Sunday, September 30, 2007

Bíó

Búin að vera verulega menningarleg sl.3 daga og fara í bíó upp á dag :)
Fyrst var dönsk mynd: "listin að gráta í kór" mjög góð mynd um viðkvæm málefni sem mér fannst vera gerð góð skil.
Svo var austurrísk mynd: "FOREVER, NEVER, ANYWHERE" ; glettilega skemmtileg mynd um vægast sagt mjög óheppna kappa og mannlegt eðli....eða óeðli ;)
Og síðast en ekki síst var bandarísk mynd: "Crazy love" og var það vægast sagt mögnuð ástarsaga, og það magnaðasta var að hún er sönn. Nokkurs konar heimildarmynd.
Það er verið að sýna allar þessar myndir og fleiri til á kvikmyndahátíðinni í Rvk. og mæli ég eindregið með þeim.
Er heppin að búa ekki í Reykjavík, því ég myndi sennilega fara á allar myndirnar ;) Gott að láta skammta sér smá sýnishorn hér norður ;)

Jæja, próf á morgun.....og ég alltaf jafn flink að humma fram af mér að setjast niður við lesturinn.

Afmælið fór vel fram í gær :) Kristján orðinn 14 ára.....tíminn flýgur hratt á gerfihnatta öld, sem minnir mig á það að vonbrigði haustsins voru þau að títt nefndur Pálmi Gunnarsson,sem átti að verða uppáhalds bekkjarbróðir minn í vetur, hætti greinilega við allt saman og hefur ekki látið sjá sig í skólanum.....og nafnið hanns dottið út af nemendalistanum :( skæl skæl....

Get ekki lært....er með tárin í augunum.....skæl...farin að sofa ;)

Till next...adios

Friday, September 28, 2007

Hitt og þetta

Það er ýmislegt að gera um þessar mundir. Ég fór í gær og prufaði í fyrsta skipi að hlaupa með "hlaupahóp", það var mæting hjá Bjargi og hópurinn taldi nú ekki nema 7 þegar upp var staðið, og hætti alveg að vera hópur hálfri mínútu eftir að lagt var af stað. En þetta var fínt og farið í pottinn á eftir. Gerir manni eflaust gott að hlaupa í hóp annað slagið.
Síðan kíkkaði ég á "djass" tónleika um kvöldið, þar vour "Siggi og söfnuðinn" að spila, en það er Siggi Ingimars (betur þekktur sem Siggi Kapteinn eftir X-faktor þættina) og flinkir spilamenn með honum. Var alveg ljómandi að sitja í rólegheitum með bjór í hönd eftir hlaupin ;)
Svo settist ég niður við verkefnavinnu þegar ég kom heim um ellefu leitið, þurfti nefnilega að skila af mér verkefni í morgun. Enda laggði ég mig aðeins þegar skólinn var búinn í dag ;)

Svo er ég að fara í bíó á eftir, að sjá mynd sem kvikmyndaklúbbur Akureyrar (Kvik Yndi) er að fara að sýna.
Einnig er sprellmót háskólans í kvöld, söngvakeppni í Sjallanum og fleira, það er spurning hvort einhver orka verður eftir þá ;)
Einnig spurning um hvort að strákarnir fari nokkuð að gleyma hvernig mamma þeirra lítur út...hummm

Kristján minn á svo afmæli á morgun :) að verða 14 ára kappinn! Eitthvað verður nú af hormónaflæði hérna þá, þar sem hann ætlar að bjóða nokkrum gelgjum í afmælið sitt.
Annars er Kristján að verða svo mikið gelgja (ekki samt á neikvæðan hátt), hann er bara svo fullur af tilfinningum (hormónum) sem hann er ekkert að vita hvað hann á að gera við, svo hann fær kjökurköst, kuldaköst og er almennt í "miklu uppnámi" þessa dagana. En það góða við þetta er að hann er alltaf að faðma mig í tíma og ótíma, nokkuð sem hann hefur ekki viljað gera síðustu ár ;) Lifi gelgjan :)

Lét plata mig til að vera með í stuttverki sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu 6.okt. En þá verður stuttverkahátíðin "Margt Smátt", og vil ég nota tækifærið til að hvetja alla til að mæta og horfa og hafa gaman að. Við erum með þátt sem heitir: "hlé" og er bara mjög skemmtilegur :) Gerist í hlé-i inn í búníngsherbergi í áhugaleikhúsi.

