Wednesday, July 30, 2008

Hitabylgja

Í dag ku hafa verið heitasti dagur ársins...en hvað er svo sem hægt að segja til um það núna, þegar sumarið er rétt að byrja??? Ég bara spyr!
Ég ráfaði stefnulaus og hálf sljó um í hitanum í dag með fjóra krakka...enduðum í Listigarðinum þar sem yngir krakkarnir hlupu í gegnum úðara eins og óð...og urðu sum sé hundblaut, en það var allt í lagi því þau voru þornuð áður en við komum heim aftur.
Svo settist ég út og las bók í blíðunni og var að hugsa um að fara og skokka (hlaupa) smá þegar Sverrir bró hringdi í mig og bauð mér í bagga...ég gat náttúrulega ekki sagt nei við því, en mikið er nú mikið púl að stafla böggum í tuttugu og eitthvað gráðu hita! Hef sennilega misst ein 3 kg. af vökva við þetta...en er að reyna að bæta fyrir það með að sötra bjór ;) er nú samt ekkert spes dugleg við bjórinn...þetta er bara einn stuttur bjór og ég að verða svo syfjuð að sennilega er ekkert vit í þessu sem ég skrifa núna!

Svei mér þá ef ég hef ekki tekið smá lit í dag!!!

Það komu vottar-Jehóa í heimsókn til mín um daginn og töluðu um endalok heimsins eins og þeir hafa gert sl. 100 ár eða svo...og maður á náttúrulega að iðrast til að eiga vísa vist í paradís...en ég fór að spá...eigum við ekki frekar að njóta þeirrar paradísar sem við lifum í hér og nú? Í stað þess að lifa í eilífum ótta um hvað verður?
Mér finnst ég amk lifa í paradís, hef allt til alls, æðisleg börn, bestu ættingja ever og frábæra vini og kunningja :) og svo skemmir ekki sólin og góða veðrið fyrir ;)
Ps. þetta er ekkert illa meint um votta-jehóa...bara smá pæling :)

Till next...adios

Tuesday, July 29, 2008

Hulk-ína

Ég rakaði garðinn í dag og fannst voða sniðugt að vera í sandölum, því það var svo heitt og gott veður, alveg þar til ég kom inn...hef sjaldan séð grænni tær, nema þá kanski á Hulk! Hefði verið alveg kjörin í hlutverk The incredible HulkWomen ;) hehe...
Svo afrekaði ég það að fara út að skokka, sem ég hef ekki haft heilsu í að gera síðan í kvennahlaupinu í byrjun júní (þurfti alveg að vanda mig að skrifa ekki kellingahlaupinu.;)...Það var aldeilis fínt að skokka aðeins, fór nú hvorki langt né hratt en gott var það. Vígði nýju hlaupabuxurnar við þetta sama tækifæri og þetta er bara allt annað líf að hlaupa í svona sér hönnuðum fatnaði ;)
Og loksins tókst mér að kaupa ryksugupoka...eitthvað sem ég hef verið á leiðinni til að gera alltof lengi....allt í einu virkaði ryksugan bara miklu betur...datt eitt gott sparnaðarráð í hug þegar ég var að skipta um ryksugupoka....það má bara sauma utanum þá úr efnisafgöngum sem allir eiga heima hjá sér og nota sem púða ;) Gott ráð frá mér í kreppunni ;)

Jæja, best að bulla ekki meira í bili, ætla að skella mér á Batman myndina í kvöld, svona þegar Kristján kemur úr bíói ;) við bara skiptumst á að fara í bíó...hehe

Sól sól sól...

Till next...adios

Monday, July 28, 2008

I say hey hey hey

Það voru gífurlegar heyannir hjá mér í dag...fór fyrst í sveitina og rakaði dreifar og snéri á einu túni...en við svo búið varð ekki búið svo ég sló garðinn þegar ég kom heim...og það var puð, hálf ónýt sláttuvél og gras sem allir bændur væru löööööööngu búnir að slá ;)
Ég endurheimti hann Kristján minn í kvöld, það er voða gott að fá hann aftur eftir 9 daga í burtu...jafnvel þótt þeir bræður rífist örlítið ;)
Það er brostið á með þvílíkri blíðu að annað eins hefur ekki sést...í sumar ;)

Tja...einhverra hluta vegna hef ég ekki meira til málana að leggja á þessari stundu...en er létt í lundu :) hafið það gott í góða veðrinu :)

