Sunday, December 19, 2004

6 er gott :)

Laugardagur 18.des.04

6 er gott, já ég varð alveg ofsalega ánægð með 6 sem ég fékk í stærðfræðinni.
Í annari tilraun.

Varð ógeðslega reið að falla með 3,4 en tók það svo í annari tilraun með 6 :)

Svo ég ók upp í VMA fyrir klukkan hálf 10 í morgun, til að útskrifast :)

Ég fór fyrst með Mikael í pössun og Kristján sem var svo ooofsalega þreyttur, ákvað að vera bara heima.

Enda ekki gaman fyrir þessi krakkagrei að sitja kyrr í tvo tíma.
Ég átti meira að segja erfitt með það sjálf, var orðin dofin í afturendanum!

En þetta hafðist.

Ég var eini matartæknirinn sem útskrifaðist núna.

Svo eftir athöfinina, ræðuhöld og tónlistaratriði var myndataka.
Það voru 67 að útskrifast svo þetta var þokkalega stór hópur.

Eftir myndatökuna kíkti ég í vinnuna, var búin að lofa stelpunum í vinnunni að koma með húfuna ;) þær voru allar voða glaðar fyrir mína hönd og kysstu mig í bak og fyrir.

Síðan fór ég heim til strákanna minna (Guðrún barnapía var komin heim með Mikael) og einhverra hluta vegna var ég alveg sprungin!

Laggðist upp í sófa og horfði á Spiderman með Mikael, og hálf svaf yfir myndinni.
Elísabet vinkona kíkti, færði með blóm og var voða sorry að hafa ekki geta vaknað nógu snemma til að vera við útskriftina.
Ég sagðist nú samt ætla að mæta í hennar útskrift þegar hún útskrifast sem letitæknir. Hehe :)

Samt skrítið hvað lítið hefur breyst, ég fékk nellikku í barminn, fína VMA nælu, þessa flottu vínrauðu húfu og ljómandi ánægjulegt skírteini.
Samt er ég ennþá sama gamla ég, og horfi á drasl, ryk og skítug gólf sem hafa beðið svo ljómandi þolinmóð eftir mér.

Svo í dag verðlauna ég sjálfa mig með að gera nánast ekki neitt (þurfti nú að setja í eina vél) og á morgun the real life. Skúra skrúbba og bóna, það eru að koma jól :)

Byrtist ekki hún Ólöf, alveg óvænt, hringdi að vísu á undan sér til að athuga hvort ég væri heima, gaf mér rós og kort, og glaðning frá vinnufélögunum :)
Það er nú aldeilis frábært að vinna með svona góðu fólki.

Þetta var bara rólegur og ágætur útskriftardagur :)

Till next...adios

Saturday, December 04, 2004

Prófdagurinn mikli

Föstudagur 3.des

Ég svaf nú ekki mikið nóttina áður. Vaknaði um kl.2 og sofnaði ekki aftur fyrr en um kl.4 Dreymdi þá að Þórður bróðir hennti í mig alskyns dóti, poka fullum af gulrótum, stáldunk fullum af koktelsósu og fleiru í þeim dúr, ég vaknaði svo hálf grátandi yfir þessum óskupum!

Kom svo Kristjáni í skólann og Mikael í leikskólann.
Keyrði sem leið lá upp í VMA.
Fékk nett taugaáfall þegar konan í afgreiðslunni fann ekki nafnið mitt á próflistanum. Svo fann hún það, var bara ekki þar sem hún leitaði. C-álma stofa 9... ég arkaði af stað, eftir að hafa fengið örlitlar upplýsingar um hvar C-álmu væri að finna. Var nokkuð viss um að vera á réttum stað, en þar sem ég fann engar merkingar í líkingu við “C” eða jafnvel “C-álma”, þá þorði ég ekki annað en að spyrja, bara svona til að vera viss.
Þá urðu á vegi mínum þrjár ljóshærðar skvísur, sem töluðu svo mikið að ég rétt gat skotið inní þeirri spurningu minni, hvort ég væri á réttri leið. Jú, jú, þetta var víst C-álman, svo nú hófst leitin að stofu 9.
Fannst stofunúmerin vera full handahófskennd. Ekki alveg svona í röð eftir hækkandi númerum, en samt nokkuð í áttina. Þar sem ég gekk um, horfandi á hverja hurð sem á vegi mínum varð, kom til mín kona sem virkaði svipað áttavillt og ég og spurði : “ert þú líka að leita að stofu 9?”
Jú, ég hélt nú það, og í sömu svifum bar leit mín árangur og hróðug sagði ég konunni að ég væri sko búin að finna hana.