Er farin í bíó, á danska mynd sem ég man ekki hvað heitir....

Til next...adios

Friday, September 21, 2007

Ljómandi

Jæja, þá er sláturgerð haustsins búin í bili (á reyndar eftir að búa til eitthvað meira af lifrarpylsu en það verður ekkert strax) og er það alveg ljómandi gott :) Manni líður eitthvað svo skemmtilega húsmóðurlega þegar maður er að gera slátur, þótt ég borði nú ekki mikið af þessu sjálf, en ég er að passa kólesterólið og Kristján er matvandur ;) en það er gott að smakka slátur einstaka sinnum.

Mont dagsins: ég fékk út úr fyrsta verkefninu mínu í dag, en það var verkefni um ritun og ritstuld, ég átti sem sé að endurskrifa grein án þess að ritstela. Og þar sem ég þjáist af of miklum heiðarleika og gjörsneidd þeim hæfileika að stela ;) þá fékk ég 9 fyrir verkefnið :) Svo vona ég bara að framhaldið verði bara svipað ;) hehe, hope!

Held að ég hafi hlotið varnalegan skaða af stungu geitungsins þarna um daginn, er ennþá með talsverð ummerki á fætinum og hef það á tilfinningunni að það gæti bara stórt stykki dottið úr fætinum á hverri stundu! Geitungar eru a.m.k orðnir enemies nr.one!!! Ekki það að ég hafi átt óvini fyrir, ekki sem ég veit um a.m.k ;)

Svo var fyrsti fundur nýrrar stjórnar Freyvangsleikhússins sl. miðvikud.kv. þar endaði ég í að verða vara-formaður, sem átti að vera nokkurs konar "sárabætur" fyrir það að vera eina konan í stjórninni. Það virðist enginn fatta það að mér líkar það bara alls ekki illa, :) en það verður bara fínt ef þeir halda áfram að fara með mig sem prinsessu ;) hehe, sem er reyndar MJÖG ólíklegt.
En það er hellingur framundan hjá leikfélaginu, einþáttungahátíð í Borgarleikhúsinu í byrjun okt. Kabarett í byrjun nóv. reyna að gera eitthvað fyrir afmæli Freyvangs og svo ákveða leikrit fyrir veturinn....allt á fullu :)
Áhugasamir lesendur sem vilja vera með eru velkomnir :)

Ég er örlítið farin að geta klórað mig í gegnum Karl Marx og Saint-Simone og Auguste Comte og Tourqueville, og á eflaust eftir að skrifa góðan pistil um kenningar þeirra og fleira, kanski bara marga pistla, hehe....er að fara í próf á mánudaginn um þá kappa og það gildir 30% af lokaeinkunn, svo það er eins gott að vita eitthvað!

Þreytt þreytt....Mikael sofnaður í sófanum við hliðina á mér, ætla að koma okkur báðum í rúmið og skipað gæti ég Kristjáni væri mér hlýtt ;)

