Thursday, January 31, 2008

Myndir
















Hvað er öðruvísi við myndirnar??? Ákvað að skella hér inn skemmtilegum myndum í tilefni þess að það er snjór út um allt! Þessar eru reyndar teknar í fyrra vor, en só vott!
Mig minnir að það hafi verið Árni bró sem fékk þarna útrás fyrir sköpunargleði sína ;)

Till next...adios

Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði...

Og það er bara akkúrat það sem hlýtur að hafa gerst! Hér geysa válynd veður, snjór og rok og vindur og ofankoma, nema hvorutveggja sé ;) Gamli bíllinn minn var næstum á kafi í snjó í morgun, og þar sem að ég sá fram á að þurfa að keyra yfir snjó, þá ákvað ég bara að láta bílinn hreyfingarlausan undir snjónum í dag. Bíllinn minn er nefnilega þeirri ónáttúru gæddur að ef ég keyri yfir einhvern snjó, þá kem ég honum ekki í bakkgír...meikar ekki mikið sens, en svona er þetta nú bara, ég er ekkert klikkuð! Svo virkar miðstöðin ekki heldur, svo það er bara hlýrra að labba sér til hita í bylnum heldur en að sitja í frosnum bíl.
Ég fylgdi Mikael í skólann í morgun (Kristján lasinn heima, með magapest) og svo "skokkaði" ég í skólann. Eftir skóla fór ég svo arkandi til meðritstjóra míns og við lágum yfir þessum blessuðu fréttum og pistlum í allan dag. En svo var hún svo góð að keyra mig til að ná í Mikael og aftur heim :) Það verður sennilega strembnara í fyrramálið, sérstaklega ef Kristján verður ennþá lasinn, því þá þarf ég fyrst að fylgja Mikael og svo hlaupa upp í Sólborg og vera mætt þar kl.08:10 ! Jæja, ég bara vona það besta :)
Það hlaut náttúrulega að koma að því að það kæmi vetur. Hefði auðvitað verið skemmtilegra að eiga bíl sem virkar í snjó, en svona er þetta bara....ég spara þá bensín á meðan :)
Jæja, hélt ég hefði helling meira að segja núna, en svo er víst ekki.

Till next...adios

Wednesday, January 30, 2008

Einmitt

Það bara hrúguðust inn komment hjá mér eftir að ég leysti undur tækninnar með það að hægt væri að kommenta án þess að skrá sig sérstaklega inn...gaman að því. Einnig virðist "aðdáenda" hóp mínum (dyggum lesendum) eitthvað vera að fjölga, þeim örugglega til mikillar gleði og ánægju á komandi bloggum ;) hehe....ég hef bara aldrei auglýst bloggið mitt neitt, sennilega einhver uppgerðar feimni ;)
Annars var ég næstum þunn í morgun eftir hvítvínsdrykkju gærkveldsins (svo drakk ég líka einn bjór á meðan að ég bakaði pönnukökurnar...segi bara engum frá því), en mér til mikillar hrellingar þá var ennþá eftir í hvítvínskútnum þegar klúbbkonurnar kláru fóru, svo ég sé fram á það að ég verði full hérna næstu kvöld að klára úr kútnum! Smá hjálp væri vel þegin ef þyrstir vegfarendur eiga leið hjá...held að svona kútar geymist ekki lengi eftir opnun ;) gúggl gúggl gúggl...
Annars er búið að vera brjál að gera í dag, þurfti reyndar bara á einn fyrirlestur í skólanum, en er svo búin að vera í hóp-verkefnavinnu og svo setið við ritstjórnarstörf. Ég er nefnilega ritstjóri landpostur.is þessa vikuna. Svo nú get ég "drullað" yfir hina aulana sem eru að skrifa fréttir...hehehe, nei annars er þetta nú yfir höfuð ágætt hjá þeim...misjafnlega ágætt en ok! Það er nefnilega ágætis vinna að lesa og gagnrýna yfir 50 fréttir og pistla...
Jæja, ætla að fá mér súkkulaði og fara svo að sofa.

Till next...adios

Monday, January 28, 2008

Áríðandi skilaboð

Ég tölvunörd vikunnar, held að ég hafi búið svo um hnútana að nú geti allir kommentað hjá mér...og þurfa þar með ekki að skrá sig sérstaklega inn!!!! Endilega kommentið og athugið í leiðinni hvort ég sé snillingur eða ekki ;)

Till next...adios

Rokk, rok og afmæli

Hún Gyða litla Árnadóttir Friðrikssonar á afmæli í dag! Orðin 2 ára litla hnátan og óska ég henni og hennar nánustu ættingjum til hamingju með það :) Hibb hibb húrrey!!!

Hér hlánaði og blés nærri öllum snjó í burtu í gær en það frysti aftur nægilega snemma til að skilja eftir skemmtilega mikið klakabúnt yfir öllu. Bílaplanið hjá mér er eins hált og svellið í skautahöllinni, og svo hallar planið náttúrulega, svo þegar ég legg af stað þá stoppast ég sennilega inn í Simensbúðinni niður á Glerárgötu...en það er allt í lagi því ég þarf hvort sem er þar inn til að kaupa mér peru í baðherbergisljósið (rugl að vera með einhverjar svona spes perur...það verður sko bara venjulegur skrúfgangur næst), svo ég get sennilega bara skrúfað niður rúðuna á bílnum (ef hún verður ekki frosin föst) og sagt "eina svona sparperu takk!" og brosað :) Ég man eftir því einu sinni í fyrra vetur, að það það var svo mikill klaki á bílaplaninu og rok...að einn bíll fauk-eða rann á næsta bíl fyrir neðan! Það er bara hreint ekki gáfulegt að búa til bílaplön í halla.
Annars heyrði ég í útvarpinu í morgun að það væri hífandi rok á Akureyri en ætti að lægja um hádegið...held samt að þetta hafi nú gengið yfir í nótt, mér fannst a.m.k ekkert hvasst í morgun og rak strákana miskunarlaust út og lét þá labba í skólann, hafði hvort sem er engan tíma til að keyra þá...á eftir að lesa helling fyrir tímana sem ég er að fara í á eftir...
Svo er ég með saumaklúbb á morgun...veit ekki hvað kom yfir mig, sennilega bara það að janúar er allt í einu að verða búinn og "minn tími var kominn" til að hafa klúbb....íbúðin er að vísu öll á hvolfi og ég hef sennilega lítin sem engan tíma til að laga til....en ég þykist bara verða voða hissa þegar þær skvísur koma á morgun og segi: " jiiii, ég var bara alveg búin að gleyma klúbbnum og þess vegna er bara allt í drasli hjá mér...en komið endilega inn, sem betur fer hafði ég eldað mikinn mat handa strákunum í kvöld og ætlaði meira að segja að gefa þeim smá hvítvín með matnum...skemmtileg tilviljun" :) og svo ef ég gleymi að kaupa peru inn á bað, þá sést hvort sem er ekki skíturinn þar...hehe, ég er bara alveg hætt að hafa áhyggjur af drasli, hef bara slökkt ljós ;)
Jæja, ætti kanski að fara að lesa eitthvað af viti og hætta þessu bulli hér...sem er engum til góðs en engum til hjóðs heldur...hehe, hope ;) (segi ég og fæ algera útrás við að drulla yfir liðið á efri hæðinni og segja hverjir fara í taugarnar á mér og svona...usss, skamm skamm!)