Till next...adios

Friday, July 25, 2008

Kristjánssögur II

Hér er ennþá sól og blíða og heyskapur...same old same old...eða new ;) held bara áfram að byrta áður óútgefnar smásögur eftir Kristján...Næsta saga heitir ekki neitt en er á þessa leið:

Það var einu sinni maður sem vildi sumarfrí. En konan hans sagði "Neeeheeeei! Þú verður að fá meiri PENINGAZ!" Öskraði hún. Þá keypti maðurinn sumarspil fyrir kvensu. Hún var upptekin af þessu svaka flotta spili að hann hljóp til Árna og fékk lánaðan bát.
Hann silgdi til Timbuktu og fékk sér ellefu undirskálar og elskaði þær að eilífu. Á meðan var kvensa orðin TJÚLLZ! "Hann er farinn >=(" vældi hún. Hún neyddist til að vinna sem þjónustustúlka fyrir Britney Spears að eilífu!!!
LOS ENDOS

Ég er búin að kaupa mér miða á tónleika með Ragnheiði Gröndal annaðkvöld, það verður gaman. Skemmtum okkur saman :)

Till next...adios

Thursday, July 24, 2008

Kristjánssögur

Í þeirri von að Kristján komist ekki í bloggheima mína, þá ætla ég að stelast til að setja hér inn örlítið sem ég hef fundið eftir hann, þetta held ég að séu ritgerðir sem hann gerði í skólanum fyrir ca. 2-3 árum síðan.
Hér kemur sú fyrsta, ég tek það fram að ég breyti engu, hvorki orðalagi né stafsetningu.

Afhverju dans er lummó!!!
Dans er ónauðsinleg og þreytandi "hreyfing" sem hefur nákvæmlega engann tilgang! Að standa og hlusta á danskennarann röfla um spor sem eru nákvæmlega eins í hverri einustu viku er tímaeyðsla og leiðinlegri en að þurfa að horfa á málníngu þorna.
Það er neitt mann til að dansa við einhvern sem maður þolir alls ekki og hlusta á léleg lög eftir Justin Timberlake á meðan.
Dansarnir eru allir "skref fram, tvö skref aftur" og endurtaka sig eftir fimm spor. Íslenska, Danska, tæknimennt...jafnvel STÆRÐFRÆÐI er skárri en dans. Sporunum er gleymt á sekúntubrotinu þegar maður gengur út úr stað glæpsins.
Dans er eitthvað sem enginn hefur áhuga á og ætti aldrei að snúa aftur!!!


....svo mörg voru þau orð....ég ætla að láta hann Kristján minn lesa þetta eftir svona 5 ár eða svo ;)

Till next...adios

Wednesday, July 23, 2008

Sumar

Sumarið er komið, það fer ekkert á milli mála lengur. Ég fór í sund í dag og lá eins og skata og bakaðist í sólinni...tjill tjill tjill...skrapp svo í sveitina að snúa fyrir Sverrir en ekki fór betur en svo að ég stór skemmdi heyþyrluna...tja, kanski ekki beint mér að kenna...en frekar leiðinlegt samt.

Svo er ég einnig að toppa mig í bíó ferðum þessa dagana, fór að sjá Hellboy í gærkv. flott mynd, alltaf gaman af svona ofurhetjumyndum ;)

Jæja, litli gutti heimtar kósí kvöld með nammi og dvd áhorfi...og ég er hlýðin og vel upp alin móðir og geri eins og mér er sagt...

Sól sól sól :)

Till next...adios

Tuesday, July 22, 2008

Sumarfrí :)

Síðasti vinnudagurinn í leikskólanum var sl. föstudag, það var fínt, fékk meira að segja blóm og allt...varð voðalega hissa þegar leikskólastórinn færði mér rós svona í þakklætisskini fyrir samstarfið, enda fær hún topp einkunn frá mér sem yfirmaður ;)
En eftir að ég kom heim eftir vinnu, þá var nú nóg að gera. Ég pakkaði ofaní töskur fyrir mig og strákana, skrapp í búð og keypti stígvél á Kristján, skrapp í sveitina og náði í gítarinn hans Nonna bró...og svo var rokið að stað með Kristján út á flugvöll. Kristján fór sum sé suður til pabba síns (og fór svo reyndar á vestfirðina í sumarbústað daginn eftir) þar sem hann verður sennilega í viku tíma eða svo. Þegar flugvélin hans var farin í loftið þá brunuðum ég og Mikael til Egilsstaða. Við komum á áfangastað um kl.23:08 í rigningu og myrkri svo það var voða gott að koma til Árna og Siggu Láru, kjafta, fá sér öl og spila "meistarann"...ps. Árni vannn.