Till next...adios

Tuesday, September 18, 2007

Misskilningur

Held ég hafi misskilið námstækni-námskeiðið eitthvað. Hélt að ég gengi þaðan út full af visku, og lærdómsbrautin biði breið og greið...
En á meðan ég er í þessum dagdraumum (sem ku víst vera eitt af þessum þáttum sem trufla námseinbeitingu) þá bara hlaðast upp verkefni og ólesið efni virðist engan endi taka. Nema ég taki mér tak og lesi ;/
Það er líka bara eitthvað svo mikið að gera, námskeið í dag, kindur á morgun og fundur, námskeið á fimmtud. og sennilega sláturgerð á föstudag.
Ég held bara að ég sé á því skeiði að mér finnst allt eitthvað svo yfirþyrmandi og eitthvað.
Svo finnst manni maður vera hálf þroskaheftur þegar maður sér nemanda í næstu sætaröð spila tölvuleik allan tímann, en geta samt spurt gáfulegrar spurningar um efnið.....Halló! Ég á nú bara fullt í fangi að fylgjast með og glósa í leiðinni! En ég hugga mig við að að þetta hljóti að vera fólk sem á sér ekkert líf utan lærdóms, sem getur leift sér svona lagað. Greinilega búið að liggja yfir námsefninu í viku fyrir tímann.
Best að hætta að væla og gera eitthvað.
Það var samt eitthvað annað sem ég ætlaði að blogga um, get bara enganvegin munað það...

Till next...adios

Sunday, September 16, 2007

Tíminn

Þá er þetta komið löglegt og staðfest: 58:13 tíminn minn í Akureyrarhlaupinu í gær :)
Ég er nokkuð ánægð með þetta, bætti mig um ca. 5 min. síðan í Reykjavíkurmaraþoninu :) og algerlega án þess að hafa verið dugleg að æfa mig! Sem segir mér bara það að með aðeins meiri æfingu ætti ég að geta bætt mig um nokkrar mínútur í viðbót :)
Langaði bara að deila þessu með ykkur :) vissi að þið biðuð rosalega spennt eftir tímanum ;)
Ætla að demba mér í hann Karl Marx og reyna að lesa eitthvað fyrir þjóðfélagsfræði-tímann á morgun ;) er vooooooða dugleg að finna mér eitthvað annað að gera....hummm.

Till next...adios

Saturday, September 15, 2007

Akureyrarhlaupið

Það hafðist, ég hljóp 10 km. í Akureyrarhlaupinu undir 1 klst. :) Er ekki með tímann alveg á hreinu, en bíð spennt eftir "löglegum" úrslitum.
Það var samt ekki eins gaman að hlaupa í þessu hlaupi eins og Reykjavíkurmaraþoninu, þar var rosa stemming og fjör alla leiðina. Hérna voru frekar fáir, og maður var nú bara næstum einn í heiminum að hlaupa. Fór samt fram úr einum kalli í restina, og það var voða gaman :) sérstaklega af því að hann hafði farið fram úr mér 2 km. fyrir endamarkið ;) sökkvi !
Í skólanum er alltaf jafn gaman, og alltaf jafn mikið að gera... tókst samt að skila ritgerðinni minni og halda 5 min fyrirlestur um hana. Og ég var náttúrulega fyrst í að halda fyrirlestur. En það var líka bara fínt, nú get ég slakað á og hlegið að hinum sem eiga þetta eftir :)
Jæja, ég hef ekki mikla orku í að skrifa meira núna, ætla aðeins að leggja mig, svo verður pizza og leti í kvöld. Fór í Hagkaup áðan og keypti fullt af Amerísku ógeði handa strákunum, svo þeir eru sælir að horfa á vídeó og borða jukk....

