Tuesday, September 29, 2009

Kristján Esra afmælisbarn :)

Í dag eru nákvæmlega 16 ár síðan hann Kristján minn fæddist...nánar tiltekið kl.17:20 ef mig minnir rétt ;) Ótrúlegt alveg hvað tíminn líður hratt, nú hamast hann bara í VMA og líkar vel. Agalega sætur og prúður piltur með alveg heilan haug af hæðnishúmor í sér...veit ekki hvaðan hann hefur það...hummm...en annars ákaflega alvörugefinn og hugsi...reyndar einnig uppfullur af ábyrðartilfinningu, sem ég get enganvegið áttað mig á hvaðan kemur ;)
Reyndar finnst Mikael hann Kristján núna vera orðinn nógu gamall til að flytja að heiman, Mikael vill nefnilega fá herbergið hans Kristjáns ;) hehe...

Nú er ALVEG að bresta á frumsýning...ekki laust við smá skjálfta...bara 3 æfingakvöld eftir og OMG ég sennilega farin á taugum eftir tvö kvöld ;)
Algerlega brjálað að gera í skólanum, svo þetta er bara allt eins og það á að vera ;)

Jæja, hef ekki tíma í meiri skrif...þarf að koma mér í skólann...læra...ræktina...skutla í fimleika...sinna afmælisbarninu...og koma mér á æfingu...já og læra meira...;)

Till next...adios

Friday, September 25, 2009

Frumsýning eftir viku...

Memento mori veður frumsýnt í Freyvangsleikhúsinu föstudaginn 2.október kl.20:30!
Sýningafjöldi verður takmarkaður, svo nú er um að gera að tryggja sér miða í tíma...a.t.h að sýnt verður í litla salnum :)
Þetta er sýning sem engin má láta framhjá sér fara :) Spannar allan tilfinningarskalann og er eins og ferskur fjallablær inn í menningarlíf þjóðarinnar :)


Annars er bara fínt að frétta...endalaust mikið að gera, læra læra læra...skóli skóli skóli...æfa æfa æfa...ræktin ræktin ræktin...reyndar hefur ræktin setið örlítið á hakanaum undanfarið, bæði vegna ógurlegra strengja í fótunum eftir síðustu ferð þangað, og einnig vegna ógurlega mikils lærdóms. Svei mér þá ef maður er ekki að fara í gegnum erfiðustu önnina í skólagöngunni núna.
Svo sé ég til þegar þessi önn er búin, hvað ég tek mikið nám eftir áramót...en núna um jólin, þá á ég (af því gefnu að ég nái öllum áföngunum sem ég er í núna) aðeins eftir 6 einingar af náminu. Svo einingalega séð, þá þyrfti ég bara að dúllast við ritgerðarvinnu. En reyndar eru einhver skyldufög sem ég hvorki vil né get sleppt :)

Og svo þarf ég nú bara að öllum líkindum að reyna að finna mér einhverja vinnu eftir áramót...og kanski fyrr. En það er seinna tíma vandamál ;)

Jæja...ætla að skella mér í ræktina og svo í sláturgerð í sveitina, skutla svo Mikael í og úr fimleikum og svo á æfingu í Freyvang...reyna svo að koma inn nokkrum mínútum fyrir lærdóm og eldamennsku :)

Till next...adios

Friday, September 18, 2009

Þrotlausar æfingar...;)

Smá uppdeit...sem er svo sem ekkert nýtt, dagarnir fljúga framhjá og ég hef varla tíma til að gera allt sem ég þarf að gera.
Skóli, lærdómur, ræktin, borða, æfingar í Freyvangi...já og svo reyni ég að sinna strákunum örlítið og hjálpa til í sveitinni...kindastúss, göngur...réttir...osfrv.

Mikael Hugi fór í sinn fyrsta tíma í fimleikum í dag, honum fannst það bara gaman og ég er að vonast til þess að hann haldi þessu áfram. Hann gæti orðið efnilegur í fimleikum, því hann er svo skolli sterkur strákurinn...og hefur það að sjálfsögðu frá mömmu sinni ;)Hann er reyndar einnig að spá í að halda áfram í fótboltanum, en taka kannski eina æfingu á viku þar, í staðin fyrir þrjár. Enda veitir ekkert af því að hann fái útrás fyrir alla orkuna ;)

Kristján er bara ánægður í VMA, duglegur að mæta og er JÁKVÆÐUR, sem er bara næstum nýtt þegar skólakerfið á í hlut...held að þessi skólabreyting hafi verið afar góð fyrir hann...enda full mikið að vera í sama skólanum í 10 ár ;) hehe...
Ég fór á foreldrakynningu í VMA í síðustu viku og leist bara svona agalega vel á skólann...enda gott starf unnið þar og frábært starfsfólk :)

