það er engu líkara en að sýklalyfin hafi hleypt af stað ógurlegum hóst og hor dreka...ég vaknaði kl. 8 í morgun og hóstaði stanslaust fram að hádegi! En maður horfir á björtu hliðarnar og ég á ekki von á öðru en að ég verði komin með all svakalega magavöðva eftir alla áreynsluna :)
Annars ákvað ég í dag að fikra mig áfram með smá "náttúrulækningar" svona meðfram sýklalyfsátinu...en sú meðferð felst í því að prufa áhrifamátt súkkulaðis á svona sýkla. Hef sum sé ákveðið að fórna mér í talsvert súkkulaði át næstu dagana og athuga hvort ég lagist ekki :) er ennþá að finna út rétta magnið en svona 50 gr. þrisvar á dag er kanski fínt til að byrja með ;)

Spánverjarnir unnu Rússana í gær á EM mér til mikillar gleði :) það var nú nógu grátlegt að Rússa-prússarnir hafi unnið Eurovision þótt þeir tækluðu ekki boltann líka!
Svo núna ætla ég að halda með Spáni á móti Þýskalandi á sunnudaginn...Spánn er líka fyrsta landið sem ég kom til fyrir utan Ísland ;) en það var uppúr miðri síðustu öld...ætla ekki að fara frekari orðum um ferðalög mín um heiminn...enda yrði það ansi stuttur pistill ;)

Núna hellast yfir mig tölvupóstar þar sem ég er beðin um að kaupa ekki bensín af N1 og Skeljungi minnir mig...ég er nú ekkert alltof viss um að þessi félög beri ábyrgð á hækkandi heimsmarkaðsverði...hummm...og finnst hálf fáránlegt að ráðast á tvö félög með þessum hætti...held það væri vænlegra til árangurs að hætta bara að kaupa bensín hjá öllum olíufélögunum...en hver er tilbúinn til þess??? Svo er þetta svo ömurlega leiðinlegur póstur...alveg píning að lesa sig í gegnum þetta!!!
Jæja, hætt að tuða og farin að leggja mig...og smá súkkulaði :)

Till next...adios

Thursday, June 26, 2008

Sýkill

Var með alslappasta móti í morgun, röddin nánast alveg horfin og heilsan líka. Druslaðist samt í vinnuna en var rekin heim rétt fyrir hádegið...náði að elda fyrir hádegið...og sagt að vera heima á morgun líka...leikskólastjórinn ætlar bara að grilla pylsur oní liðið.
Rosalega er nú annars gaman að hafa manneskjulegan yfirmann :)
En ég dreif mig til læknis í opin tíma kl.3 í dag og ég held að hann hafi vorkennt mér svo fyrir raddleysið að ég fékk skýklalyf...hann sagðist ætla að leyfa mér að njóta vafans...sagðist svo sem ekki finna neitt að mér...svona fyrir utan hita, hálsbólgu, kvef, hausverk og hæsi ;) en það var fínt að fá smá sýklalyf þótt ekki væri nema fyrir sálartetrið mitt...
Svo núna ligg ég bara í rúminu og væflast um alheimsnetið...og nenni einganvegin að standa í þessum slappleika :(
Það er nefnilega einhvernvegin þannig að ef ég geri ekki hlutina, þá eru þeir bara ekki gerðir...hummm....skrítið ;) svo núna eftir þessa slöppu viku þá bíða skítug gólf, óhreinn þvottur, ósleginn garður...fullur af njóla, eftir mér í stórum stöflum og af einhverjum ástæðum þá er þetta alltsaman mun meira spennandi en að liggja í rúminu hóstandi með hor...og nóg af því!

Jæja, held ég hætti bara núna áður en ég væli meira...er að verða ofsalega dugleg í sjálfsvorkunninni þessa dagana ;)
Passið ykkur á pestum...