Þótt klukkan væri rúmlega 8 (próftíminn 8:15) voru ekki nema 3 eða 4 nemendur mættir. Sátu út í horni, og tóku dræmt undir “góðan daginn” . Ég valdi mér sæti aftast, í lausa horninu og reif upp blíant, yddara, strokleður og 15 ára gamla vasatölvu.
Fór ofaní úlpuvasana og fann þar bíllykla og snuð.
Allt í orden!

Svo fór nú að fjölga í stofunni. Þarna kom inn fólk á mínum aldri, sennilega einhverjir iðnaðarmenn, tveir voru í eins vinnubuxum, einn var í jakka merktur “Ljósgjafinn” og svo nokkrir sem var ómögulegt að spá í hvað gerðu. Svo komu unglingarnir. Einn kom svo slyttingslega inn í stofuna að ég var hrædd um að hann hitti ekki á stólinn. Fór að spá í hvenær á lífsleiðinni strákar hættu að “slettast” áfram og færu að samhæfa limaburðinn í nokkurnvegin eðlilegt göngulag. Spurning!
Svo kom grafalvarlegur maður inn, með bunka af blöðum undir hendinni. Maginn í mér fór í enn meiri hnút og ég þakkaði fyrir að hafa ekki borðað meira en ég gerði um morguninn. Sem var ca.20 kókópuffskúlur og mjólk.
Elísabet Katrín Friðriksdóttir! Ég náði að veifa máttleisislega hendinni og sagði mjóróma: hérna! Hann kom arkandi til mín og lagði stóra dóm kæruleysislega á borðð fyrir framan mig. Hélt svo áfaram að útdeila prófum....ég hætti að heyra nöfnin og horfði stjörf á blaðið fyrir framan mig. Prófið er 5 blaðsíður, leifileg hjálpar gögn eru.... FIMM BLAÐSÍÐUR!!!!
Það er nú bara ekki í lagi !
Svo opnaði ég prófið, ekkert blað til að reikna á!
Ég veifaði aftur máttleysislega hendinni og bað auðmjúklega um rúðustrikað blað. Humm, yfirsetumaðurinn hafði víst ekkert svoleiðis meðferðis, en til allrar lukku átti fjarkennslustjórinn hann Ingimar leið hjá og stökk af stað til að redda þessu.
Svo ég náði að svitna í góðar fimm mínútur í viðbót.
Maginn var farinn að snúast í hringi og ég var á báðum áttum hvort ég ætti að hlaupa á klósettið eða bíta á jaxlinn.
Ákvað að bíta á jaxlinn, því ég hafði ekki hugmynd um hvar klósett væri að finna.
Fékk svo blaðið mitt og hófst handa.
Tíminn æddi áfram, ég notaði sömu aðferð við öll dæmin í von um að hitta á að gera eitt rétt. Þegar prófyfirsetumaðurinn sagið: “fimmtánmínútur eftir” átti ég tvö dæmi eftir. Renndi yfir þau, fannst það seinna vænlegra til árangurs (gilti 15%) og hljóp yfir það á hundavaði.
Skilaði prófinu og arkaði út.
Var óneitanlega léttara yfir mér en þegar ég gekk inn.
Lét samt ekki eftir mér að reka upp gleðiöskur er út var komið.
Ætla að geyma það þar til ég fæ einkunn.
Og vona þá sannarlega að það verði GLEÐI öskur.

Till next...adios

Saturday, November 27, 2004

Lazy town

Latibær
Ofsalega mikið réttnefni á Akureyri ef maður spáir í það.
Ekki það að fólk sé latt yfir höfuð. Heldur nennir það bara ekki að gera eitthvað sem það telur vera óþarfa.
T.d ef eitthvað er um að vera. Kveikt á jólatré, uppákoma í miðbænum, þá er ekki mikil mæting. Á annað hundrað manns í miðbænum...er stundum sagt. Samt búa víst um 16.000 manns á Akureyri og hlýtur að fara fjölgandi miðað við öll húsin sem spretta upp eins og golfkúlur!