En auðvitað var skollin á þvílík blíða morguninn eftir, eins og alltaf þegar ég er fyrir austan (ég er nefnilega alveg viss um að það er alltaf gott veður á Egilsstöðum, því það er alltaf gott veður þar þegar ég er þar...svo svoleiðis er þetta bara). Við skiptum okkur niður í tvo bíla sem sagt: ég, Mikael, Nonni, Kathleen, Sigga Lára, Árni, Gyða og Friðrik litli og brunuðum á Borgarfjörð-eystri. Það var nú reyndar ekki brunað alla leiðina því leiðin er brött og holótt og örlítið glæfraleg á köflum, en vel þess virði. Það er nefnilega ákaflega fallegt þarna, við gengum upp á Álfaborgina og fórum út á bátahólma þar sem er friðað varpland og allt fult af lunda, súlum, æðarfugli og alveg geggjað að sjá lunda svona í návígi...flottir fuglar :)

Á laugardagskvöldinu þegar við komum heim frá Borgarfirði eystri þá var nú etið og drukkið...reyndar fór karlpeningurinn í golf og á meðan við skvísurnar sötruðum öl og leystum öll heimsins vandamál...en þegar þeir komu aftur þá var auðvitað tekinn póker sem ég vann :)

Á sunnudeginum fórum við svo á uppáhalds staðinn minn, sem er Skriðuklaustur og fengum okkur alveg geggjað hádegis-hlaðborð. Mér finst þetta alveg frábær staður, æðislegt hús og snilldar matur, það er sama hvað maður fær sér þarna, það er allt gott...sennilega besti veitingastaður á landinu :) ódýrt og svakalega gott....nammi namm!
En eftir mikið át og spjall þá fórum við Mikael að renna heim á leið, stoppuðum nokkrum sinnum, eins og að sjá leirhverina í Mývatnssveit, Mikael vildi reyndar ekki stoppa lengi því honum fanst svo hræðileg lykt þar ;)
Þegar við komum heim þá var skipt um föt og farið í sveitina í heyskap...og Mikael lét nú ekki sitt eftir liggja þar, hennti böggum á við fullorðinn mann og vildi bara "meiri vinnu" þegar við vorum búin að koma heyinu í hús ;) hann er efnilegur sveitakall :)
Svo sunnudagurinn var langur og strangur en skemmtilegur.

Í gær skruppum við svo á Dalvík að heilsa upp á ömmu Mikaels og svo fór ég í bíó um kvöldið á "MammaMía" sem ég verð að segja að er hrein snilld....ég hló og brosti nánast allan tímann og þurrkaði einu sinni smá tár ;) bara alveg eins og góðar myndir eiga að vera...og æðisleg lög og enn betri leikarar....ALLIR Í BÍÓ :)

Jæja, læt þessum laaaaaaanga pistli lokið í bili, veriði góð hvert við annað og njótið sumarsins í öllum veðrum :) við bara verðum ;)

Till next...adios

Wednesday, July 16, 2008

Nýtt hásæti ;)

Ég afrekaði það loksins í gær að kaupa mér nýtt klósett...það gamla var niðurbrotið með sírennslisvandamál og eflaust fegið því að fólk sé hætt að gefa skít í það! En mikið er nú nýja fína salernið mikið dásemdar tæki...passar alveg mínum prinsessu rassi og svo er bæði hægt að sturta lítið fyrir nr.1 og stórt fyrir nr.2...mikil eru tækniundur nútímans ;) hehehe...

Laununum mínum var kippt í liðinn í snarhasti í gær, leikskólastjórinn stökk í það að tala við launadeildina um leið og ég sagði henni frá þessari vitleysu...fljót og góð þjónusta þar :) núna á ég bara eftir að vinna í tvo daga og svo sumarfrí :) ekki það að þetta sé neitt svo voðaleg vinna, ég er bara farin að hlakka óstjórnlega til þess að geta SOFIÐ ÚT eins og strákarnir...svo ligg ég í leti í ca. 3 daga og verð svo eflaust að heyskapast eitthvað. Er einnig að plana að mála eitthvað af íbúðinni, amk baðherbergið (það verður nú að vera fínt eins og klósettið...þarf reyndar nýjan vask líka, sá gamli alveg að fara í vaskinn), herbergið hans Kristjáns og helst eldhúsið....svo endar þetta eflaust á því að ég mála ekki neitt! Get kanski reynd að mála bæinn rauðan einhverja helgina ;)
Annars fer Kristján suður á föstudagskvöldið og þá er planið að bruna beint austur á Egilsstaði, ætti að geta náð þangað um miðnæturbilið...

