Tuesday, January 27, 2009

Völvuspá ;)

Eins og fram kom í síðasta bloggi mínu, þann 22.jan, þá spáði ég stjórnarslitum fyrir 26.jan. og viti menn...stjórnarslitin urðu bara akkúrat 26.jan ;) svo ég tilnefni hér með sjálfa mig sem völvu vikunnar ;)

Annars er tilefni þessarar bloggfærslu minnar í dag, sú að ég er stórhneiksluð! Það liggur sum sé í loftinu að Jóhanna "minn tími mun koma" Sigurðardóttir, verði næsti Forsetisráðherra landsins og mér lýst bara ljomandi vel á það og finnst einmitt merkilegt að núna loksins sé KONA á leiðinni í þetta embætti...sú fyrsta hér á landi.
Svo er ég að skoða visir.is áðan og þar er bara fyrsta frétt: Fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann" Halló! hvaða fuck máli skiptir kynhneigð hennar? Það eitt að hún skuli ekki vera með typpi, (sem virðist alltaf vera aðal málið og leitt hefur þjóðina í ógöngur-því typpum virðist oft (ekki alltaf) fylgja græðgi yfir það að komast yfir sem mest...)já, hvar var ég...humm, já sem sagt Jóhanna er kona og það er merkilegt hversu langt hún hefur náð í þessum karlaríkjum stjórnmálanna...og því ber að fagna, og ekki síður því að hún virðist vera eina KONAN með viti í þessu argaþrasi þarna um þessar mundir!
En að draga kynhneigð hennar inn í þetta, finst mér ósmekklegt og óviðkomandi því sem hún stendur fyrir á þingi.
Ég tek það fram að ég hef alls ekkert á móti hommum eða lesbíum og finst það algert aukaatriði við persónuleika fólks, eins og það er rauðhært eða dökkhært...og þar fyrir utan verð ég bara að upplýsa það að ég hafði ekki hugmynd um að Jóhanna Sig.væri samkynhneigð...og var einmitt að frétta af Páli Óskari um daginn ;) hehe...

Jóhanna Sig. fyrsta gráhærða konan sem forsetisráðherra ;)

Lifi Ísland :)

Till next...adios

Thursday, January 22, 2009

Bylting

"Megir þú lifa áhugaverða tíma" segir í Kínverskri bölbæn, eitthvað virðist þetta að vera að koma fram hér...kanski einhver Kínverji verið fúll eftir allar kínverjasprengingar hér öll áramót og skellt þessu á landann ;)
Annars byrjaði vikan á smá pirringi út í allt og allt...mánudaguar virðast ætla að verða ansi strembnir, sérstaklega að sitja seinnipartinn á fyrirlestri í 90 min án pásu...og um Austur Asíu...þarna kemur bölbænin aftur fram ;) hummmm...
En þegar ég kom heim um 6 leytið á mánud. þreytt og búin á því, þá var það fyrsta sem ég sá að rusl flæddi hér út og uppúr öllum ruslatunnum! ARG...og þar sem rusla kallarnri sætu koma alltaf á þriðjudags morgnum, þá þurfti ég að byrja á að "laga til í ruslinu". Kenni þessu leikhúspakki sem er um helgar á efstu hæðinni um stóran hluta af þessu...og svo eru þau líka voða dugleg að henda vínflöskum í ruslið...og ég sem hélt að þetta listabóheim pakk væri svo náttúrvænt og umhverfiselskandi...
Talandi um leikhúspakk...mér var óvænt boðið í leikhús á laugardagskvöldið og var náttúrulega svakalega ánægð með svona leikhúsboð :) en var ekki alveg jafn ánægð með sýninguna "Falið fylgi". Það var svo sem margt gott, smá fyndið og vel leikið, en það var bara einhvern vegin byrjað á mörgu sem var aldrei klárað. Svona pínu eins og höfundurinn hafi byrjað á einhverri hugmynd og svo fengið aðra hugmynd og því ekki klárað fyrstu hugmyndina...það var svona ýjað að og gefið í skyn og svo datt bara botninn úr öllu saman. Veit einnig ekki hvernig í fjáranum þetta heitir "Falið fylgi" því frambjóðandinn og kosningabarátta er í algeru lágmark, hefði betur heitið "Fólk í fári" eða eitthvað svoleiðis ;)
Annars er allt í lagi að sjá þetta...sérstaklega fyrir leikhúsrottur, ég er svo all svakalega skrítin að mér finnst gaman í leikhúsi jafnvel þótt að það sé leiðinlegt ;)
Og þetta er ekkert leiðinlegt...hefði bara þurft að skrifa þetta betur og svo skil ég heldur ekki tilgang með veggstubbum sem er alltaf verið að stökkva yfir...annaðhvort er veggur eða ekki veggur...er það ekki???

