Friday, June 30, 2006

Sund

Þegar öll sund virðast lokuð....þá er best að skella sér í sund :)
Og það hef ég gert núna 3 daga í röð!!! og geri aðrir betur....
Já, ég veit að það er til fólk sem fer í sund á hverjum degi...en ég tilheyri bara ekki hóp þeirra hreistraða lýðs ;)

En ég var svo bjartsýn á gott veður í sumar (og so far so good) að ég keypti mér 30 miða sundkort!
Það rennur reyndar ekkert út, svo ég get alveg verið 3 ár að nota það ef ég vil.

Mér tókst að draga Kristján með mér í sundið fyrstu 2 dagana, en svo varð honum nóg um, og sagðist ekki ætla aftur alveg strax....Svo kanski fer ég ekkert aftur fyrr en eftir helgi....eða þegar sólin skýn.
Þessar sundferðir mínar hafa þann kost, að það er afskaplega lítið synt....ég svamla yfir laugina í rólegheitum og skríð upp í sólbaðspottinn, ligg þar sem skata og reyni að muna að vellta mér nokkuð reglulega.
Reyndar var lítil sól í dag, svo ég fór bara í skýbað þess í stað....alveg jafn gott, sérstaklega ef það' er 20°C hiti úti.

Kom mér skemmtilega á óvart að ég virðist hafa tekið nokkurn lit strax :) bæði brúnan og rauðan...

Varð reyndar fyrir þeirri ónotarlegu reynslu í gær, að handklæðið mitt var horfið þegar ég fór uppúr....var sem betur fer með tvö ( annað fyrir hárið og hitt fyrir rest) og tókst að bjarga mér með þetta eina ;) sá reyndar í hólfi rétt hjá þar sem mitt var, mjög líkt handklæði merkt Sundlaug Akureyrar og lagði saman tvo og tvo....talaði við konugrey sem var að vinna þarna (sem ég var nýbúin að kvarta við að það voru tvær óvirkar sturtur....sem var ekki gott þar sem allt var fullt af berum kellum)og hún var alveg miður sín og þótti þetta afskaplega leiðinlegt....eins og hún gæti gert að þessu.
En viti menn, þegar ég er að byrja að klæða mig, þá kemur konugreyið með handklæðið mitt, og segir að það hafi verið að skila þessu í afgreiðsluna....sem sagt einhver konu-kind (sennilega bæði litblind og ólæs) tók mitt handklæði í staðin fyrir það sem hún hefði leigt sér....
Finnst að ég hefði átt að fá borgað leiguverðið....hehe
En héðan í frá tek ég bara með mér litrík og alltílagiþótthverfi handklæði í sund :)

En nóg af sundsögum í bili...nú förum við í meira krassandi sögur úr mínu lífi....
en það verður bara næst

Till next...adios