Jæja, ætla að fá mér kaffi úr fínu kaffivélinni minni, henda mér í sturtu og lesa svo...þá er von til þess að ég sofni ekki yfir bókunum ;)
Ps. þetta með rokkið í titlinum, var bara upp á lúkkið ;) hef ekkert um rokk að segja ;)
Passið að fjúka ekki og látið ekki fjúka í ykkur ;)

Till next...adios

Saturday, January 26, 2008

Ofurmamma

Ég tók alveg og tæklaði sjálfa mig í móðurhlutverkinu í dag. Var alveg extra dugleg og byrjaði daginn á að drífa Mikael í skíðaskólann, fór svo sjálf á skíði ásamt Öllu mágkonu, pabba hennar og litlu prinsessunum Guðrúnu Mist og Ragnheiði Katrínu....krakkarnir voru reyndar að æfa og í skíðaskólanum svo við hin renndum okkur bara af mikilli snilld af vild ;) Rosa gaman og gott ef ég er ekki bara pínulítið að bæta mig ;)
Svo eftir skíðin þá dreif ég strákana í sund! Það var reyndar uppástunga frá Mikael, en það þurfti mikin aga og járnvilja að drífa mig með þá, þar sem ég var gjöramlega að leka niður af þreytu eftir skíðin...en ég sat í heita pottinum meðan þeir gösluðust í sundlauginni svo þetta var fínt. Svo fékk ég að leggja mig í hálftíma eftir heimkomu úr sundinu, sem var afskaplega kærkomið ;) Vona bara að ég nenni að vera svona dugleg aftur fljótlega :)
Ég fór á bókasafnið í fyrradag og náði mér i nokkrar "hliðsjónarbækur" en það er svona skemmtilegt nafn yfir þær bækur sem við þurfum ekki að kaupa, en er samt ætlast til að við lesum! Ég er byrjuð að glugga í tvær en það er "Frelsið" eftir John Stuart Mill (honum fanst frelsi einstaklingsins ætti að vera ofar öllu, allir mættu gera það sem þeir vildu svo framarlega sem þeir sköðuðu ekki aðra) ég hef aðeins verið að lesa úr þessari bók á netinu á enskri tungu og er að vonast til þess að íslenska útgáfan sé aðeins auðlesnari. Svo byrjaði ég einnig á að kíkja í "Kommúnistaávarpið" eftir þá félaga Karl Marx og Fridrik Engels (þeir voru náttúrulega byltingasinnar og talsmenn öreiganna). Þessar bækur eru kanski ekki beint léttmeti en ég hlýt að geta klórað mig í gegnum þær!
Jæja, það er kominn matur hjá mér...við tróðum í okkur samlokum og sælgæti eftir sundið svo að kvöldmatnum seinkaði dálítið....hummm...eins gott að það komist enginn að þessari óreglu sem viðgengst á heimilinu ;)
Hafið það gott og verið góð hvort við annað...annað er bannað :)

Till next...adios

Wednesday, January 23, 2008

Vond kona...

Já, stundum velti ég því fyrir mér hvort ég sé ekki bara svolítið vond kona. Sérstaklega þegar að því kemur að dæma aðra. Það er einmitt það sem maður á ekki að gera, dæma aðra, hvaða rétt hefur maður svo sem til þess? En kanski er spurningin sú: afhverju fer sumt fólk í taugarnar á manni??? Það fer satt að segja í taugarnar á mér, þegar annað fólk fer í taugarnar á mér...en sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir. En eins og kanski einhvern er farið að renna grun í, þá kom þetta fyrir mig ekki fyrir svo löngu síðan. Málið er það, að núna eftir að skólinn byrjaði aftur eftir áramót, þá hafa bæst 2 nýjir í bekkinn, tveir tiltölulega ungir strákar (hef annars ekki hugmynd um aldur þeirra en milli 22-25 er örugglega nærri lagi). Annar virkaði bar fínt strax í upphafi, small alveg inn í þennan fína hóp sem bekkurinn minn er (nútímafræðin, svo erum við í kúrsum með fullt af öðrum) en hinn....sko í stuttu máli þá fer "allt sem hann gerir og allt sem hann segir" í taugarnar á mér! Og vá hvað mér finnst það óþægilegt, get samt ekkert að því gert. Bara ef hann opnar munninn (sem er alltof oft) þá langar mig til að segja honum að grjót halda kjafti og hundskast eitthvað í burtu! Já, ég veit, ég á bágt og ætti að skammast mín alveg í tætlur, og skammast mín alveg fyrir þessar hugsanir. Ef einhver lumar á góðu ráði þá væri það vel þegið :) hvernig á maður að hætta að láta fólk fara í taugarnar á sér? Svo hugsa ég líka stundum: "ætli ég fari svona mikið í taugarnar á einhverjum" hummm, en mér finnst það svo ótrúlega ólíklegt að ég fer þá bara að hlæja að þessum hugrenningum mínum ;) hehe...

Till next...adios

Tuesday, January 22, 2008

Heyrnarlaus á öðru...

og hálf blind á hinu...hummm, ég fer að detta sundur bráðum vegna lausra skrúfa eða annara galla. Ég missti heyrn á öðru eyranu í fyrrakvöld, svona næstum bara allt í einu, en ég tel (af því að ég er svo mikill læknir inn við beinið...) að þetta séu eftirstöðvar eftir veikindi mín um daginn. Kristján missti a.m.k líka heyrnina eftir að hann var lasinn þarna um jólin. Þetta er frekar óþægilegt, sérstaklega í tímum, en ég reyni að snúa betra eyranu að kennaranum og þá missi ég ekki af svo miklu ;)
Eitthvað er nú liðið að missa sig þarna í borg óttans! Ég held að það þurfi að skíra Frjálslyndaflokkinn upp á nýtt, Lauslátiflokkurinn væri mun meira viðeigandi og Sjálfstæðisflokkurinn yrði þá Alræðisflokkurinn. Þetta fór annars allt saman mikið framhjá mér alveg þangað til seint í gærkveldi að ég kíkkaði inn á landpostur.is og þar las ég þetta, hann er greinilega alveg að virka þessi fíni miðill sem ég "vinn" hjá ;) Voðalega hafa annars Sjallarnir verið orðinir örvæntingarfullir að komast aftur til valda, og hvað skyldu þeir hafa borið mikið af loforðum og fé á Ólaf (svona alveg fyrir utan borgarstjórnarstólinn í eitt ár), helling er ég hrædd um. Það er allt löðrandi í spillingu og óheiðarleika í þessum málum, og versnar og versnar! Ólafur kallinn, hann langar bara að vera pínu áberandi í smá stund, "njóta síðustu sólargeislanna" koma nafni sínu á spjöld sögunnar, þar sem kallinn er nú búinn að vera lasburða og veiklulegur þá er þetta kanski síðasta hálmstráið....en samt óheiðarlegt, og hver vill komast til metorða á óheiðarleika? Ok, Dabbi Odds er gott dæmi, en svona þar fyrir utan? Jæja, ekki orð um það meir...í bili.
Fór með strákana á Greifann í gær að borða, mér til andlegrar upplyftingar ;) velti því reyndar fyrir mér að gera það að föstum lið, einu sinni í viku eða svo að fara út að borða með stákana....það er bara svo gott að þurfa ekki að elda og VASKA UPP. ;) svo fær Mikael frímiða á Greifann þegar hann fer í skíðaskólann, svo þetta er ekkert svo voðalega dýrt ef maður pantar sér ekki steik þ.e.a.s ;)

Till next...adios

Saturday, January 19, 2008

Ráðning

Jæja, ég fékk þessa fínu ráðningu á draumnum mínum úr síðasta bloggi. Hanna var svo góð að ráða hann fyrir mig og í stuttu máli, merkir hann í frægð, frama og auðlegð. Eitthvað var reyndar líka um snöggt tap á peningum sem maður hafði stritað fyrir og það rættist einmitt í dag, þegar ég fór og keypti skíðaskó, skíðastafi og vettlinga handa mér og skíðaskó handa Mikael. Og borgaði fyrir með peningunum sem ég stritaði fyrir á FSA fyrir jólin ;) hehe... Annars var ég farin að halda að draumurinn hefði verið fyrirboði um stórtap Íslendinag gegn Svíjum, en leikurinn var einmitt daginn eftir drauminn. En Íslendingar fengu aðeins uppreisn æru í dag, þegar þeir unnu Slóvena með 6 marka mun...en áttu samt ekkert spes leik í laaaangan tíma eftir að seinni hálfleikur hófst. Sem var kanski bara ágætt, því það fór pínu í taugarnar á mér lýsingarnar hjá blessuðum fréttamönnunum í fyrrihálfleik þegar "okkur" gekk vel. "Þeim hlýtur að líða eins og trukkur hafi ekið yfir þá", "við erum gjörsamlega að rústa þeim" og þar fram eftir götunum!
Jæja, tölvan að verða straumlaus og ég á leiði í háttinn, ætla að setja Mikael í skíðaskólann í fyrramálið og fara svo á heimspeki-kaffihús :)