Skólinn hjá mér gengur bara ágætlega...það sem af er...maður sér reyndar fyrir sér ótal verkefnaskil og ritgerðir sem fara að skella á manni af fullum þunga...en maður verður bara að taka því :)

Stefnt er að frumsýna "Memento mori" föstudaginn 2.október í Freyvangi og standa æfingar yfir á fullum krafti...er búin að vera á æfingum öll virk kvöld, en nú er smá æfingahlé sem verður notað til þess að, slappa af í smá stund (eða eina kvöldstund...sem sagt í kvöld) og svo er planið að halda áfram að taka á í ræktinni og jafnvel læra eitthvað ;)

Átakið "Í form fyrir fertugt" er nú í algleymi enda styttist óðum sá tími sem maður hefur fyrir þetta átak...en um leið og þetta átak verður búið, þá hefst átakið "í form fyrir fjörutíuogfimm" en það er á langtíma planinu ;) hehe...

Jæja, best að hætta að bulla hér...er að vonast eftri smá sól næstu dagana...væri til í smá sólbaðsheitaliggipott...ja svona þegar mestu marblettirnir eru farnir af lærunum eftir kindastússið...einhverra hluta vegna datt mér í hug "blettatígur" eftir síðustu kindahelgi ;)
En þetta "grær" áður en ég gifti mig ;)

Till next...adios

Saturday, September 05, 2009

Sól sól sól

Í dag skín sól :)
Það er ekki verra...ég þurfti að fara í búð, (þar sem ísskápurinn minn var orðinn tómari en hausinn á mörgum pólitíkusinum...eða útrásarvíkingnum)og eftir að hafa keypt bæði eitthvað að borða og drekka (eins og kaffi og 70% súkkulaði, þá ákvað ég að kaupa sokka handa Mikael...sem er nú kanski ekki í frásögur færandi, nema hvað, að ég fór út úr þessari frábæru barna-og unglingafatabúð "Casino" með tvennar buxur, tvennar peysur og eina vettlinga...en enga sokkana...missti mig aðeins ;)Það eru bara svo flott og ódýr föt þarna að það er ekki annað hægt en að kaupa þau ;) og reyndar var Mikael farið að vanta föt, svo það var ekki bara að ég væri að tapa mér að ástæðulausu ;)

Og svona til að róa mig niður eftir verslunarleiðangurinn, þá hentist ég í ræktina og skokkaði 4 km á bretti...lét það duga, vegna þess að, bæði var ræktin að loka og ég á leiðinni í sund...vá...það er bara mest slakandi ever að liggja í sólbaðsheitaliggipottinum í sólinni og gera nákvæmlega EKKERT :) og þarna lá ég og bæði soðnaði og steiktist í tæpa tvo tíma :)

Svona eiga haust að vera...ég segi nú ekki annað ;)

Till next...adios

Wednesday, September 02, 2009

Öfgaleysi

Ég hef aldrei misst mig í neinum öfgum, aldrei "bara þurft" að gera hitt eða þetta eða verið "forfallin" eitthvað. Og fundist það bara fínt, mér hefur hingað til ekki þótt það sérstaklega spennandi að vera bundinn af því að þurfa bara að gera eitthvað eða verða ómögulegur/skapvondur/pirraður ella.

Nú er ég búin að vera pínulítið dugleg í ræktinni ( og hlaupa) undanfarið, og er ekki frá því að ég sé að fá smá snert af því að langa til að langa...hef nefnilega ekkert komist í ræktina í allan dag (og kem ekki til með að komast vegna anna) og er svona næstum ómöguleg útaf því. Tja eða það að ég er að verða eitthvað lasin, það er a.m.k nettur pirringur í mér, eða svona óþægindi, kanski bara hiti ;)

En þetta kemur sennilega í ljós, reyndar finn ég það að manni líður bara mun betur bæði líkamlega og ekki síst andlega, þegar maður fer að hreyfir sig og tekur hraustlega á því ;) Tala nú ekki um þegar maður fer að sjá enn meiri árangur..þolið eykst...six-pakkið sprettur fram...upphandleggsvöðvarnir bólgna upp og skeggrótin dökknar...hehe...ok, kanski aðeins orðum aukið, ég er nú bara að meina það að hafa meira þol og halda bingó-vöðvunum í algeru lágmarki...maður biður vart um meira á þessum síðustu og bestu ;)

Skólinn byrjaði í gær, var alveg búin eftir að hafa þurft að mæta í tvo tíma eftir hádegið ;) hehe...er svo reyndar búin að vera í skólanum í ALLAN dag, eða byrjaði kl. 8 og kláraði núna kl.17 og svo er æfing í Freyvangi kl. 19 svo það er best að fara að gefa á garðann og hætta að bulla hérna eins og bjáni.

Svo er bara að muna það, að hversu slæmt sem maður heldur stundum að maður hafi það....þá gæti það alltaf verið verra! Svo brosum og verum glöð :)

Till next...adios