Till next...adios

Wednesday, June 25, 2008

Hálfpartin...

lasin...eða alveg lasin en má ekki vera að því. Er búin að vera með slen og hálsbólgu og kvef síðan á mánudag, en þar sem ég hef engan til að leysa mig af í vinnu þar sem ég er að leysa af...þá hef ég ekki þann munað að geta leyft mér að liggja í rúminu lasin, nema bara eftir vinnu ;)
Er annars að skána, en missti þá röddina, er hás eins og hæna...og ekki er það fyllerí um að kenna, þar sem ég hef ekki farið á slíkt í hummm...einhvern slatta langan tíma :)

Ég lét það samt eftir mér að fara í bíó í gærkveld á Hulk...maður er nú svo menningarlegur ;) annars er þetta fín mynd, eiginlega bara ágætis fjölskyldumynd, því hún er rómó, spennó, fyndin og svolítið um dráp og slagsmál...sum sé eitthvað fyrir alla :)

Svo er leikfélagsstjórnarfundur í kvöld...þannig að ég held ég reyni að leggja mig aðeins og safna orku fyrir fundinn og vinnuna á morgun...
Það er reyndar kostur við að vera svona hás því núna vorkenna strákarnir mér miklu miklu meira og ég fæ meiri frið...þótt ég hafi verið mun slappari á mánudaginn t.d. ;)

Till next...adios

Saturday, June 21, 2008

Afmælisafmæli

Ég er náttúrulega ekkert að standa mig hérna á blogginu þessa dagana...skamm ég...en ég þykist bara hafa svo mikið að gera núna...

Hann Mikael Hugi minn ofurkrútt og dúlla átti afmæli núna 18.júní og er þar með orðinn 7 ára :) Til hamingju með það elsku Mikael minn ;)
Svo á hún Guðrún Mist Þórðar bró. dóttir afmæli í dag...og svo hann Róbert Árna bró. son afmæli 24.júní...bara allt að gerast í ættinni :) Til hamingju með afmælin ykkar Guðrún og Róbert :)

Annars var tvöföld afmælisveisla fyrir Mikael, fyrst kaffi í sveitinni 17.júní fyrir nánustu ættingja og svo all svakaleg stráka veisla á sjálfan afmælisdaginn. Þar mættu 10 gaurar af 16 sem boðið var...og það var mikið fjör og mikið gaman hjá þeim. :)

Svo er ég búin að vera í sveitinni síðan á fimmtudaginn, eftir vinnu sum sé, að hjálpa Sverri að setja kindurnar upp á fjall...og því verki lauk í dag...stefni á tjill leti dag á morgun með smá viðkomu í afmælisveislu :)

Jæja, ætla að fara að koma mér og mínum í rúmið...kíkja fyrst aðeins á fallega sólarlagið...og dreyma síðan rómantíska drauma um riddara á hvítum fák.....eða eitthvað :)

Till next...adios

Thursday, June 12, 2008

Dadaradda dadada...

Jamm, fór á Indian Jones í dag...flott mynd og skemmtileg...Harrison Ford er náttúrulega endalaus töffari ;)
Fór í gær og keypti reiðhjól handa Kristjáni, smá tilraun til að fá hann til að hreyfa sig ööööörlítið meira ;) annars var þetta svo fott hjól að ég var að spá í að eiga það sjálf...hehe....en ég myndi aldrei tíma að kaupa svona flott hjól handa mér, en hvað gerir maður ekki fyrir ungana sína? ;)
Er svo að fara á Vestmannsvatn í fyrramálið að ná í hann Mikael minn, ég veit ekki hvort okkar hlakkar meira til. Ég heyrði aðeins í honum í gær og hann var nokkuð brattur, en vildi fá að vita hvenær ég myndi sækja hann ;)

Tónlist og Tíska er stórviðburður sem verður haldinn í Vaðlareitnum annaðkvöld. Þar verða Helgi og hljóðfæraleikararnir að spila tónlist og svo verður einnig tískusýning á fötum hönnuðum af þeim Helga og Beate. Ég verð að tískusýnast og er bara pínu spent...hvet alla til að mæta...herlegheitin byrja kl.20:30...held það kosti 1000kr. inn...eða út, þetta verður náttlega undir berum himni...svo vonandi verður gott veður.