Till next...adios

Wednesday, September 12, 2007

Stund milli stríða

Fyrirlesturinn sem ég var á áðan, var ekki eins lengi og ég hélt, svo ég ætla bara að nota þennan "auka" tíma sem ég "græddi" til þess að blogga smá ;)
Er nefnilega að fara á aðalfund Freyvangsleikhússins eftir klukkutíma eða svo, svo ég ætla að biðja ykkur lesendur góðir að lesa hratt og drífa ykkur í Freyvang ;)
Það er búið að rigna og rigna og rigna í allan dag, en það hlýtur nú að fara að klárast vatnið þarna uppi! Svo sá ég áðan, þegar ég var á leiðinni heim, að það er búið að SNJÓA í fjöllin! Eins gott að það voru göngur síðustu helgi en ekki næstu ;) En ég er annars að fara að hlaupa 10 km í Akureyrarhlaupinu á laugardaginn og það verður ekkert spes ef veðrið verður eins og veðurspáin spáir. En það ku víst eiga að slyddast eitthvað og svo á líka að bresta á einhver stormur í kvöld og nótt!!!
Jæja, það var nú ekki meiningin að láta bloggið mitt líta út eins og heimasíða veðurstofu íslands. Hummm.... Ég á að skila ritgerðinni minni um Bókina um veginn á morgun, gúlp, á líka að halda fyrirlestur um hana fyrir hina í bekknum. Svo nú verð ég að reyna að rifja upp einhverja leikræna takta, verst hvað það er langt síðan að ég hef þurft að leika eitthvað...hef aðallega verið að leika mér ;)
Það er leikur í sjónvarpinu, Ísland-N.Írland, sem ég sé reyndar ekki lengur, því að allt í einu kom drengur og þá eins og hendi væri veifað voru Tommi og Jenni byrjaðir að berja hvorum öðrum. Já, og bætevei Ísl. gerði jafntefli við Spán um daginn 1-1 og ég sem hafði spáð 0-6 fyrir Spán! En sennilega hefur bara eitthvað slegið saman í hausnum á mér og ég ruglað þeim leik saman við leikinn í dag, svo ég spái Írum sigri á Ísl. 6-0
Finnst ég finna brunalykt berast úr eldhúsinu....hvað ætli ég sé að elda? Er rokin í rokið.

Till next...adios

Monday, September 10, 2007

Nemendur

Nemendur háskólanns virðöast jafn misjafnir og þeir eru margir. Reyndar hefur mér þótt það fólk sem ég hef kynnst hingað til, vera afbragðs fólk (þá er ég náttúrulega sérstaklega að tala um minn bekk). En það er ferlega fyndið að fylgjast með tölvuskjánum hjá sumum á meðan á tímum stendur. Í einum tíma um daginn var ein að endurraða kökuuppskriftunum sínum, var komin að jólakökum síðast þegar ég leit á skjáinn hjá henni (þessi kella var sko ábyggilega þó nokkrum árum eldri en ég sko) svo var ein í tíma í dag, sem pikkaði og pikkaði og maður fór að hugsa hvað þessi væri voða dugleg að glósa...en þá var hún bara á msn! Svo virðist fólk vera að skoða hinar ýmsu netsíður í tímum. Kanski er það bara ég sem er svona treg að ég þarf sko að fylgjast með í tímum. Þykir bara verst að þegar tímar eru í Oddfellow húsinu, þá er engin leið að komast í kaffi, og þá getur stundum verið hörku vinna að halda augunum opin í 5 tíma í röð! Var ánægð þegar einn spurði í dag, hvort það væri ekki möguleiki að fá kaffivél í húsið ;)
Jæja, ég hef annars ekkert að viti að segja í dag, og veit því ekki afhverju ég er að bulla þetta, er ennþá þreytt eftir helgina og með einhvern ótætis hausverk og hálf sloj....harðneita samt að fara eitthvað að veikjast. Má sko ekkert vera að því næstu 3 árin ;)

Kvöldmaturinn eldar sig vist ekki sjálfur...

