Saturday, May 19, 2007

Auglýsing



Tveir krúttlegir kassavanir kettlingar fást algerlega gefins :)

Eru mega dúllur þótt karlkyns séu ;)

Kusu kattarflokkinn í síðustu kosningum en þeir komu ekki ketti að.

Eru af einstaklega geðgóðu kyni komnir, einnig er persa/bengal blóð í æðum þeirra sem gerir þá extra flotta.

Látið ekki kött úr klónni sleppa, einstakt tilboð, einnig spes tilboð næstu vikuna 2 fyrir 1 :)

Sælir eru fávísir...

því þeir vita ekki hvað þeir gjöra!

Þetta átti vel við, bæði í Euruvision keppninni og alþingiskosningunum sl. helgi!
Það var náttúrulega alger skandall (og kanski bara tákn um það sem koma skyldi) að hann Eiríkur Hauksson stórsöngvari og sjarmatröll (og frændi minn) skyldi ekki komast upp úr forkeppninni. En svona er lífið, maður fær ekki alltaf það sem maður vill, og það er til fullt af "smekklausu" fólki í evrópu.
Hér geng ég náttúrulega út frá þeirri staðreynd að ég hafi alltaf rétt fyrir mér. Og þeir sem eru á öðru máli tileyra "fávísa" hópnum sem minnst var stuttlega á í byrjun ;)
Ok, þetta er hroki, en ég ætla bara að leifa mér að hafa bæði hroka og hleypidóma í þessum skrifum mínum núna! Og hananú!

Auðvitað átti Eiki að komast áfram, og auðvitað átti Framsóknarflokkurinn að fá miklu betir kosningu en þeir fengu.
Og allt þarf þetta að hellast yfir mann sömu helgina...úfff
Svo var það einhver Serbnesk trukka-lessa sem vann eurovision og í öðru sæti var feitur og ljótur klæðskiptingur með stjörnu á hausnum! Halló, whats going on???

Aftur að Framsókn. Fylgistapið aldrei verið meira í sögu flokksins.
En það sem er grátlegast við þetta allt saman er að flest allir sem ég hef talað við, kusu
Sjálfstæðisflokkinn, og útaf hverju? Jú, af því að þessir flestir, vildu áframhaldandi samstarf D og B...
Afhverju í ands... kaus þá fólkið ekki Framsókn?
Sjáið nú bara til, þegar Samfylkingin og Sjálfstæðið verður búið að þurrka út landbúnað og sjávarútveg í þessu landi, hvað þá?! Eina vonin er að eftir 4 ár kemur Framsóknarflokkurinn fram og bjargar málunum. Þá verð ég jafnvel bara komin út í pólitíkina. Ég hugsa að ég yrði alveg mögnuð í ráðherraembætti. Eða líka bara sem óbreyttur þingmaður.
Annars fannst mér það eina rétta hjá Framsókn að draga sig úr úr þessu sjórnarsamstarfi við SJálfstæðið. Nú er komin tími á uppbyggingu innan flokksins, og svo er líka allt í lagi að Sjálfstæðið fái að eyðileggja fyrir fleiri flokkum....Just wait andi seeeeeee ;)

Jón minn, þú ert flottur í forustu Framsóknar og þið öll hin alveg ágæt líka, þið sóðuð ykkur vel í baráttu sem var nánast ógerlegt að vinna. En við vinnum bara næst og þá verður það bara enn sætara fyrir vikið :)

Nú læt ég þessum pólitísku skrifum mínum lokið, óska nýrri ríkisstjórn allra heilla, í von um sem minnst klúður :)

Till next...adios

Monday, May 07, 2007

Bandalagsþing

Sælt veri fólkið, og takk fyrir síðast :) og takk fyrir kommentin ;)
Og hæ Eygló :)
Svoooo gaman að einhver les mann :)
Nú er ég svo ánægð, þegar ég er búin að komast að því að enn er til fólk sem nennir að lesa bloggið mitt, bæði "gamlir og nýjir" að ég er að hugsa um að vera bara jákvæð núna :)

