Saturday, June 30, 2007

Jamm og jæja og fleiri fréttir

Sko, í fyrsta lagi... á maður ekki að blogga eftir 1 stóran bjór og hummmm ca.4 glös af rauðvíni. En þessa kenningu mína er ég búin að brjótaí tvígang í kvöld. 
En samt, ef ég væri ekki pínu "létt" og öggolítði lónlý núna í kvöld, þá hefði ég bara ekki bloggað neitt. Og þá hefðu þið, kæru vinir ekki neitt að lesa...SVo lög má brjóta, eða kenningar ef svo ber undir að mig langar til þess.
Það var nefnilega ýmislegt sem ég gleymdi að segja áðan...t.d að hann Kristján minn er í útlöndum í fyrsta skiptið á æfinni....hummm og er nú bara búinn að fara helmingi sjaldnar en ég til útlanda.
Halló! Er einhver þarna úti sem vill bjóða mér til útlanda?????
Smá útúrdúr
Mikael minn er á Dalvík hjá pabba sínum og ömmu, ekki alveg í fyrsta skiptið á æfinni, en næstum því samt ;)
Svo nú er maður bara allalone svo kanski blogga ég bara meira fljótlega hehe

till next...adios

Friday, June 29, 2007

Fréttir

Jamm og jæja,
Nú er komið að fréttum dagsins...og gærdagsins og fyrragær og þarþarþarþarþarundan.....
Frétt númer 1. = ég sagði upp í vinnunni þann 1.júní sl.
Skrifaði harðort bréf um stjórnunarhæfileikaleysi yfirkellu minnar og hennti því til allra þá sem ég vissi að tengdust FSA á einhvern hátt.
Er reyndar búið að taka mig í viðtal síðan, það voru starfsmannastjóri og yfirmaður fjármála og reksturs sem nánast bara þökkuðu mér fyrir vel unnin störf og sögðu að það væri nú gott að skipta um vinnu...heehhe
Renni nú í grun um hvað yfirkella mín er búin að tjá þeim um mig...eflaust undirrót alls ills :)

Frétt númer 2. og hún er sko ekki síður merkileg en nr.1
Ég er búin að fá inngöngu í Háskólann á Akureyri :)
Svo á haustdögum ætla ég að setjast á skólabekk með krökkunum og fá námslán (vonandi) og tjilla þess á milli....hehehe
Já og ég er að fara að leggja stund á nútímafræði.
Það er nefnilega búið að segja við mig að ég eigi ekki alltaf að hugsa um fortíðina, svo er þá ekki eins gott að læra bara um nútímann ;)

Svo ég er í góðum málum tralllalalala....vonandi, púfff , ég er samt með smá hnút í maganum varðandi peninga mál....hummmmm en só vott.

Já og ps. meðan ég man: Karlmenn eru hér með teknir út af prógramminu hjá mér.
Nenni ekki einusinni að skrifa neitt neikvætt um þá svona er ég orðin þreytt á þessu karlafokki....

Till next...adios