Till next...adios

Sunday, September 09, 2007

Réttir

Í fréttum er réttir helst ;) Já, það voru sko réttir í dag, og þá frekar tvær en ein! Byrjaði á því að fara á Þverárrétt, þar sem engin gekk af göflunum ,(eins og í fyrra)allt fór bara rólega fram.Undarlegt nokk! Við áttum þarna einar 46 kindur (give or take one or two) og tróðum þeim í kerrur og bíla og brunuðum með það heim. Svo var gert matarstopp í sveitinni, bæði borðaður hefðbundinn matur, en einnig gúffað í sig helling af perutertu, sem Alla mágkona var svo góð að skella á í tilefni dagsins. Bæði mamma og Steinar Logi áttu sem sé afmæli í dag :)
Svo var brunað austur á bóginn og farið í Illugastaðarrétt. Þar áttum við sko 122 kindur og svo tókum við líka úrtíninginn frá hinum E-bæjunum, svo þetta var alveg á tvo stóra bíla. Reyndar keyrði sami bíllinn tvær ferðir (eða ökumaðurinn keyrði bílinn), og við (við=ég, Sverrir, Pálmi og Imma) lékum okkur bara í fótbolta/körfubolta á meðan við biðum milli bíla. Svo ég var bara að koma heim rétt fyrir kl.22:00 henti mér í sturtu og strákunum líka (ekki öllum í einu samt) og svo var liðið bara drifið í rúmið....ekki seinna vænna, skóli á morgun! Svo núna er ég bara að hlaða fartölvuna fyrir morgundaginn, þess vegna ákvað ég að nota tækifærið og blogga smá. Ætla samt að láta þetta duga, er hálf aum í fingrunum og höndunum eftir alla drættina í dag...hummm ég er sem sagt búin að stunda frjárdrátt í allan dag! :/ Ekki láta vita afþessu.

Till next...adios

Saturday, September 08, 2007

Göngur

Jæja, þá eru 1.göngur búnar þetta árið. Hefur bara sjaldan gengið svona vel, og ærnar runnu bara glaðar í bragði heim á leið, sumar reyndar drifu sig bara beint niðrá tún og virtust ekki taka eftir hliði sem var í vegi þeirra. Það var brakandi blíða og sól og það hefði ekki getað verið mikið betra. Það lítur reyndar ekki eins vel út með veður fyrir réttirnar á morgun, og nú þegar komin hellidemba ;/ maður verður bara að vona það besta. Ef það verður rigning þá kanski verður fólkið í réttunum bara aðeins rólegra....en stundum virðast sumir missa sig dálítið mikið....nefni engin nöfn ;)Vona bara að það verði engin börn hrædd í réttunum þetta árið eins og í fyrra....og þau voru sko víst ekki hrædd við kindurnar!
Íslendingar eru yfir í leik við spánverja 1-0 sem verður að teljast ansi merkilegt. En það er náttúrulega allt á floti, og spánverjar varla vanir svona mikili rigningu ;) Það er nú líka bara hálfleikur, svo við spyrjum að leikslokum.
Horfi í leikhléi á umdeilda "símaauglýsingu" ekki að ég sé neitt viðkvæm fyrir þessu "Jesú-Júdas" símtali, en finnst frekar að þeir ættu að lækka símreikninginn hjá manni heldur en að eyða peningunum í þessa vitleysu! Ég er nú reyndar hjá Vodafone....sem fer nú reyndar að vera spurning hvort er skárra (eða verra fyrirtæki, þetta eru bæði okurbúllur með lágmarksþjónustu, Vodafone samt skárra núna að mér finnst) en maður þarf samt alltaf að borga "fastagjaldið" til símans, því að þeir eiga dreifikerfið! Talandi um okurbúllueinkafyrirtæki- sem þrífast svona líka ljómandi vel undir handarkrika sjálfstæiðsflokksins....fuss og svei! Leikurinn er víst að byrja aftur, best að fara að horfa í von um að sjá annað mark.....hjá íslendingum :)