Well, nóg af plönum í bili...sólin skýn og ég ætla í sjoppu og kaupa hammara og ís á liðið ;)

Till next...adios

Monday, July 14, 2008

Hraun

Ég hef verið að hlusta á Rás 2 undanfarna daga í vinnunni, og komst að því að þetta með að hafa plötu eða plötur vikunnar er alveg snilld. Ég hafði nefnilega þá trú að hljómsveitin Hraun væri agaleg dauðarokkshljómsveit og væri vart fyrir miðaldra húsmæður eins og mig...en viti menn, þetta er hreint snilldar hljómsveit! Hraun er nefnilega með plötu vikunnar á Rás 2 og ég er búin að hlýða á þessa dásemdar tóna frá þeim í allan dag :) mæli með þessari plötu.

Nú eru aðeins 4 dagar fram að sumarfíi :) ég þarf samt að reyna að vera með einhver leiðindi í vinnunni á morgun, þar sem ég rak augun í það áðan að fíflin (sum sé fíflin á launadeild Ak.) hafa gert sér lítið fyrir og lækkað launin mín talsvert. Settu mig í að vera aðstoðarmatráður í stað matreiðslumanns II. Eins gott að þetta verði lagað, annars fær liðið ekkert að eta næstu 4 daga ;)

Alltaf er nú "gaman" þegar fólk í útvarpinu ruglar saman eða þekkir ekki merkingu málshátta eða orðatiltækja. Ég heyrði fullorðinn karlmann lýsa því yfir í útvarpinu í dag að: "þetta er þúfa sem varð að þungu hlassi"! Þar átti maðurinn við að eitthvað hafði vaxið með árunum, aðsókn að einhverju eða eitthvað svoleiðis. Kanski heldur blessaður maðurinn að þúfan verði að þungu hlassi og velti svo sjálfu sér ;) smá pæling.
Svo þoli ég ekki orðleysur sem er fari að nota í auglýsingum, eins og t.d. "Fríkeypis" arg...annað hvort er eitthvað frítt (sem er náttúrulega beint úr enskunni) eða ókeypis...ekki fríkeypis og hananú!!!

Læt röfli lokið í bili, tölum fallegt mál og segjum falleg orð við hvort annað ;)

Till next...adios

Saturday, July 12, 2008

B & B

Er með bronkítis og barkabólgu...fór sum sé aftur til doktors í gær, sem sendi mig í lungnamyndatöku sem kom ekkert út úr. En ég er komin á einhvert sterapúst núna og verð eflaust orðin fílhraust með vöðva og bringuhár eftir viku tíma eða svo! ;)

Ég byrjaði á að fara í gegnum fataskápinn hjá mér í dag (skrítið að tala um að fara í gegnum skápa...hummm...þá kæmi ég út úr skápnum inn á baði hjá mér!) og þar kom nú ýmislegt skrítið í ljós! Ég á t.d fleirihundruðogfimmtíu sokkabuxur!!! Og heilan haug af fötum sem ég nota ekkert og hendi ekkert....hummm, en þetta er amk í meiri röð og reglu en það var :)

Jæja, það rignir og rignir....fer að hafa það á tilfinningunni að sumarið sé bara að bíða eftir því að ég fari í frí ;)
En við skulum bara syngja og dansa í rigningunni og láta okkur fátt um finnast, því lífið er yndislegt :)

Till next...adios

Thursday, July 10, 2008

Hraðflug

Það kann að vera að ég hefi lauslega minnst á það áður, hér á þessum merka miðli mínum, hvað tíminn flýgur hratt áfram! Allt í einu er bara ein vika og einn dagur þar til að ég fer í sumarfrí og verslunarmannahelgin á næsta leiti! Ég veit ekki afhverju, en einhverra hluta vegna, þá finnst mér sumarið alltaf vera næstum búið eftir verslunarmannahelgina...hummm, sem er auðvitað fjarri lagi, bara einhver meinloka í mér ;/
Af heilsufari er það að frétta að ég er ennþá með hóst, hor og hálsbólgu...há-in 3 ...en við svo búið verður ekki búið og á ég pantaðan tíma hjá lækni á morgun...og þar ætla ég sko að væla meira en síðast...enda heyrðist ekkert í mér þá ;)
Það var annars næstum fyndi þegar ég hringdi á heilsugæsluna í morgun og spurði hvort það væri laus tími hjá einhverjum lækni eftir kl.14 í dag...afgreiðsludaman fór bara að hlæja og sagði að ég væri bjartsýn! Ég taldi það hinsvegar vera af því góða að vera bjartsýnn og spurði hvort það væri þá laus tími á morgun...og viti menn, það var laus tími kl.14 ;) hehehe...afgreiðsludaman varð nærri hissa þegar hún tjáði mér það :)
Jæja, best að ganga nú ekki alveg fram af ykkur með veikinda væli....
Planað er að Kristján fari suður til föðurhúsa á föstud. eftir viku og þá ætla ég að pakka mér og Mikael niður og brenna austur á Egilsstaði :)
Svo það er eins gott að doksi gefi mér pensilín svo ég "horist" ekki yfir fólkið á héraði ;)