Þar sem áhugi manna á golfi hefur aukist gríðarlega síðustu misseri, tel ég víst að golfkúlur séu orðið algengara fyrirbæri en gorkúlur.

Lág laun, mikill snjór.
Kanski bara vænlegast að drífa sig í ysinn og þysinn í stórborginni.

Það ku að vísu vera jafn kallt (eða örlítið kaldara) í 5°C hita í Rvk. eins og í 5°C frosti á Ak.

Jæja, ætli maður hugsi þetta bara ekki aðeins lengur...svona fram á vorið og þá kemur hiti og sól og þá bíður maður til haustsins og þá er skólinn allt í einu byrjaður og þá bíður maður til vorsins og þá kemur hiti og sól.....

Áður en maður veit af situr maður í ruggustólnum sínum fyrir framan sjónvarpið með barnabörnin á hnjánum, heklar lopapeysur og syngur "aldrei fór ég suður" með Bubba Morteins.

Svo sem til margt verra en það....hugs hugs...

Till next...adios

Tuesday, November 23, 2004

og marrið í snjónum

...var það eina sem heyrðist í kyrrðinni.
Hver hefur ekki lesið svona lýsingu í rómantískri ástarsögu?
Þar sem unga og ástfangna parið gekk um skógivaxna hlíðina, snjórinn sligaði greinarnar og það eina sem heyriðst var marrið í snjónum.

Mér svona datt þetta aðeins í hug þegar ég ruddist út í 15°C frostið á laugardaginn.
Reyndar heyrði ég helling meira en marr, heyrði í bílum og fólki að skafa af bílum og fólki að reyna að koma bílunum sínum í gang, fólk að fá start...og s.frv.

Mikið ofsalega var nú KALT !

En þar sem ég er af víkingum komin, dreif ég mig á jólahlaðborð um kvöldið (barnapían kom reyndar á stuttermabol! og ákvað ég að hún væri bara nær víkingunum í þróunninni en ég).

Mikið var nú etið en minna drukkið.

Reyndar hafði ég ágætis tíma til að hugsa er heim kom,laust fyrir miðnættið, og ákvað alveg með sjálfri mér, í ljósi fyrri reynsla minna í karlamálum að: ÉG ætlaði að leggja stund á skírlífi!
Eða að minnsta kosti þangað til að frostið færi niður fyrir 10°C !

Svo í dag er ég mjög ánægð, frostið komið niður í 1°C og fór meira að segja niður fyrir frostmark seinnipartinn í dag.

Svo nú bíð ég bara eftir drauma prinsinum (Shrek er að verða ljómandi góður kostur...en meira að segja hann á kærustu!)..........og bíð og bíð og bíð og bíð og bíð og bíð go íðb bo bðg bí goð og bíð :)

Tralll la la Cest a la vi...

till next... adios

Thursday, November 18, 2004

Nú er það svart maður...

...allt orðið hvítt!
Og jafnvel örlítið meira en bara hvítt!
Hér er allt að fara á kaf.

Fyndin fréttakona hjá Bylgjunni sagði í morgun:"Það snjóaði aðeins á Akureyri í nótt, en ekki nægjanlega mikið til að hægt sé að opna skíðalyftur í Hlíðarfjalli". !!!

Svona fólk er bara ekki í lagi!

Það er eins og það sé eitthvað "möst" að hægt sé að opna í fjallinu, alveg slétt sama er mér!
Auðvitað aukast tekjur bæjarins ef allt fyllist af trítilóðum snjórennurum. En eitthvað kostar líka að moka og moka götur bæjarins.

Svo þarf maður að druslast til að skafa og moka upp bílinn á morgnana. Og tillitslaus lýðurinn æðir áfram sem aldrei fyrr og er slétt sama þótt "bjargarlaus" kona sitji föst í skafli eða spóli og spóli í hálkunni...Nei það er sko frekar ruðst framfyrir, heldur en að bíða augnablik, svo maður þurfi ekki að stoppa á mjög svo óheppilegu augnabliki.

Annars ætla ég ekkert (eða lítið) að láta snjóinn fara í taugarnar á mér í vetur.
Ég veit að það verður nóg af honum svo ég nenni ekki að vera pirruð í allan vetur.