Jamms, hætt í bili, er alveg að missa mig á Facebook þessa dagana svo kanski er ég latari við að skrifa hér inn...en það er bara á meðan að nýjabrumið er ennþá á snjáldurskinnunni ;)
Góðar stundir :)

Till next...adios

Tuesday, June 10, 2008

Pælingar

Ég hef unnið í eldhúsi við eldamennsku og því sem að henni snýr í nærri 16 ár og til tilbreytingar þá ákvað ég núna að vinna í eldhúsi á leikskóla í sumar...hehehe, hámarks tilbreyting ha? ;)
En það var nú reyndar ekki ætlunin að ræða það hversu lengi ég hef unnið við þetta, heldur það hversu lítil virðing er borin fyrir þessum störfum.
Sérstaklega miðað við að ef maturinn í mötuneytinu (hvaða mötuneyti sem er) er ekki eins og til er ætlast, þá verður allt vitlaust og í besta falli talað um það í vikur á eftir.

Ég fór nefnilega að velta þessu fyrir mér í dag eftir að leikskólastjórinn sagði að hún hefði fengið ákúrur frá stéttafélaginu sínu í fyrra, fyrir að hafa vaskað upp í eldhúsinu....hummm....hux....hux...og það var ekki út af því (eins og ég hélt) að hún væri að fara út fyrir sitt verksvið, nei, það var vegna þess að hún gæti átt það á hættu að missa virðingu samstarfsfólks síns!!!!! Whats going on???

Ég veit ekki betur en að við þurfum öll mat til að lifa.
Ég held að öllum þykir okkur góður matur góður og vondur matur ferlegur...sættum okkur ekki við einhvern óþverra just be cause...
En er þá bara allt í lagi að líta niður á fólk sem eldar mat og vaskar upp?
Eða skúrar gólfin?
Því miður er ég hrædd um að sárafáir ef nokkrir geri sér grein fyrir mikilvægi starfa sem oft eru talin lítils virði.
Hvar værum við ef enginn tæki ruslið frá húsunum okkar? (Alveg í rusli)
Ef enginn losaði stíflur úr niðurföllum? (í djúpum skít)
Ef enginn eldaði fyrir okkur mat? (Svöng...svo sársvöng...svo.....)
Ef enginn vaskaði upp diskana okkar? (Hummm...pappadiskar í ruslinu sem enginn tekur...)
Ef enginn skúraði gólfin okkar? (Allar stofnanir myndu verða að loka, spítalar lokaðir o.s.frv.)
Ef enginn passaði börnin okkar? (og við þyrftum að gera það sjálf ;)
Og aumingja Enginn að þurfa að gera þetta allt ;) hehe...

Nei, svona í alvöru talað, öll störf eru mikilvæg, hvert á sinn hátt, og mikið væri nú gaman ef fólk vendi sig af því að tala niðrandi um aðrar stéttir....maður má alveg vera fúll út í kokkinn ef hann eldar vondan mat... eða skúringarkonuna ef hún skúrar illa... eða verðbréfadílarann þegar hann hefur tapað öllum peningunum okkar... eða kennarann þegar börnin okkar kunna ekki neitt... eða lækninn sem skilur eftir ör... eða Davíð Oddson þegar það er komin kreppa á Íslandi...en við skulum bera virðingu fyrir störfum hvers annars og sérstaklega þeim sem elda mat :)

Till next...adios

Monday, June 09, 2008

Módel in action

Þegar ég var rétt ófarin í sveitina í kindahlaup, í gær, þá hringdi Helgi Þórsson í mig, en hann og konan hans hún Beate eru miklir fatahönnuðir, handverksfólk og snillingar. Þau ætla sum sé að hafa tískusýningu í Vaðlareitnum nk. föstudagskvöld og vantaði eitt auka módel vegna mikils dugnaðar þeirra við fatasaum! Auðvitað stökk ég til, eins athyglissjúk og ég er nú...og þurfti að mæta hjá þeim í myndatöku. Þetta var ákaflega skemmtilegt og sennilega ennþá skemmtilegra þegar ég fattaði í sveitinni hjá Sverri, eftir myndatökuna sum sé, að ég var kafmáluð með svartar rendur í hring um augun...enda horfðu kindurnar á mig stórum augum ;)
Það verður spennandi hvernig tekst til á föstudaginn, hvort ég enda ekki bara í tískubransanum í ....æ í einhverjum tískubransalöndum ;) hehe.