Till next...adios

Friday, September 07, 2007

Leiðrétting

Ég er farin að þurfa að leiðrétta prentvillur hjá mér....hummm eða þá bara það að ég er stundum ekkert mikið að hugsa um hvað ég er að skrifa.
Ritgerðin mín um Bókina um veginn á nefnilega ekkert að vera 1800 bls. heldur 1800 orð, og það er víst talsverður munur á þessu. Sem betur fer þarf ég ekki ennþá að gera 1800 bls. ritgerðir ;)
Annars er ég nánast búin með ritgerðina, fer bara eftir því hvað yfir-yfirlesarinn segir um gripinn. Hvort ég þarf að laga og endurbæta frá grunni.
Fór í smá smölunaræfingu í sveitina í dag, náðum nú samt um 70 skjátum, sem er nú bara ágætis æfing ;) Svo verða alvöru göngurnar á morgun og svo réttir á sunnudaginn. Fullt að gera.
Þyrfti svo að fara að drífa mig með bílinn minn í skoðun, gamla grána minn, þarf bara að finna einhvern sem kann að stoppa í gat á hljóðkútnum, er ekki alveg viss um að þeir hleypi mér i gegn um skoðun með gat...á pústinu sko. Veit það dugar ekkert að koma uppstrílaður og brosa sætt til þessara kalla hjá skoðunarapparatinu, svo maður verður víst að reyna að láta laga gripinn :)
Jæja, ætli ég reyni ekki að þýða nokkrar blaðsíður úr The Discovery of Society fyrir svefninn, Karl Marx, það er nú ekki til mikið betra svefnmeðal en blessaðar skólabækurnar ;)
Hafið það gott krúttin mín...

Till next...adios

Wednesday, September 05, 2007

Námstækni

Þar sem ég er að gera sjálfa mig brjálaða á skipulagsleysi mínu, bæði varðandi nám og annað, (ætla ekki einu sinni að nefna skúringar hálfu orði núna) þá hef ég tekið þá ákvörðun að splæsa á sjálfa mig námskeiði í námstækni.
Hefur samt hvarflað að mér hvernig ég á að hafa tíma til þess að fara á þetta blessaða námskeið, sem er í tvær vikur, tvo daga í hvorri viku og tvo tíma í hvert skipti ! En það verður bara að láta vaða!
Ég fór að iðrast afskaplega pirrings-skrifa minna eftir að ég tók til við lestur "bókarinnar um veginn". Þetta er þvílíkt snilldar rit. Speki alveg út í gegn, og ef mannfólkið gæti tileinkað sér, þótt ekki væri nema lítð brot, að þessari speki, þá væri nú gaman að lifa.
Auðvitað er þetta ekkert nema siðfræði, hvernig þú átt að koma fram við aðra og sjálfan þig svo að allir geti verið happý for the rest.......en það er bara eitthvað svo magnað að lesa þetta.
Fyrir utan það að gaurinn sem skrifaði þetta hann Lao-Tse var fæddur 300-400 árum fyrir Krist. Það er víst eitthvað á reiki með hvenær hann var uppi, svona eins og margt annað frá þessum tíma ;) Sumt minnti nú óneytanlega á ýmislegt úr Biblíunni, datt stundum í hug að Biblían væri "lengri" útgáfan af Bókinni um veginn, en maður lætur nú ekkert svoleiðis út úr sér ;)
Svo núna þarf ég bara að skrifa 1800 bls.ritgerð um gripinn fyrir fimmtud. í næstu viku....það- hlýtur að reddast, verð líka byrjuð á námstækninámskeiðinu þá og hef eflaust nógan tíma ;)
Háskólinn á Akureyri á afmæli í dag :) er sko orðinn 20 ára gamall, við fengum köku og kók í tilefni dagsins :)
Fór með Vælir í geldingu í dag. Núna liggur greiið aðallega fyrir, en ef hann reynir að labba er eins og hann sé blyndfullur.....og við hlægjum eins og svín! Óskup er maður vondur, klippir á æxlunarfærin á ræfilinum og hlær svo bara að honum.
Usss, ætla að fara út að skokka og reyna að losa mig við samviskubitið.
Svo les ég aftur Bókina um vegin og íhuga aðeins.