Kom heim í gær af bandalagsþingi, en það er árlegt þing BÍL, sem útleggst Bandalag Íslenskra Leikfélaga. En innan þeira vébanda eru flest áhugaleikfélög landsins. A.m.k þau sem máli skipta ;)
Í ár var það haldið af leikfélagi Fljótsdalshéraðs, að Hallormsstað. Og þar var nú vistin aldeilis góð. Skemmtilegir og skeleggir fundir, skemmtilegt og frábært fólk um allt og síðast en alls ekki síðst: Algerlega æðislegur matur!
Hef bara ekki lent í öðrum eins kræsingum á svona þingi. Legg til að þessi kokkur verði fastráðinn "hirðkokkur BÍL" eða þingið verði í framtíðinni alltaf á Hallormsstað ;)
Það er alltaf gaman á svona þingum, mætti þó stundum vera styttir fundarhöld og miklu meira gaman og glens. En svona er þetta, var samt pínu þreytt í sitjandinum þegar ég kom heim, nánast búin að sitja alla helgina frá kl.16 á föstud til kl.16 á sunnud.!
Var að verða svo þreytt á að sitja svona að ég var mikið að spá í að labba heim, en þar sem að það var ansi kalt úti á þá ákvað eg að sennilega væri best að fara heim á sama máta og ég fór austur á BÍL í bíl.
Komum við í Hótel Reynihlíð á heimleiðinni og Nonni bró bjó til þetta rosagóða SwissMokka kaffi handa mér :) algerlega bjargaði deginum.
Annars veit ég varla hvað ég á að skrifa meira um þingið, það var gaman og gaman og gaman og gaman! Og svo var líka gaman að því að sýning Siggu Láru mágkonu og leikfélags Fljótsdalshéraðs vann titilinn áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins :) og er það aldeilis frábært :)
Nú er ég bara búin að vera hellings jákvæð, já og bæ te vei: ég er að taka þátt í "hjólum í vinnuna" og er sko búin að hjóla alla vinnudaga síðan það byrjaði fyrir 6 dögum :) dugleg ;)

Till next...adios

Tuesday, May 01, 2007

1.mai

Gleðilegan verkalýðsdag :)
Í tilefni dagsins þá hef ég ekki unnið handtak í allan dag, bara sett í 2 þvottavélar og svo slæpst...
Annars held ég að það séu allir búnir að gefast upp á að lesa bloggið mitt, hef a.m.k ekki fengið nein komment laaaaaaaaaaaaaanga leeeeeeeeeeengi.
En ég læt það ekki slá mig út af laginu og held ótrauð áfram. Helli úr skálum reiði minnar eða tala um það sem vel er gert, en einhverra hluta vegna fer alltaf minna fyrir því en hinu sem miður fer!
Auðvitað ætti maður bara að vera jákvæður og skrifa um fallega og skemmtilega hluti, en vá hvað það yrði eitthvað leiðinlegt til lengdar ;)
En ég lofa að hafa það með, eins mikið og ég get.
Ég t.d fermdi Kristján 21.apríl sl. og gekk það ljómandi vel, og strákurinn stóð sig eins og hetja :)
Vil bara þakka öllum hér með sem komu og gerðu daginn enn ánægjulegri fyrir vikið :) takk takk!

Svo smá neikvætt: Arg! Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér, þá er það heimskt fólk. Og þá er ég að tala um fólk sem á að teljast líkamlega og andlega "í lagi" og hafa tekið út eðlilegan þroska. Þ.e. komið yfir tvítugt en hagar sér eins og úfff ég veit ekki einusinni eins og hvað það hagar sér!
Dæmi: Það flutti nýtt fólk í húsið fyrir ca.3 vikum síðan. Ég fékk mér endurvinnslutunnu sl. föstudag. Í morgun var búið að henda 2 ógeðslegum opnum ruslapokum ofaní endurvinnslutunnuna! Og ógeðslegar matarleifar dreyfðar yfir allt endurvinnsludótið sem ég var búin að setja ofaní. Og nb. tunnan er MJÖG vel merkt, bæði ofaná lokinu og framaná tunnunni.

Dæmi tvö: Þetta sama fólk, er ekki með þvottavél í þvottahúsinu, heldur bara þurrkara. Sem væri svo sem allt í góðu, nema hvað að þetta er þurrkari með barka sem eðlilega þarf að fara út um glugga svo að gufan sem myndast við þurrkunina fari út en ekki inn. Þetta virðist vefjast fyrir þessu blessaða fólki, því þurrkarinn er staðsettur eins langt frá glugga og mögulegt er, og barkinn bara puðrar gufunni upp í lofti! Fyrir utan að vera að reyna að þurrka þvott á snúrunum í þvottahúsinu og fá þessa mollu í þau. Þá meira að segja loka þau dyrunum vel og vandlega, sem alltaf er annars opin, þegar þau eru með þurrkarann í gangi! SVo um daginn þá var þvottahúsið eins og tyrkneskt gufubað. Ætti kanski ekki að bögga ´mig á þessu, heldur bara selja aðgang að sauna ;)
Jamm, þetta pirrar mig aðeins, en ég tek þessu náttúrulega með jafnaðargeði, eða ógleði og læt sem ekkert sé ;) týni ógeðið upp úr endurvinnslutunnunni og lofta úr úr þvottahúsinu. Vona að blessað fólkið þroskist fyrir rest. Já og læri almennilega á píanó eða selji það ella.
Hætt að tuða í bili, skal reyna að vera jákvæðari næst :)
Till next...adios