Till next...adios

Sunday, June 08, 2008

Buzzy day

Ég dreif mig á fætur eldsnemma í gær og hljóp í kellingahlaupinu með Kathleen mágkonu. Það var rosa gaman þótt ég hafi gersamlega verið búin á því í lokin. En að fá fínan fjólubláan bol og gull verðlaunapening er nú ekki ónýtt ;) En við vorum pottþétt meðal þeirra 10 fyrstu að hlaupa 4 km. Svo var haldið upp á það með kaffi latte og stórri sneið af súkkulaðiköku með rjóma :)
Um kvöldið var okkur Kristjáni boðið í mat og svo fór ég á stór- skemmtilega tónleika með Túpílökunum :) Er pínu þreytt í dag eftir annir gærdagsins...en þetta var snilldardagur :)

Reyndar var hringt í mig frá sumarbúðunum í gær, Mikael var eitthvað hálf hnugginn, saknaði mömmu sinnar ógurlega, ég talaði við hann í síma í smá stund og vona að það hafi nú lagað líðan hans. Heyrði amk ekkert meira frá þeim. En auðvitað er nú pínu gott til þess að vita að hann sakni mín ;) bara ekki það mikið að það skemmi sumarbúðadvölina...enda sagði ég honum bara að skemmta sér með krökkunum og tíminn myndi líða fljótt.

Ætla að leggja mig aðeins og hjálpa svo Sverri að hlaupa á eftir gemlingunum :)

Ps. Er komin með Facebook :) kann ekkert á þetta ennþá og fólk má sennilega eiga von á að fá alskyns rugl frá mér á næstunni ;)

Hafið það gott í rigningunni krúttin mín :)

Till next...adios

Friday, June 06, 2008

Vestmannsvatn

Þá er litli stubburinn minn farinn á Vestmannsvatn og verður þar í sumarbúðum í heila viku!!! Á leiðinni austur segi ég við Mikael: "Það verður nú skrítið að sjá þig ekki í heila viku" og þá segir Mikael: "Mamma, stundum verða krakkar bara að gera eitthvað án þess að forledrarnir séu með"! Svo það verður sennilega eins og mig grunaði að þessi sumarbúðadvöl á sennilega eftir að verða örlítið erfiðari fyrir mig en hann ;)
Þegar við komum á staðinn þá var hann feiminn í ca. 15 sek. og var svo rokinn...enda hitti hann strax stráka sem bæði voru með honum í bekk og fyrrum leikskólafélaga...veit ekki hvort hann vill nokkuð koma heim eftir viku ;) En auðvitað var ég ánægð yfir því hvað hann var glaður með þetta allt og ekkert mál að ég færi. Svo vorkenndi hann bara Kristjáni ógurlega að hann færi ekki í sumarbúðir heldur hengi bara heima ;) ekki viss um að Kristján sé sammála því.

En þetta tekur greinilega á, því þegar ég kom heim seinnipartinn þá gerði ég það sem ég geri oftast þegar ég er barnlaus (Kristján er nú varla barn lengur) ég fór að sofa! Ætlaði það svo sem ekkert, en ég skreið upp í sófa, ætlaði að horfa á restina af Leiðarljósi, og steinsofnaði...var sum sé að vakna... rúmum 2 tímum seinna ;) geysp...geysp!