Till next...adios

Tuesday, September 04, 2007

Ands.....

Já, nú er ég bara hætt að vera jákvæð og væmin í þessum bloggskrifum mínum!
Enda allir hættir að nenna að kommenta...set það í beint samhengi.
Bara samt frekar stutt útrásfyrirgremjuna-blogg núna, áður en ég sökkvi mér niður í lestur: "Bókin um veginn" verður lesin í tætlur (sem er nú reyndar ekki erfitt, því gamalt var og lasburða eintakið sem Amtið átti til handa mér), svo verður farið í tvær aðrar skruddur á enskri tungu sem ég er eitthvað að dragast afturúr í lestir með...hummm.
En þá er það pirringurinn! Sko! Í fyrsta lagi (og það varðar bókina um veginn) þá er skítt að það er bara ein fokking bókabúð á Akureyri! Amtsbókasafnið átti bara eldri útáfuna af bókinni, sem var bætheivei gefin út 1971, en ég sem betur fer ákvað nú að taka hana, en kaupa jafnframt nýrri útgáfuna. Á nefnilega að skila ritgerð um þessa merku bók eftir 10 daga.....Svo ég ók sem leið lá í Pennan/Eymundsson og leitaði lengi vel. Ákvað svo loks að spyrja um gripinn, en þá var hún barasta ekki til! Og hafði víst ekki verið til lengi....og var ekkert á leiðinni að vera til!
Svo er maður líka búinn að heyra það að þó nokkur hópur fólks hefur enn ekki getað keypt allar skólabækurnar, af því að þær eru ekki til. Svona fer þegar það er engin samkeppni í gangi, þjónustan verður algert frat! Fuss og svei!
Svo er ég að verða nett brjáluð út af bílastæðum við heimili mitt. Ef ég ákveð að vera svo "góð" að keyra strákana í skólann á morgnanan (sem oftast er nú bara Mikael, Kristján vill frekar labba, en maður er ennþá í þeim pakkanurm að Mikael sé litla barnið sem þarf að stjana við frá morgni til kvölds.....eins gott að hann er í skóla;) en já, hvert var ég komin..., já einmitt, þegar ég er búin að keyra upp í skóla, og þarf ekki strax í minn skóla (eins og t.d núna í morgun) þá eru bara öll bílastæðin orðin full af óhræsis bílum, sem ég hef grun um að tilheyri að stórum hluta starfsfólki leikskólans. Svo annað hvort þarf ég að leggja leeeeeeeeeeeeengst í burtu og labba gríðarlega vegalengd heim, eða bara halda áfram að keyra! Já, mér finnst þetta fúlt, og svo er líka fólk sem á heima hinu megin við götuna sem leggur þarna . Ótrúlegt hvað heimurinn snýst gegn mér;)
Svo annað pirr; það eru ennþá gular ljótar heysátur á víð og dreyf um garðinn, ein meira að segja ofaná stéttinni sem ég geng um á leið minni inn. Svo er fólkið á eftri hæðinni búið að planta hjólinu sínu fyrir framan dyrnar hjá mér, sko inni í húsinu! Stundum verð ég bara svo gáttuð á tillitsleysi og yfirgangi í fólki að ég get bara ekki sagt eitt einasta orð!
En þá bara blogga ég um það og fæ smá útrás.
Enn annað pirr; kettirnir tveir eru að gera mig nett brjálaða, þeir eru tekinir upp á þeim óskunda að færa mér ánamaðka í tíma og ótíma! Koma og skella þessum flykkjum útötuðum í mold, á stofugólfið hjá mér og brosa!
Stundum á morgnana (sérstaklega ef það hefur verið rigning) þá liggja 4-5 stykki hálf þornuð á gólfinu frammi á gangi.
Auglýsi hér með eftir laxveiðimanni sem vantar duglega ormatínara! Læt þá fyrir lítið fé, bæði ketti og orma ;)

Till next...adios