Till next...adios

Thursday, January 17, 2008

Draumfarir

Ég segi nú ekki farir mínar sléttar af síðustu draumförun mínum. Ef einhver er flink/ur í draumaráðningum þá óskast ráðning takk, en draumurinn var svona:
Mig dreymdi að ég var stödd í sveitinni og horfi út um eldhúsgluggann (sem snýr í norður) og horfi upp að fjárhúsum og upp í fjall. En þar er alveg gríðarlega mikill snjór, snjórinn er í stórum hengjum og snjóðflóð renna niður annað slagið. Ég segi: "ég hef nú mestar áhyggjur af gangnamönnunum". Allt í einu stendur þá hann Oddur Bjarni við hlið mér og er að fylgjast með þessum snjó-hamförum. "skyldi hafa verið flogið" sagði ég þá, þá segir Oddur Bjarni: "nei, örugglega ekki og þess vegna hef ég ekkert komist hingað" og svo hlær hann ógurlega og segir "voðalega ertu trúgjörn". Þá segi ég:"já, ég er trúgjörn, og það er ljótt að plata mig svona". Allt í einu kemur mikill hrosshópur hlaupandi niður fjallið, á harðastökki og sumir renna og detta í snjónum. Ég velti því fyrir mér hvort þetta séu okkar hross, og tel að svo sé. Eitt hrossið kemur alveg upp að eldhúsglugganum og ég opna hann og klappa því og segi: "já það var nú gott hjá þér að koma bara hingað". Svo gengur hesturinn aðeins frá, til annars hests og ég horfi á þá og hugsa að þeir séu nú örugglega kærustupar. Þá segir Oddur Bjarni allt í einu: " rosalega hefur snjórinn dökknað allt í einu". Ég lít aftur upp í fjall og sé þá að svona svartur blær er yfir snjónum á sumum stöðum, svona eins og sandi hafi verið dreift yfir. Þetta er skrýtið hugsa ég og lít af glugganum og inn í eldhús, lít svo aftur upp og út um gluggann. Þá er allt í einu orðið snjólaust, lekur af þakinu og allt blautt (samt ekkert í líkingu við það að allur snjórinn hefði bráðnað, meira svona eins og það væri að stytta upp eftir góðan skúr), ég hugsa: þetta eru gróðurhúsaáhrifin, en í sama mund sé ég út fjörðinn að þar er að mydast svona eldhnöttur og svona eins og risastórt sólarlag komi æðandi að. Ég geng þá inn í stofu, þar eru þá báðir strákarnir mínir og ég sé líka þessa ógnarbyrtu úr suðri. Ég segi: "aldrei hélt ég nú að þetta myndi gerast á meðan að ég lifði", svo tek ég utanum strákana mína (og er alveg ótrúlega róleg yfir þessu öllu) segi: "ég elska ykkur mest af öllu í heiminum" og svo verður allt svart. Svona ekki ólíkt því þegar slökkt er á sjónvarpi, hvítur punktur í miðjunni. Þarna vakna ég...sem betur fer ;) lít á klukkuna og þá er hún akkúrat 03:30.
Ég verð nú að segja að ég var smá tíma að sofna aftur eftir þennan "heimsenda" draum, fannst líka ógurlega skrítið hvernig hann Oddur Bjarni gat laumað sér þarna inn....hummm!

Af allt öðru og léttara hjali ;) þegar stíflulosarinn flinki var farinn héðan um daginn, þá hefur hann geinilega flýtt sér að búa til reikning, því að reikningurinn var kominn inn í einkabankann minn strax um kvöldið og svo kom bréfreikningurinn í dag...og verð ég að segja að reikningurinn er mjög fyndinn (ekki það að ég sjái neitt eftir þessum aurum, finnst mun skemmtilegra að geta sett í þvottavél og verið þokkalega þurr í fæturnar)
Reikningurinn er svona:
Dagvinna 2.....1,00 klst. 2.294 kr.
Snigill...............1,00.........2.060 kr.
Akstur ZT-765..1,00......1.333 kr.
Trygging.............1,00.........142 kr.
Samtals fyrir Vsk............5.829 kr.
Vsk. 24,5%.......................1.429 kr.
Til greiðslu........................7.258 kr.

Þetta er nú allt gott og blessað, en það sem mér fanst fyndnast við þennan reikning er þrennt, í fyrsta lagi: Snigill! Sem ég reikna með að sé hávaðasama tækið sem hann notaði til að losa stýfluna...og hann tók með sér aftur þegar hann fór, hef a.m.k ekki stigið á snigil í þvottahúsinu ennþá ;) svo notaði hann mitt rafmagn. Svo er það aksturinn....hummm, rúmur þrettánhundruðkall! Það hefði verið ódýrara að taka TAXA! Ég veit að bensínið er orðið dýrt, en common, mér findist nú nær að hækka aðeins tímakaupið hjá manninum, heldur en að okra á akstri. Svo er það þriðja og kanski fyndnasta...trygging 142 kr...hummm, fyrir hvað er þessi trygging? Ef hann dettur á hausinn í bleytunni? Ef að ég er eitthvað leiðinleg við hann? Ef ef ef...humm, svo er þetta svo hlægileg upphæð að ég hefði þá bara hækkað frekar tímakaupið hjá manninum. Hann hlýtur að vera tryggður hvort sem er í vinnunni ;) sem ég held að vinnuveitandi eigi að bera kostnað af...en ekki ég.
Jæja, þetta eru nú bara svona vangaveltur...svo er gjalddagi reikningssins sami dagur og verkið er unnið...svo það er eins gott að borga bara í hvelli og brosa út að eyrum :)

Till next...adios

Wednesday, January 16, 2008

Af afmælum og stússi

Já í dag er merkilegur dagur, því þá eiga þau systkyni Friðrik og Ragnheiður Þórðarbörn afmæli. Friðrik Ingi orðinn svo mikið sem 17 ára (kominn tími á að leggja bílnum og hlaupa...) og hún Ragnheiður Katrín litla 5 ára (vona að ég muni þetta rétt...) óska ég þeim hér með innilega til hamingu :) og bíð spennt eftir rosa veislu ;)
Annars er það helst ég fréttum að ég gafst upp á að bíða eftir að snillingarnir á efri hæðinni gerðu eitthvað í stíflu málum, og þegar allt fór á mesta flot ever hér um hádegið í gær, þá hringdi ég á stíflulosara sem kom eftir 5 min og lagaði þetta á 2 klst. Með hávaða og látum...hélt það væri krókódíll fastur í rörinu eða eitthvað rosalegt! En svo var ég bara að dunda mér enn einu sinni að moka vatninu út úr geymslunni og þurrka gólf hér og þar og allsstaðar...gaman að því ;)
Skemmtilegast þótti mér þó að geta sett í þvottavél...og stelpu greiið hér uppi þorði ekki annað en að koma niður í gærkveldi og spyrja mig hvort hún mætti setja þvottavélina þeirra af stað...og sennilega er þvotturinn þeirra orðinn mjög hreinn, búið að þvo hann 3 eða 4 sinnum...hehe.
Hitti loksins á samvinnuhópinn minn í skólanum í dag, eða sem sé þau sem eru með mér í hóp í verkefnivinnu í Afbyggingu 20.aldarinnar. Við áttum að vera 6 saman, en tvær eru dottnar út og ein var veik, svo við vorum "aðeins" færri en stóð til. Þetta var samt ljómandi góður "hópur" og verður eflaust voða gaman að vinna með þeim í vetur :)
Jæja, ætla að reyna að ákveða hvað ég á að hafa í kvöldmatinn...heilsan ennþá eitthvað að stríða mér, er ekki alveg komin með fulla orku, en vona að það lagist ekki seinna en í gær...
Kanski ég panti bara pizzu...á ennþá afgang af tuttugukallinum sem ég þarf að fara að nota ;)