Jæja, best að reyna að borða kvöldmat og sofa svo pínulítið meira...eins gott að ég er aldrei með svokallaðar "pabbahelgar", ég væri alltaf sofandi ;)

Svo núna er bara að taka þá drasstísku hvort maður á að hlaupa í kellingahlaupinu á morgun... I´m gona sleep on it ;)

Till next...adios

Thursday, June 05, 2008

Undirbúningur

Það tekur á að undirbúa viku sumarbúðadvöl, held að ég og Mikael í sameiningu höfum verið síðustu þrjá tímana eða svo, að pakka niður og merkja föt. Mikael er reyndar orðinn mjög spenntur og að fá að pakka niður með mér kom rosa tilhlökkun af stað hjá honum, held að hann eigi eftir að fíla þetta í botn ;)

Skólinn (strákanna) gerir mig endalaust pirraða...náði að pirra mig á marga vegu í dag. Strákarnir fengu einkunnirnar sínar sendar og þar sé ég að á blaðinu hans Kristjáns er hann skrifaður með "vottorð" í sundi. Ég varð eitt spurningamerki í framan og spurði hann afhverju, hann sagði að sundkennarinn (sem væri sennilega í roti núna ef hann væri ekki framsóknarmaður) hafi skrifað þetta vottorð og hann Kristján sum sé einungis setið í heita pottinum á meðan að ég hef haldið að hann hafi synt og synt...veit ekki hvort þetta má án leyfis foreldra...ætla að hringja alveg brjáluð í skólann á morgun. Verst að ég hef ekki tíma til að fara sjálf í skólann, þarf að vinna og svo keyra Mikael á Vestmannsvatn.

Einnig varðandi Mikael, fékk póst frá fyrrum kennurum, þar sem þeir voru búnir að skipta bekknum upp í þrjá bekki (í stað eins stórs). Krakkarnir fengu nefnilega að velja sér þrjá vænlega bekkjarfélaga og það átti að ábyrgjast að þeir myndu lenda með amk einum af þeim. Mikael er auðvitað ekki með neinum þeirra í bekk sem hann valdi sér!

Veit ekki alveg hvort þetta er samsæri gegn mér...en maður spyr sig :/

Jæja, ætla í sturtu og upp í rúm og vona að ég sofi betur en síðustu nótt...geysp!

Till next...adios

Wednesday, June 04, 2008

Óhagstæð kaup í Hagkaup

Hagkaup er búð þar sem Íslendingum finnst rándýrast að versla!!! Amk mér ;)
Eftir vinnu í dag, þá byrjaði ég á að borga tannlækninum hans Kristjáns og fór svo með strákana í Hagkaup, aðallega til að kaupa föt og stígvél á Mikael fyrir sumarbúðadvölina hans.
Í fyrsta lagi, þá er þetta dru... léleg búð (reyndar ekki sú eina) því úrvalið af strákafötum er lítið sem ekkert! Það mætti halda að strákar séu varla þriðjungur kynjanna á þessum aldri...en fyrir rest gátum við grafið upp tvennar gallabuxur, tvenna boli, eina peysu, regngalla, sokka og skó (engin fundust passleg sígvél í þessum leiðangri) og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þetta kostaði nú bara nálægt þrjátíuþúsundkallinum!!!! Ok, viðurkenni að ég keypti mér líka sokkabuxur og skóhorn...en thats it!
Það er sum sé dýrara að kaupa föt á barnið heldur en að borga dvölina í sumarbúðunum....athyglisvert!
En auðvitað þurfti ég hvort sem er að kaupa föt á krakkann hvort sem var...svo ég er steinhætt að væla ;)
Ég gat nú reyndar ekki stillt mig um að spyrja eina afgreiðslukonuna í barnadeildinni afhverju þau væru með svona lítið úrval...eða ekkert....í þessari stráka-stærð, og hún sagði að þau væru sko með mikið af þessum fötum, en þetta væri bara svo stór árgangur að þau kláruðust strax!!! hehehehe....oft hefur maður nú heyrt skemmtilegar afsakanir :)

Svo þetta hefur verið dýr dagur...fyrst tannsi og svo föt...ekki kanski heppilegt að standa í svona stórræðum sama daginn..hehe, annars fékk Kristján flúor á tennurnar og er búin að vera þvílíka dramadrottningin síðan, hrækjandi og kveinka sér í tíma og ótíma...á voða bágt og segist ekkert geta borðað vegna óbragðs! Svo skapið er eftir því "gott".
Það var líka hringt í mig frá BT í dag, þeir ætla að prufa að strauja tölvuna hans Kristjáns í von um að geta lagað hana þannig...annars er hún ónýt!