Jæja, það er víst bylting í landinu...allt að verða vitlaust, ég spái að ríkisstjórnin sundrist fyrir 26.janúar. Ég fór meira að segja smá í mótmæli á þriðjudkv. fín varðeldastemming á Ráðhústorgi ;) Ég er ekkert hissa á að allt sjóði uppúr í Reykjavík, fólkið þar er bara meira tens, það er nú bara nóg að fara inn í Kringluna til að finna það ;) of mikill ys og þys...;)

Jæja, þarf að taka mig til í skólann, sé fram á brjálaða ritgerðar og verkefnavinnu...þarf að vera með fyrilestur strax á mánduaginn sem ég er nákvæmlega ekkert byrjuð að undirbúa mig fyrir, enda vissi ég það líka bara fyrir 2 dögum að ég ætti að vera með þetta á mándud. En ég verð bara fegin þegar það er frá ;)

Litla frænka er komin með nafn já, hún heitir Sigríður María :)

Knúsumst í kreppunni og brosum í byltingunni :)

Till next...adios

Tuesday, January 13, 2009

Föðursystir

Ég er náttúrulega löngu orðin föðursystir margra barna...ótrúlegt hvað helmingur bræðra minna er duglegur við að fjölga sér ;)
En sum sé Þórður bró og Alla mág eignuðust sum sé eina stóra stelpu um eitt leytið í dag :) og við ég nota tækifærið og óska þeim innilega til hamingju með það :)
Vil einnig nota tækifærið og benda á bloggfærslu mína í gær, þar sem ég spáði því að barnið kæmi í heiminn í dag ;) ...eða á föstud.en það var bara svona vara vara dagur ;)
Já, stúlkan var sum sé einnthvað um 18 merkur og 56 cm em ég man rétt (sem er ekkert endilega rett, á í mesta basli með að muna svona).

Annars er ég að hamast við að laga til fyrir saumaklúbb í kvöld, á eftir að fara í búð og laga enn meira til svo það þýðir lítið að hanga bara við tölvuna :) ætlaði bara að gera kunngjört um fjölgunina í stórfjölskyldunni :O)

Till next...adios

Monday, January 12, 2009

Skólamál

Fór í bókainnkaupaleiðangur í dag...þurfið að kaupa óvenju fáar bækur en þær voru líka óvenju dýrar. en þessar þrjár bækur sem ég keypti kostuðu um 16.000 kallinn!
Fór annars að spá í það við afgreiðslukassann að ég væri kanski með svolítið undarlega samansettar vörur, ég var sum sé með 2 bækur um stjórnmál Comparative Politics og Íslenska stjórnkerfið, eina bók um barnabókmenntir Í Guðrúnarhúsi og svo dósayddara með hauskúpumynd og einn stóran tréblíant, sexstrendan og feitan sem stendur á Learning-to-write pencil...hummm...spurning hvort ég hefði átt að kaupa þetta í sitt hvoru lagi ;) og muna eftir einu skólabókinni sem ég get hugsanlega skilað frá í fyrra :)

Mér tókst að klára herbergið hans Kristjáns í gær :) nú er það málað í Mývatnsbláum lit og með eikarparket á gólfinu...bara geggjað :) langaði nú mest til að flytja bara sjálf inn í herbergið...en það er víst ekki í boði. Nú er næst á dagskrá að reyna að koma skikki á restina af íbúiðnni.
Ég er búin að lesa Kristjáni pistilinn um umgengni um "nýja" herbergið, þar skal hlýta mjög ströngum reglum sem kallaðar verða "umgengnisreglur" ;)
Hann fékk fyrstu skammirnar í dag, þegar ég kom heim þá fann ég tvö poppkorn á gólfinu hjá honum...sennilega verð ég svo mikið að passa upp á þetta eina herbergi að restin af íbúiðnni verður bara eins draslaraleg áfram og hún er búin að vera ;)

Alla mágkona er víst ekki búin að eiga enn...ég spái því núna að ef hún kemur ekki með krakkann í heiminn á morgun, þá muni hann fæðast þann 16.janúar en sá dagur ku vera í alveg sérstöku uppáhaldi hjá Þórði bró: ;)

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili og gera smá nostalgíu verkefni um Dísu ljósálf :) fyrir barnabókmenntaáfangann...