Till next...adios

Tuesday, January 15, 2008

Rík um stund

"A king for a day" heitir einhver mynd eða eitthvað, minnir mig...ég var aftur á móti "rík um stund" eða ca. 5 min. Kanksi þó lengur, en vissi a.m.k ekki af því. Ég var nefnilega að fá námslánin mín í dag...loksins! Og snillingarnir í bankanum (eða hjá LÍN) lögðu alla upphæðina bara inn á tékkareikninginn minn, en ekki "Námulánsreikninginn". Svo ég átti allt í einu fullt af pening inn á reikningnum mínum og horfði á upphæðina dágóða stund og dæsti af vellíðan...dreymdi dagdrauma og ákvað að verða rík einhverntíman í framtíðinni (þá er ég að tala um peningalega rík tík, er rík af öllu öðru). Svo tók ég nú upp símann, hringdi í bankann og lét þá nú leiðrétta þetta...konan skyldi ekkert í þessu og þakkaði mér fyrir að "benda þeim á þetta". Það var nú samt gengið frá þessu öllu í bankanum, svo þetta er bara klúður hjá þeim, en hún ætlaði sko að breyta þessu fyrir næstu útborgun í vor ;)
En það góða við þetta (fyrir utan það að þurfa ekki að borga geðveika yfirdráttarvexti í augnablikinu) var að bankinn hafði nú eitthvað nýskast við mig...sennilega ekki haldi að ég fengi svona "há" námslán, svo að ég átti rúmar 20.000kr. í afgang :) Jibbí jei! Er að spá í að bjóða bara strákunum út að borða á Greifann í kvöld :)

Till next...adios

Monday, January 14, 2008

Hóst

Ég var bara nærri því búin að gleyma að blogga í dag....mikið að gera, og alltof lítill tími! Ætla einmitt að fara að skríða í rúmið með eina skólabók og lesa eins og ég get þar til að ég sofna! Þarf sko eiginleg að lesa c.a 50 bls. fyrir kl.8:10 í fyrramálið....finnst ykkur ekki gaman að lesa um lærdóminn minn? ;) hehe...
Ég skrifaði fyrsta pistilinn minn inn á landpostur.is í kvöld, vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um, en datt í hug að skrifa um endurvinnslu...ég átti líka til mynd af endurvinnslutunnu í fórum mínum, svo þetta passaði fínt ;)
Svo þarf ég að skúbba einni frétt af fyrir fimmtudaginn...er líka að reyna að finna út úr því hverjir eru með mér í hóp í verkefnavinnu í einu fagi, sendi póst á liðið en hef bara fengið eitt svar! Sem er ekkert gott því að við eigum að skila fyrsta verkefninu á föstudaginn! Ég veit að það er "bara" mánudagur í dag....en ef að dagarnir liðu eins hratt hjá ykkur og þeir gera hjá mér, þá myndu þið hafa svipaðar áhyggjur og ég ;)
Ég er búin að komast að því að ég er alveg ógurlega sjálfmiðuð. Mér finnst bara algjörlega morgunljóst að allir hljóti að hafa gaman af sömu hlutum og ég og finnst alveg furðulegt þegar ég heyri einhvern segja að eitthvað sé leiðinlegt...hummm, en á meðan að þetta hefur ekki alvarlegar afleiðingar í för með sér, þá ætla ég bara að halda áfram að vera sjálfmiðuð og skilja bara ekkert í "þessu skrítna fólki" sem er ekki að hafa sama smekk og ég ;)
Já og bloggið ber yfirskriftina "hóst" í dag af tilefni af því að ég er búin að hósta í allan dag :)
hóst hóst hóst...

Till next...adios

Sunday, January 13, 2008

OMG!!!

Ég get bara ekki orða bundist! Eins og mér finnst nú leiðinlegt að setja út á og gagnrýna aðra (múhahahaha) þá verð ég bara að lýsa því yfir, að mér finnst að sumu fólki eigi ekki að sleppa lausu úr föðurhúsum án þess að kenna því undirstöðuatriði í hvernig hlutir virka!
Nýlegt dæmi, legg ég hér fram sem rök fyrir máli mínu.:
Eins og ég skrifaði í fyrradag, þá var hér allt á floti þegar ég kom heim, eyddi ég dágóðum tíma í að reyna að losa stýflu og þurrka gólf. Svo lagðist ég í rúmið! Seint í gærkveldi þá kemur Kristján til mín (þar sem ég var hálf meðvitundarlaus) og segir mér að allt sé komið á flot í eldhúsinu. Púfff, hefur nú blessaða fólkið sett í aðra þvottavél...hugsaði ég fremur gröm. Jú, allt var á floti í þvottahúsinu, geymslan mín aftur orðin full af vatni og farið að leka inn í eldhús til mín. Ég var ekki uppá marga fiska, svo ég lét mér nægja að þurrka upp af eldhúsgólfinu hjá mér, setja stórt handklæði á gólfið og hugsaði með mér að fólkið uppi hlyti að sjá 10cm vatnslagið á gólfinu þegar það illaðist til þess að hengja upp úr vélinni. Svo sofnaði ég og dreymdi tóma vitleysu, sem tengist þessu hreint ekki neitt, en í stuttu máli þá var komin heilmikil byggð í fjallið sunnan við lækinn heima (sem sé Svertingstaðarmegin) og ég og Þórður bróðir áttum að smala fjallið (eins og eitthvað gæti fengið mann til að smala fjallið "vitlausu" megin;). Þar voru bara nokkrar kindur
og voru þær vel af girtar í 3 hólfum...allt mjög undarlegt...svo breyttist eitthvað af kindunum í ketti með kettlinga, og trust me, það er mun auðveldara að "smala" kindum en köttum! Svo var hellingur af húsum þarna í fjallinu, og haugur af fólki. Jæja, nóg af draumförum mínum...sennilega bara verið búin að taka of mikið af verkjatöflunum góðu ;)
Í dag skóf ég vatnið út úr geymsluni minni öðru sinni og sé að enn er kveikt á þvottavél efrihæðarinnar, ákveð að rabba aðeins við hjúin, rölti upp stigann, banka og eftir nokkur bönk þá kemur húsmóðirin til dyra og eftirfarandi samtal á sér stað:
ÉG: Hæ, þið hafið sennilega tekið eftir ástandinu í þvottahúsinu?
Hún: Hæ, já, ég skil þetta ekki, bara vatn út um allt.
Ég: Það hefur greinilega stýflast niðurfallið.
Hún: Já helduru það.
ÉG: Það var allt á floti þegar ég kom heim úr skólanum á föstudaginn
Hún: Já var það, en skrítið
Ég: Þið hafið sennilega sett í þvottavél um morguninn?
Hún: Já
Ég: Ég var heillengi að þurrka upp og reyna að losa stýfluna. Svo hafið þið sennilega sett aftur í þvottavél í gær og allt aftur farið á flot.
Hún: Já, sko hann maðurinn minn setti bara vélina aftur á stað.
Ég: Já og þess vegna hefur allt fari á flot aftur.
Hún: Ég skil bara ekki hvaðan allt þetta vatn kemur
Ég: Úr þvottavélinni
Hún: En hvaðan?
ÉG: Þvottavélin er tengd við niðurfallið og þegar niðurfallið stýflast þá fer allt vatnið á gólfið.
Hún: Er það? Ég hélt að þetta væri útaf veðrinu eða eitthvað svoleiðis.
Ég: (eftir smá hik vegna þess að ég vissi ekki alveg hvort hún var að grínast, en svo virtist ekki vera) þið megið ekki setja þvottavélina ykkar af stað fyrr en það er búið að laga stýfluna.
Hún: Ok, og hvað eigum við að gera?
Ég: Hringið í leigusalann ykkar og segið henni frá þessu og hún getur sagt ykkur í hvaða fyrirtæki þið getið hringt til að fá stýflulosara.
Hún: Já en hún er flutt til Ísafjarðar
Ég: Þið getið samt hringt í hana og annaðhvort reddar hún þessu eða þið.
Hún: ok, takk fyrir :)

Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að bjóðast til þess að hringja eftir stýflulosun, var nefnilega farið aðeins að þykkna í minni, þar sem í fyrsta lagi virtist fólkið ekki vita hvert vatnið úr þvottavélinni færi, í öðru lagi að setja aftur fokking sömu vélina af stað (var ekki bara hægt að nenna að hengja upp úr vélinni...eða var gólfið kanski of blautt til þess...hummm) og í þriðja lagi að halda að veðrið væri valdur af þessu. ÉG meina ef það væri asahláka og 30 metrar á sekúndu kanski ja...en 4 gráðu frost og stilla...held varla. (Og ef einhver er að velta fyrir sér, þá er svarið já, hún er ljóshærð) tíhí...

Ég beini þeim tilmælum til foreldra vítt og breytt um heiminn að þeir kenni börnum sínum meira um daglegt líf og hversdagslegt amstur eða haldi þeim ella heima til fertugs!!! Það á bara ekki að leggja svona á annað fólk.

Ps. Það eru ennþá einhverjir FÁVITAR að skjóta upp flugeldum! Það á náttúrulega bara að sekta svona fólk...eða dæma það til refsingar, eins og að þurrka upp af gólfinu hjá mér ;)
Búin að fá gremjuútrás í bili...

Till next...adios

Einkunnir

Jæja, var víst búin að lofa að setja inn einkunnirnar mínar, og ég verð víst að standa við það! Ég ákvað að setja líka inn meðaleinkunn úr áföngunum, svona til að þið sjáið hvernig ég stend mig miðað við hina (þetta er aðallega gert í þeirri vona að lægstu einkunnirnar líti ekki eins illa út)...hehe: Njótið vel ;)

Hugmyndasaga: 5,5 (meðal eink. 5,7)
Vinnulag í hug-og félagsvísindum: 6,5 (meðal eink. 6,7)
Inngangur að þjóðfélagsfræði: 7 (meðal eink. 7,1)
Iðnbylting og hnattvæðing: 8,5 (meðal eink. 7,1)
Myndfræði og myndnotkun í fjölmiðlum: 9 (meðal eink.8,6)

Svona lítur þetta út sem sé...ég er a.m.k ánægð með að hafa náð öllu í fyrstu atrennu og án þess að gera eins og sumir sem mættu ekki í próf, fengu vottorð og mættu í upptökupróf, svona til þess að hafa rúman mánuð til að lesa meira! Það var sko ekki rassgat að þessu fólki! Veit um a.m.k 4 sem gerðu þetta í hugmyndasögunni...mér finnst þetta næstum jafnast á við svindl. En ég hef góða samvisku yfir því sem ég hef gert í skólanum, mætti kanski vera aðeins duglegri að lesa stundum (oft) en það stendur til bóta :)

Nú hljóta námslánin að fara að detta inn eftir helgi, eins líka gott, því að vextirnir á yfirdrættinum í bankanum (sem eru þó skaplegri en "venjulegir" yfirdráttarvextir) eru komnir upp í 15%! Mér reiknast svo til að bankinn sé búinn að draga um 20.000kr. af lánunum mínum í vexti fram að áramótum....svo bætast náttúrulega við þessir 14 dagar sem liðið hafa af þessu ári...þetta er óforskammað og ég skil hreinlega ekkert í þessum fleirihundruðogfimmtíu námsmönnum sem hafa endalaust látið bjóða sér þetta. Námslánakerfið er eins úrelt og vídeótæki!

Heilsan er að batna, hef nú samt ekki farið út fyrir dyr í dag, og ætla mér ekki að gera það. Stefni bara á að verða full hress fyrir kl.10:55 í fyrramálið og mæta þá í tíma. Það bjargaði mínu heilsufari annars alveg í gær að ég fann einhver rótsterk verkjalyf inn í skáp, eitthvað sem ég hafði fengið þegar endajaxlarnir voru dregnir úr mér fyrir tæpum 2 árum síðan! Töflurnar voru að vísu örlítið útrunnar, en ég tók sjensinn og skellti smá í mig og gat eldað kvöldmat og skammast í strákunum...í kvöld ætla ég hinsvegar að panta einhvern mat utan úr bæ...kanski austurlenskan ;)

Till next...adios

Saturday, January 12, 2008

Ææ mig aumar...og leiðrétting

Best að byrja á því að leiðrétta smá villu síðan í gær, miðillinn sem ég er orðinn blaðamaður hjá er inn á slóðinni: http://landpostur.is sem sagt ekki með greini eins og ég skrifaði greinilega í gær...
Ég hef aðeins þá afsökun að ég hlýt að hafa verið að byrja að verða veik þegar ég skrifaði þetta...það heltist nefnilega yfir mig lasleiki í gærkveldi, næstum því bara allt í einu. Kanski komin með pestina sem Kristján fékk fyrir jól, ég var bara svo lengi að fatta að hann smitaði mig ;/
Annars er þetta óþverra pest, hræðilegur hausverkur, hræðileg hálsbólga, hræðilegir beinverkir og sfrv. mér er bara alls staðar illt ! Svo er heldur ekki mikill friður til að fá að vera veikur í friði hér á þessu heimili. Skæl skæl...ætla að skríða aftur í rúmið.

Till next...adios

Friday, January 11, 2008

Blaðamaður

Jamm, það tilkynnist hér með að ég er orðinn blaðamaður hjá "landpóstinum" (landposturinn.is). Þar mun ég koma til með að skrifa fréttir og pistla inn tvisvar í viku a.m.k. Var nefnilega að byrja í áfanga í dag sem heitir "Inngangur að fjölmiðlafræði" og það virðist vera svolítið meira en bara inngangur, því við eigum að halda úti fréttavef og bæði senda inn fréttir/pistla og ritstýra og gera verkefni og taka próf...og lesa helling (dýru bókina t.d). Þessir áfangar sem eru byrjaðir þessa önnina eru rosa spennandi, en virðast vera algerlega yfirfullir af verkefnavinnu! Og þá meina ég verkefnaskil minnst einu sinni í viku, stundum oftar.
Ég er byrjuð í :
Inngangur að fjölmiðlafræði
Afbygging 20.aldar (sem er kennt á ensku, prófað á ensku og verkefnaskil á ensku) það sem bjargar þessum áfanga að við erum með hryllilega skemmtilegan kennara af Ítölskum ættum. Og
Upplýsingarýni
Svo byrja eftir helgi:
Siðfræði og álitamál
Félagsvísindatorg II
og
List og fagurfræði (ef ég fæ að skrá mig í það, ekki búin að fá svar)
og svo er kennt í lotu í mars og apríl
Ljósvakamiðlun (sem Sigrún Stefánsdóttir kennir)
That´s all folks ;)

Þegar ég kom heim úr skólanum rétt eftir hádegið í dag, þá blasti ekki við mér fögur sjón, aftur hafði stýflast niðurfallið inni í þvottahúsi og allt á floti! Flætt bæði inn í geymslu hjá mér og inn í eldhús (í gegnum vegginn). Svo ég var lengi vel að "drullusokkast" í niðurfallinu og setti líka stýfluleysi, vona að það virki. Samt finnst mér þetta skrýtið að það stýflast svona allt í einu. Ég þvoði tvær vélar í gær og það kom ekki dropi uppúr niðurfallinu og bennti ekkert til þess að það væri að stýflast. Svo setja turtildúfurnar uppi greinilega í vél í morgun (vatnið var sko ennþá volgt á gólfinu) og fara og allt fer á flot! Spurning hvort þau eru með sement í vösunum...hummm! Þetta er a.m.k ansi pirrandi.
Jæja, held ég sé búin að blogga nóg í dag, svo enn verður sagan af "álögum vondu nornarinnar" að bíða.