En þetta er nú allt saman alveg dásamlegt og lífið yndislegt :)

Till next...adios

Tuesday, June 03, 2008

Nýja vinnan

Þá er maður byrjaður í nýrri sumarvinnu, er í eldhúsinu á Iðavelli, sem er leikskóli. Verð þar til 18.júlí en fer svo í sumarfrí og nenni ekki að vinna meira í sumar ;) Enda tómt ves að redda Mikael endalaust pössun...svo er ég líka löt, eins og marg oft hefur komið fram, og nenni barasta ekki að vinna meira í sumar :) kanski hjálpa ég jú Sverri bró eitthvað í heyskapnum...fer sennilega eftir því hversu mikið hann verður búinn að heyja þegar ég fer í frí ;)
Annars er þetta fín vinna á Iðavelli, ekkert stress og læti, en samt slatti að gera...verð að viðurkenna að ég er bara þreytt eftir tvo síðustu daga, en það er nú líka kanski vegna þess að þetta er talsvert öðruvísi vinna en sauðburður ;) aðallega heitt að vera svona inni.
Nú eru bara þrír dagar þar til að Mikael fer í sumarbúðir, og ég orðin spent ;) hann líka reyndar, honum finnst samt erfiðast að bíða eftir afmælinu sínu :)

Það er pínu skrítið ástand á heimilinu núna, PS3 tölvan hans Kristjáns biluð, svo stundum snýst hann bara í hringi og veit ekki alveg hvort hann er að koma eða fara...hehe, fór með hana í BT í dag til að láta kíkja á gripinn, sagði afgreiðslumanninum að það lægi ekkert á viðgerð, ég væri alveg róleg, hann glotti bara :D

Svo kom Sigga vinkona í heimsókn í gær, var í skreppiferð frá Norge, var verið að skíra barnabarnið hennar.....hummm, ég harðneita að vera jafngömul og fólk sem á barnabörn! ;)
hehe...
Well...best að elda kvöldmat handa gormunum...

Till next...adios

Sunday, June 01, 2008

1.júní Sjómannadagurinn

Tíminn heldur áfram að fljúga, nú er fyrri sumarvinnunni minni lokið og sú seinni tekur við á morgun. Annars leið maí ótrúlega hratt og var mjög gaman að stússast í sveitinni :)

Ég fór í viðtal upp í skóla á fimmtudaginn, þar var farið yfir þroskamatið sem Mikael fór í um daginn, hann kom bara í meðaltali út úr öllu, og mér fannst þetta bara í góðu lagi, en kennararnir vilja nú samt að hann sé eitthvað skoðaður meira...er nokkuð viss um að það verður ekki hætt að kvabba í mér fyrr en það verður komin einhver athyglisbrest-greining á hann.
Einu sinni var talað um "lyka-börn" þegar börn voru almennt farin að ganga um með húslykla til að komast inn þegar foreldrarnir voru farnir að vinna báðir úti, ég man eftir þessari umræðu síðan ég var krakki, þetta þótti verða æ algengara á stuttum tíma. Í dag held ég að það sé óhætt að tala um "stimpil-börn" það þarf að stimpla þau öll, greina þau öll og troða í hinn og þennan kassann.
Afhverju mega börn ekki bara vera eins og þau eru, misjöfn eins og þau eru mörg???
Ég skil svo sem þegar sum börn eru algerlega stjórnlaus í einu og öllu, að eitthvað verði að gera, en þegar það eru smávægileg vandamál á ferðinni, afhverju er þá ekki bara hægt að leysa þau í rólegheitum án þess að troða börnum í greiningar? Æ það er svo margt sem ég ekki skil...

Var annars í rosa skemmtilegu partýi á föstudagskvöldið, rosa flottur matur og fullt af víni og skemmtilegu fólki, enda stóð fjörið frá kl.19:00-04:00 svo ég var alveg afskaplega þreytt í gær.

Er svo að fara í leynifélagspartý á eftir...og þar verður gaman að venju :)

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili, heilinn í mér ennþá hálf dofinn eitthvað...til hamingju með daginn sjómenn :)

Till next...adios