Till next...adios

Friday, January 09, 2009

Afmæli Þórðar


Í dag er 9.janúar 2009 og því á Þórður bróðir afmæli í dag :) og vil ég nota tækifæri og óska honum til hamingju með það og skella inn einni mynd sem ég fann af honum, örugglega honum til mikillar ánægju :) Ekkert virðist vera að gerast hjá Öllu, en hvur veit...dagurinn ekki alveg búinn ennþá ;)
Skólinn minn byrjaði í gær... stuð stuð stuð...fór svo í dag og keypti bjór og vonast til að það komi mér í gegnum málningarvinnu í kvöld ;)
Ég er annast stór hneiksluð á verkum ríkisstjórnarinnar varðandi sparnað og sameiningu í heilbrygðiskerfinu...ekki alveg að fatta hvað þeir eru að hugsa...kenni alþjóða gjaldeyrissjónðum um stóran hluta af þessum gjörningi...skamm skammms.
Veit ekkert hvað ég á meir að segja í bili...

Till next...adios

Wednesday, January 07, 2009

Spá

Rakst á stjörnuspána á Mbl.is og fanst hún voða mikið ég:

Sporðdreki: Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum annarra. Leyfðu málum að hafa sinn gang og njóttu lífsins með bros á vör.


Ákvað að henda þessu hér inn svona í tilefni dagsins eða eitthvað ;)

Skólinn byrjar á morgun, verð í 16 einingum, þótt ég hafi verið búin að lofa mér að taka ekki meira en 15 ein. á þessari önn...en þar sem að ég gat ekki valið einn 3 ein áfanga sem mig langaði að taka...vegna árekstra...þá varð ég að velja tvo 2 ein áfanga í staðin...

Ég er svona nokkurnvegin að verða búin að berja gólfið í Kristjáns herbergi sundur og saman...svo ég vonast til að geta þrifið og málað á morgun og skellt parketinu á um helgina :)
Þá á ég "bara" eftir að koma dótinu hans Kristjáns fyrir og þrífa restina af íbúðinni hátt og lágt, því blessaða rykið, sem kom þegar ég fræsti í gær og eyðilaggði ryksuguna, hefur náð að smjúga um allt og er alls staðar...En ég fer bara í ríkið, kaupi kassa af bjór og geri þetta líka um helgina ;) hehehe...

Alla mágkona ekki ennþá búin að eiga, allar líkur eru nú á því að Þórður bró fái bara barnið í afmælisgjöf þann 9.jan ;) Spennandi :)

Till next...adios

Sunday, January 04, 2009

Gleðilegt ár :)

Í dag er 3.janúar 2009 og ég þarf að æfa mig í að skrifa nýja ártalið 2009 :)
Þetta þýðir reyndar það að ég er búin að vera hrikalega löt fyrstu 4 daga ársins...hummm, er reyndar búin að lofa sjálfri mér bót og beturn strax í fyrramálið, vakna ekki seinna en 9...eða 10 ;) og rífa strákana á fætur. Það ku vera síðast séns á að rétta við sólarhringinn því strákarnir byrja í skólanum á þriðjudaginn...6.jan 2009, á sjálfan þrettándann ;)
Ég fór á Ljótu hálfvita tónleika á föstudaginn 2.jan 2009 og það var gaman, það voru svo margir á Græna hattinum að við fengum ekki sæti nema við barinn, sem varð til þess að auðvitað rann bjórinn hratt og örugglega niður og auðvelt að nálgast áfyllingu ;)
Nú þarf ég bara að reyna að komast að því hvað ég gerði við diskinn sem ég keypti og hafði ekki mikið fyrir að láta árita...
Í gær var svo alveg tvöfalt boð...fyrst kaffiboð í sveitinni og svo snilldar kjúllaréttur og Trivial spurningakeppni hjá Árna og Siggu Láru um kvöldð :) fun fun fun :) Gott ef þynnkan var ekki bara nokkuð í undanhaldi þegar ég kom heim um 11 leitið í gærkv.
Svo í dag er búin að vera mikill leti dagur, er búin að plana lengi að fara út að labba, en held ég þurfi að hugsa það aðeins lengur...kanski þangað til að ég þarf að elda kvöldmat og hef ekki tíma til þess ;)
En ég er bara sæmilega bjartsýn á árið 2009 og vona að það veiti öllum gæfu og gleði :)
Svo bíður maður bara spenntur eftir því hvenær Alla mágkona fer í fæðingu...var skráð inn í dag ef ég man rétt...:)

Hafði það gott, flott og látið ekki smott...erí pirra :)

Till next...adios