Till next...adios

Thursday, January 10, 2008

Skóli á ný

Þá er skólinn byrjaður aftur. Reyndar var mjög stuttur dagur í dag, búin fyrir kl.10 í morgun ;) Fór svo heim og byrjaði að taka niður jólaskrautið, er ekki alveg búin en þetta kemur.
Svo fór ég að kaupa skólabækur, keypti 4 bækur af 12 sem ég þarf að nota núna á vorönn og þessar 4 bækur náðu nú samt að kosta rúmar 15.000 kr. !!! Ein bókin bar nú samt alveg af í verði og kostaði 6.500 kallinn, svo hún hleypti nú verðinu dálítið upp. Annars voru 3 bækur ekki fáanlegar (og ég fór nú að vona að þær fáist bara ekkert ef þær verða jafn dýrar og hinar;) 3 bækur keypti ég notaðar (og ekkert búin að borga þær neitt) og 2 bækur átti ég fyrir. Svo núna er ég að veða nokkuð klár fyrir skólann :)
Annars var voða gaman að byrja aftur og hitta skemmtilega ruglaða fólkið sem er með mér í bekk, við stóðum alveg í klukkutíma fyrir utan skólann og kjöftuðum :)
Svo fékk ég einkunn fyrir ritgerðina mína í Iðnbyltingu og hnattvæðingu, en hún var um þjóðfélagsþróun á Íslandi frá 1850-1950, helstu breytingar og svoleiðis, og ég fékk 9 í einkunn! :)
En lokaeinkunnin í áfanganum er ennþá ekki komin inn, svo námslánin og einkannalistinn minn hér á blogginu verða að bíða ögn enn...
Annars skrifaði ég skrifstofustjóranum mínum tölvupóst áðan og spurði hvort ég gæti ekki skráð mig í auka val fag, þá tek ég 17 einingar á vorönninni, en hvað hefur maður svo sem annað að gera ;) hehehe...

Jæja, ætla að láta duga að fjalla um skólamál mín í dag, læt pistilinn um "álög vondu nornarinnar" bíða til morguns.
Veðrið er geggjað og ég gæti hneggjað af gleði :)

Till next...adios

Wednesday, January 09, 2008

Afmæli

Já, hann Þórður bró á afmæli í dag...veit ekki alveg hvort hann vill láta aldur síns getið, en það eru tvö ár síðan hann varð fertugur ;) Til hamingju með afmælið :) Ég velti því reyndar fyrir mér í gær, að ef hann hefði fæðst einum degi fyrr þá hefði hann eflaust orðið frægur söngvari, a.m.k. voru bæði Elvis Presley og David Bowie fæddir í gær...eða þar að segja 8.jan. Já, einn dagur getur skipt sköpum ;)
Nú byrjar skólinn á morgun, eldsnemma kl.8:10 gott að ég er í æfingu að vakna snemma ;) Svo þarf ég að fara í bæinn og kaupa bækur. Nennti því ekki í dag, varla tekið hart á því svona fyrsta daginn...veit meira að segja af einni sem keypti sér engar bækur á síðustu önn, hún fékk þær bara á bókasafninu! Enda í sálfræði....;) þar sem skrítna fólkið á heima ;) hehehe...bara grín!

Stundum er ég voða voða lengi að hugsa og taka ákvarðanir, aðallega þó í sambandi við einhver smámál. Núna er ég t.d búin að taka þá ákvörðun að drífa mig í líkamsrækt,(er búin að hugsa um það síðan í haust sko) nota stutta daga í skólanum til þess að henda mér í ræktina og vera búin að því áður en að strákarnir koma heim úr skólanum! Gott plan ha. En núna get ég ómögulega ákveðið mig hvert er nú best að fara í ræktina! Það eru heilar 3 líkamsræktarstöðvar sem koma til greina. Ein er stutt frá og hefur mjög góð tæki, en er víst frekar lítil og illa loftræst. Önnur er ekkert mjög langt frá og er ný og flott og dýr, með heitan pott á þakinu. Þriðja er líka nýleg, flott með heita potta, góðan anda og félagsstarf, en er lengst út í þorpi. Svo nú er ég bara að hugsa og hugsa, og alveg spurning hvort ég verð búin að taka ákvörðun þegar vorar...

Till next...adios

Tuesday, January 08, 2008

Jólin búin

Þá eru jólinn liðin og ég orðin löt að blogga aftur...hehe ;)
Nei, ætla nú að reyna að standa mig eitthvað í þessu, bara mikið að gera hjá mér, vinna og fá gesti :)
Nú á ég BARA eftir að fá inn eina einkunn, og það verður nú gaman þegar ég get sett inn allar einkunnirnar mína hér á bloggið, ykkur til gleði og ánægju. Þær góðu til ánægju og þær lélegu til að hlæja að ;) hehe...hvað geri ég ekki fyrir ykkur???
Reyndar verður ennþá skemmtilegra þegar allar einkunnirnar verða komnar inn og ég fer að fara að fá námslánin mín ;) mér óar sá peningur sem bankinn hirðir af mér í vexti! Það á náttúrulega að breyta þessu námslánakerfi í hvelli, og gera þar með bönkum aðeins erfiðara um vik við að féfletta fátæka námsmenn, nóg gera þeir nú af því samt!
Ég redda þessu þegar ég kemst inn á þing,...eða verð forseti :)
Fór reyndar að velta því fyrir mér í dag, af því að nú fara launin að hækka næstu mánaðarmót, að þessar launahækkanir eru kanski ekkert svo voða sniðugar, því það hækkar bara allt annað um því sem það nemur, og oft gott betur en það!
Ég væri alveg til í að halda bara ágætis launum og halda verði á matvöru og öðrum nauðsynjum í lágmarki. Nógu voru þeir nú snöggir að láta lækkaðan virðisauka renna í ranga vasa. Ég er sko farin að borga alveg það sama fyrir innkaupakörfuna mína núna og ég gerði fyrir ári síðan...og sennilega bara meira en það.
Og hvaða glóra er í því þegar sumir eru með 100.000 kr. í mánaðarlaun þegar aðrir eru með 10.000.000 kr.??? Ekki að ég öfundist neitt út í "ríkisbubbana", á alveg nóg fyrir mig og mína, mér bara finnst þetta svo asnalegt. Það eru náttúrulega sjálfstæðisbúbbarnir sem eru búnir að einkavæða allt og hrinda af stað þessum ógurlega launamismun!!! Og SVEI- attan Dabbi stýrivaxtastjóri!!! Hóflegur launamismunur og lægra vöruverð, then we are talking ;)
Ja hérna, ég bara komin út í kjaramálin...isss, alveg hætt því núna. Ætlaði reyndar aðeins að tala um skólamálin! Það eru nefnilega skólaviðtöl í skólanum hjá strákunum á morgun, og ég fékk að vita í gær hvernær ég á að mæta með Mikael og í dag hvernær ég á að mæta með Kristján! Vei, þetta eru nú aldeilis snillingar í skipulagningu. Samt var skipulagsdagur hjá þeim rétt fyrir jólin ;) hehe...Og ef mér reiknast rétt þá hef ég 0 min til að hlaupa á milli viðtala!
Og Kristján boðaður í viðtal hjá umsjónakennaranum sem hann hætti að hafa fyrir rúmum mánuði síðan! Sennilega vill hún ekki sleppa af honum hendinni. Reyndar væri ég líka til í að sleppa þessu viðtali með Kristjáni, þessi kella minnir mann nefnilega svolítið á fuglahræðu, maður veit ekki alveg hvort maður á að óttast hana eða bara hlæja...svo ég er næstum jafn stressuð og Kristján ;)