Njótið sólarinnar :)

Till next...adios

Tuesday, July 08, 2008

Hrós

Ég fékk hrós í vinnunni í dag, ekki svo sem eins og það sé í fyrsta skiptið, en þetta var bara svo einstaklega skemmtilegt. Það var nefnilega einn lítill gutti sem settist niður og fór að borða matinn sem ég hafði eldað í dag og sagði svo: "ummm, þetta er sko góður matur, þetta er bara alveg eins og á veitingahúsi". hehe...alltaf gaman að fá svona heiðarleg hrós frá litlum krökkum, þau eru sko ekkert að reyna að smjaðra fyrir einum eða neinum.
Svo heyrði ég samtal nokkura krakka í dag, þau voru greinilega að tala um einhverja sem hét Ásta, og ein lítil sagði: " Ásta byrjar á S og svo kemur Ö,... ÁSTA, sko bara!" :)
Já, það er gaman í vinnunni ;) reyndar alveg hellingur að gera þar sem ég verð bara ein og einráð í eldhúsinu næstu tvær vikurnar.
Annars hef ég verið að smá ná mér eftir rosa-risa flensuna sem ég fékk...hef bara ekki lent í öðru eins laaaaanga leeeeengi...er enn með smá hor, hósta og hálsbólgu, en þetta er allt á réttri leið...vonandi :)

Mikael Hugi er sokkin ofaní Pokémon-spila-söfunu...alveg forfallinn, hann fékk smá af afmælispeningunum sínum til að kaupa spil og fór með vini sínum í búðina í gær...svo þykjast þeir ætla að safna spilunum saman... sem virðist felast í því að Mikael á að leggja til peninga í spilakaup og vinur hans eiga helminginn á móti honum...hummm...og ekki nóg með það, ég fór út að borða í gærkveldi í góðra kvenna hópi, sem var náttúrulega svaka gaman, en þegar ég kom heim, þá hafði Mikael keypt eitt stórt spil af vini sínum á 8.000 kr.!!! Minn bara bjargaði sér og náði í peninginn sem ég hafði ætlað að leggja inn á reikninginn hans og borgað gaurnum si svona...ég varð náttúrulega alveg æf og las honum pistilinn og sagði að það yrði hans fyrsta verk morguninn eftir að fara til vinar síns og skila spilinu og fá peninginn til baka. Svo kom gaurinn morguninn eftir með peninginn, svo sennilega hafa fleiri mæður en ég skammast ;) Hann er samt ennþá að reyna að selja Mikael spilið en er kominn ofaní 2.500 kr.!!!!hehe...á greinilega framtíð fyrir sér í bisness ;)

Knúsumst um stund...

Till next...adios

Wednesday, July 02, 2008

Öll él byrtir upp um síðir...

og rigningin styttir upp ;)
Það var að bresta á með blíðu, sólin skín og fuglarnir fara að syngja...svona þegar þeir verða orðnir nógu þurrir til þess.
Horið í nefinu á mér er einnig farið að stytta upp...samt dropar aðeins ennþá...en ég vonast eftir sólskini þar líka fljótlega :)
Ætlaði að skrifa eitthvað voða spennandi hér inn...en gleymdi því þegar ég fór að tala um hor... eins og glöggt má sjá, þá hefur líf mitt ekki verið þrungið spennu síðustu dagana.

Stefni á að kaupa bókahillur og koma skikki á annars óskipulagðan kaos gang, hér í íbúðinni...sem gerir lítið annað en safna óþarfa blaða-drasli... Ætla samt að losa mig við eitthvað af gæða-bókmenntum, svo ef einhver vill eiga: Sven Hassel, Alester McClean og Stephan King, þá má hafa samband :)

Hætt í bili og farin í háttinn...

Till next...adios