Jæja, best að undirbúa sig andlega og fara bara að sofa :)

Till next...adios

Sunday, January 06, 2008

Þrettándinn

Jæja, ég held bara að ég hafi haft það af að blogga alla dagana frá því að fyrsti jólasveinninn kom og þar til sá síðasti fór....nema einn dag! Ætla nú samt ekki að halda því fram að þetta hafi allt saman verið "gáfumannahjal" eða eitthvað, en þið verðið að taka viljann fyrir verkið ;)
Núna meira að segja er klukkan bara 5 min í tólf, en ég var staðráðin í því að ná þessum degi líka!
Þetta verður samt stutt...vinna á morgun og svona.
Ég gleymdi að minnast á það að ég eignaðist forláta sófa núna rétt um daginn, föstudaginn sennilega, var rétt búinn að fá hann í hús þegar Árni bró, Sigga Lára mág. Gyða frænk. og mamma komu í mat til mín :)
En þetta er þvílíka djásnið, leður-hornsófi dökk grænn og sér varla á honum :) Ég er alveg ofsalega ánægð þegar gott fólk sem ég þekki kaupir sér nýja hluti og eftirlætur mér þá "gömlu" :o)
Enda var gamli sófinn minn orðinn meira en lítið ljótur, slitinn og búinn að þjóna sínu hlutverki ! Held ég hafi keypt hann fyrir 15 árum síðan, í Augsýn (sem er löööööngu hætt) og þá kostaði hann 90.000 kr. sem ég greiddi í þrennu lagi. Mætti bara á staðinn og borgaði einu sinni í mánuði, ekkert skuldabréf eða Vísa rað kjaftæði, bara traust og staðið við sitt :)

Hætt og farin að sofa, hafið það gott og hagið ykkur fallega :)

Till next...adios

Saturday, January 05, 2008

Tólfti í jólum

Búin að vera á leiðinni til að blogga í allan dag, og haft mikið að segja og mikið verið að hugsa... en núna loksins þegar ég kem því í verk, þá man ég bara ekkert hvað ég ætlaði að röfla um!

Er loksins komin með einkunn fyrir rolluritgerðina mína, hún var nú ekki há, en ég náði samt ;) fékk 5,5 isss, er alveg fullviss um að það var bara vegna þess að sá eða sú sem fór yfir ritgerðina hefur ekki haft hundsvit á íslensku sauðkindinni...og eflaust ekki þótt hún nógu "fræðileg". Það verður gaman að fá hana til baka þegar skólinn byrjar ;) Það er nú samt ekki búið að henda inn lokaeinkunn fyrir mann úr þessum áfanga, svo mig vantar ennþá 2 lokaeinkunnir. Hef nú samt sterklega á tilfinningunni að ég fái 6 eða 6,5 í þessum vinnulagsáfanga.

Ég fór með strákana í göngutúr í dag, og lét þá LABBA (ekki hjóla) og það virðist hafa borið einhvern árangur því að Mikael sofnaði kl.21:00 eða yfir "laugardagslögunum" ég lái honum það reyndar ekki...og þegar ég var farin að njóta kyrrðarinnar á heimilinu, dásama það hvað hann sofnaði nú snemma og sest niður við tövluna til að skrifa þetta þá var kallað: "MAMMA"! Og kappinn kominn á fætur og heimtar að fara í tölvuna! Tók það nú reyndar ekki í mál og er á leiðinni til að koma honum í rúmið aftur! Nú er stefnan að reka þá með harðri hendi á fætur kl.9 í fyrramálið! Ég skal koma réttu róli á liðið með góður eða illu!

Það var eitthvað partý á efrihæðinni í gærkveldi, en samt ekkert sem hélt fyrir manni vöku (það er svona þegar maður fer seint að sofa, þá er erfitt að halda fyrir manni vöku) en svo hélt það greinilega áfram um hádegisbilið í dag, þegar SingStar hefur verið dregið fram með tilheyrandi hávaða. Já, ég get bara með góðu móti ekki kallað þetta söng, sem ég heyrði óma hér í gegnum steinsteypuna...söng hæfileikarnir virðast liggja á sama stigi og píanó hæfileikarnir...hehe.

Jæja, verð að koma kappanum aftur í rúmið á meðan að hann er ekki full vaknaður, ef það gerist þá verður ekki farið að sofa fyrr en eftir 2 ;)

Till next...adios

Friday, January 04, 2008

Ellefti í jólum

Þetta átti að vera dagur dugnaðar og framkvæmda. Skóflaði strákunum í skólann og fannst bara ganga ágætlega að koma þeim af stað þótt seint væri farið að sofa í gærkveld. En rúmum klukkutíma síðar (einmitt þegar flestir staðir sem ég þurfti á voru að fara að opna) þá var hringt úr skólanum og mér tjáð að Mikael væri illt í maganum og ég vinsamlegast beðin um að sækja piltinn.
Verð bara að viðurkenna hvað ég er leiðinleg, því ég varð hálf fúl. Hummm...hvað með daginn sem ég ætlaði að hafa fyrir mig til kl.16? Vissi líka að fyrst að hann hvorki var ælandi né með niðurgang, þá var þetta bara svona "stress-þreytu-vil vera heima" magaverkur. Held að ég hafi sótt hann 3-4 sinnum í leikskólann í fyrravetur eftir svona "magaverks" hringingar frá leikskólanum, og hann varð alltaf þrælsperrtur eftir klukkutíma eða svo. Meira að segja einu sinni snar lagaðist hann í maganum bara við það að labba frá leikskólanum og heim...sem eru ca 20 metrar.
En jæja, guttinn var sóttur og öll tövuleikjanotkunn harðbönnuð! Fyrst ég mátti ekki hafa það næs ein heima, þá yrði sko engin skemmtun í gangi fyrir neina aðra heldur! (Maður á nú kanski að hafa vit á því að þegja bara yfir þessari illkvittni sinni). Svo Mikael bara sofnaði af leiðindum og ég lagðist í tölvu stúss og fór að borga í gegnum netið það sem ég hafði ætlað að greiða á staðnum. Komst þá að því að ekki voru námslánin ennþá komin inn. Mundi nú samt vel eftir því að þegar ég gekk frá þessum málum í bankanum í haust, þá spurði ég sérstaklega hvort ég þyrfti eitthvað að gera aftur um áramótin, eða hvort það kæmi bara áfram inn á reikninginn minn. Og auðvitað þurfti ég ekki að gera neitt...peningarnir myndu bara dælast inn eins og ekkert væri.
Svo ég hringi í bankann....og spyr...og þjónustufulltrúinn segir að það sé ekkert komið inn ennþá frá LÍN fyrir haustönnina og þess vegna sé ekki byrjað að borga mér fyrir þessa önn. Ok, nokkuð sanngjarnt, en allt í lagi að fá að vita það í haust kanski...ég sagði að ég væri ekki búin að fá allar einkunnir, vantar ennþá tvær!(girrr) og þess vegna eðlilegt að ekkert væri komið frá LÍN, þá spurði hún mig eins varlega og hún gat: "og hvernig helduru að þér hafi gengið"? Ég svona...ha, ertu að meina hvort ég haldi að ég hafi náð prófunum? "Já, einmitt". He he...ég sagði nú að ég hefði náð prófunum, en þar sem að það voru ritgerðarskrif í þessum áföngum væri ekki enn komin inn einkunn en ég skyldi ýta á eftir því. Þá lofaði þessi fíni þjónustufulltrúin því bara að láta leggja inn á mig námslánin (eða sko yfirdráttinn hjá bankanum) og baðst bara innilega afsökunar á þessari töf! Ég er nú reyndar enn að bíða. Ekki komin króna inn bara fullt af reikningum út... Er núna voða voða fegin að hafa unnið nokkra daga í gömlu vinnunni minni í desember og fengið útborgað fyrir áramót...og ekki haft rænu að eyða því í neina vitleysu ennþá, eins og planið hafði verið ;)
Jæja, ætla að fara og vekja litla "sjúklinginn" minn og þræla honum með mér í búðina ;)

Till next...adios

Thursday, January 03, 2008

Tíundi í jólum

Ennþá næstum jafn mikil leti og í gær, en þegar ég var að límast yfir tölvunni með Mikael í enn eitt skiptið, þá sá ég að við svo búið yrði ekki unað!
Nú skyldi farið í göngutúr! Mikael uppá stóð það að fara á hjóli og þar sem allar götur og gangstéttar eru mar auðar eins og um hásumar sé, þá leyfði ég honum það. Ég var nú samt ekki alveg að fatta góða veðrið úti og dúðaði mig sem um hávetur væri. Þetta hefur eflaust verið spaugileg sjón, Mikael hjólandi á undan mér og ég hálf skokkandi á eftir honum í dúnúlpu og með loðhúfu á hausnum! Ekki nóg með það, þegar ég kom heim þá höfðu böndin á húfunni og hárið á mér bundist svo miklum tryggðarböndum að ég þurfti að klippa húfuna lausa af hausnum á mér!
Þessi útivist sem átti að stuðla að þvi að Mikael yrði þreyttur og færi snemma að sofa í kvöld, varð til þess að ég kom heim löðursveitt og dæsandi með fasta húfu á höfði, Mikael aftur á móti hinn hressasti og ekki vitund þreyttur eftir að hafa setið á hjólinu og haft lítið fyrir þessu.

Svo kemur Kristján heim með flugi í kvöld, skóli hjá strákunum í fyrramálið og lífið fer að taka á sig hinn "eðlilega" vanagang á ný :)

Till next...adios

Wednesday, January 02, 2008

Níundi í jólum

Já, jólin ekki búin enn, þótt þau líði senn ;)
Verð að viðurkenna svakalega gleymsku mína í gær, við skrif "annálsins" ég gleymdi að minnast á þann stórviðburð þegar Kristján fermdist! Já, litli strákurinn minn komst í fullorðinna manna tölu á nýliðnu ári.
Einnig var ég óvanalega menningarleg á síðasta ári, fór á nokkrar myndlistasýningar, nokkrar leiksýningar og nokkra tónleika...einnig vann ég það afrek að fara nokkrum sinnum á skíði ;)

En dagurinn í dag er búinn að vera með afburðum rólegur...dagarnir síðustu búnir að vera hver öðrum rólegri!!! Vonadi ekki bara lognið á undan storminum ;)
Við Mikael fórum þó aðeins út fyrir dyr, ég skellti mér í "skilamennsku" og skilaði þeim örfáu jólagjöfum sem ekki þóttu "eigulegar" eða voru þegar til á heimilinu. Þetta var nú mjög lítið, eða einn geisladiskur og ein dvd mynd og báða þessa pakka fékk Kristján. Hann átti reyndar fyrir dvd myndina og langaði ekki að eiga Mugison diskinn...hefur greinilega ekki sama tónlistarsmekk og þorri þjóðarinnar, held að þetta hafi verið söluhæsti diskurinn!
Svo fór ég á bókasafnið og skilaði nokkrum bókum.
Ég keypti svo minnis-kort í PS2 tölvuna fyrir Mikael og eftir það sátum við og "söfnuðum köllum" í StarWars 2 leik. Fjör fjör fjör ;)
Sem sagt RÓLEGT, nú er ég að hita upp afgangana af afgöngunum síðan í gær og á ekki von á miklum sviptingum það sem eftir er dagsins.
Reyndar heyrði ég í honum Kristjáni mínum aðeins í dag og á von á að hann komi heim á morgun :)

Till next...adios

Tuesday, January 01, 2008

Nýársdagur

Gleðilegt nýtt ár !
Já, það er víst komið árið 2008. Það byrjaði reyndar mjööööög rólega, því við Mikael fórum í sveitina í gær og ákváðum vegna leti, roks og góðs félagsskapar að dvelja þar yfir nóttina, sem varð til þess að við fórum afskaplega seint að sofa...spiluðum póker við Árna bró og Sverrir bró langt fram á nótt og vöknuðum því ekki fyrr en um hádegið! Maður sefur líka svo vel í sveitarökkri og roki :)
Komst annars að því í nótt og í dag líka að ég er ekki góður pókerspilari og eins gott að ég reyni ekki fyrir mér í þeim bransa með alvöru peningum!
En ef ég fer aðeins örstutt yfir farinn veg sl.árs og stikla á stóru þá hljómar "annáll" ársins 2007 einhvernvegin svona:

Árið byrjaði kanski á því að Nonni bró bað hennar Kathleen sinnar og hún sagði "já", svo mikil gleði ríkti í Brekku á nýársnótt. Sú gleði breyttis svo í sorg þegar pabbi fékk heilablóðfall í endaðan janúar og lést eftir viku legu á sjúkrahúsi aðfaranótt 4.feb. Eitthvað sem maður getur kanski alltaf átt von á en á samt aldrei von á. Varla farin að fatta þetta ennþá.
Svo leið tíminn eins og vanalega með vinnu og heimilisstörfum...man ekki eftir neinum sérstaklega merkilegum atvikun fyrr en ég tók þá stóru ákvörðun að segja upp störfum mínum sem matartæknir í eldhúsi FSA eftir tæpl.16 ára starf. En þessi merkilegi atburður átti sér stað 1.júní. Ég var búin að sækja um skólavist í Háskóla Akureyrar og einnig um annað mötuneytastarf (sem mig langaði nú satt að segja ekkert í, en sótti um svona "djust in keis"). Það varð úr að ég fékk inn í háskólanum og varð ég himinsæl, en samt líka pínu stressuð en það var nú kanski aðallega út af þessum skyndilegu breytingum, og vonadi ekki óeðlilegt. Ég fór í sumarfrí í endaðan júlí og var þar með hætt í vinnunni :) Þegar ég var komin í sumarfrí þá fannst mér ég hafa lítð að gera og tók upp á því að fara út að skokka og var bara orðin nokkuð öflug í því. Svo öflug að ég ákvað að láta reyna á að hlaupa 10.km í Reykjavíkurmaraþoni þann 16. ágúst. Það gekk bara þrælvel og ég var ekki þreyttari en svo að ég keyrði bara norður aftur stuttu eftir hlaup ;) Svo tók ég einnig þátt í Akureyrarhlaupinu þann 15.sept. og náði að hlaupa undir klukkutíma, sem var markmið hjá mér. Svo tók ég þátt í einu vetrarhlaupi þann 30.okt og ofgerði hnénu á mér eitthvað, það hefur amk ekki viljað leyfa mér að hlaupa mikið síðan en vonandi fer það nú að lagast.
Svo settist ég á skólabekk Háskólans á Akureyri í endaðan ágúst!
Fann mig strax mjög vel þar, er að læra nútímafræði og er í alveg einstaklega skemmtilegum bekk.
Já og ekki má gleyma brúðkaupi ársins; þegar Nonni og Kathleen giftu sig með prompi og prakt í lok ágúst.
Tók svo þátt í Kabarett Freyvangsleikhússins í haust og skaust einnig í örstutta leikferð, með félaginu, með stuttverkið "Hlé" á stuttverkahátíð í Borgarleikhúsinu....Fame fame fame ;)

Örugglega hafa nú gerst fleiri merkilegir atburðir þetta nýliðna ár, en ég man bara ekki eftir fleirum akkúrat núna ;) svo ég læt þessum annáli lokið og nú horfir maður bara bjartsýnum og vongóðum augum fram á veginn og tekst á við nýtt ár :)

Till next...adios