Er samt viss um að bærinn gæti sparað hellings pening, ef hann leggði bara af þetta skíðalands vesen. Selja bara troðarana og lyfturnar. Staffið getur fengið vinnu við kennslu, (kennarar hvort sem er farnir að vinna við "uppistand"). Og ef fólk þarf endilega að vera eitthvað að þvæla þetta á tunnustöfunum, getur það bara skellt þeim á axlirnar og arkað upp brekkurna!
Tvöföld útrás.

Læt ég nú þessum skíðasnjóapistli lokið...góðar (snjó-)stundir:)

Till next...adios

Tuesday, November 16, 2004

Slegið á frest...

Ég frétti af námskeiði, sem var reyndar í gær, (sennilega að tilefni afmælis míns) sem hét :"afhverju frestum við"?
Alveg snargáfuð kona, einhverslags ráðgjafi , var með þetta námskeið.
En ég ákvað að fresta því að fara á það.

Ég er alveg ofboðslega flink að fresta.

Fór að reikna, en fattaði svo að ég átti eftir að sækja verkefnið á netið.
Svo ákvað ég að kíkja aðeins í leiðinni á nokkur blogg....og fyrst ég var á annað borð að því, þá var nú alveg tilvalið að skrifa smá. Aðallega til að nenna ekki að læra!
Íllu er best skotið á frest. Sagði einhver snillingur.

Svo ég fresta lærdómnum framm á síðasta dag.

Svo fresta ég að tala við fólk, ef ég er eitthvað hrædd við viðbrögðin.

Svo fresta ég öllu sem ég mögulega get...

Svo heyrist mér kennarar vera að hugsa um að fresta því að haga sér heimslulega...

Svo ég er að hugsa um að fresta því að skrifa meira í bili...

Till next...adios

Monday, November 15, 2004

Afmælið mitt :)

Ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli sjálf
ég á afmæli í dag...........vei jibbí, húrrrra :)

Byrjaði vel dagurinn...eða þannig, svaf aðeins yfir mig, og ruslaði strákunum á fætur í snarheitum við lítin fögnuð.
Svo byrjaði stimpilklukkan að pípa afmælissönginn þegar ég loksins stimplaði mig inn, svona 15 min á eftir áætlun.

Ætlaði að vera voða dugleg og læra, en nennti því ekki...

Er nánast ennþá að jafna mig eftir stuð helgarinnar!
Kabarettinn tókst alveg feyki vel, og allir sælir og glaðir.

Svo kíkti Alla mágkona áðan og færði mér afmælisgjöf frá familíunni, hring og eyrnalokka :) æði.

Er annars að hugsa um að skríða í rúmið, er soldið þreytt...reyni bara að skrifa eitthvað nánar um helgina og fleira við tækifæri....andinn ekki yfir gömlu konunni núna!

Ákvað bara aðkoma því að að ég ætti AFMÆLI, svona fyrir þá sem gleymdu því :)

Till next...adios

Sunday, November 07, 2004

Ergelsi

Ó bloggið mitt blíða
því bregðstu mér nú?...

Þetta er þriðja tilraun mín til að skrifa eitthvað.
Alltaf kemur einhver leiðindar villumelding og allt fer, hverfur, kabússs!

Ætla núna að sýna hvað ég er fljót að læra af reynslunni, og skrifa lítið...og reyna að senda það. Athuga svo hvað gerist.

Var annars búin að skrifa tvö, hreint snilldar, blogg.
Sem nú svífa heimilislaus um símalínur alheimsins. Or not....

Ef þetta virkar ekki núna, fer ég í fýlu og skríð upp í rúm!

Till next...adios

Saturday, November 06, 2004

Stundarbrjálæðið....

Ofboðslega er nú að verða langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast.
Hummm reyni að bæta úr því hér með...

Ég fékk eitthvað eyðslu-kast í dag!
Fór fyrst í BT og ætlaði að kaupa nýtt víedó (það gamla át síðustu spólu, og frussaði henni út í tætlum!) en í þessari "Brjálæðislegu Tækjabúð" var aðeins eitt vídeó á boðstólnum!
Eitt vídeó?! Eru allir hættir að kaupa vídeótæki???
Manninum í búðinni fannst það nú bara alveg í góðu lagi, það kostaði 14.900kr. Sem mér fannst of mikið fyrir svona einnota tæki.
Annars bauð hann mér sambyggt vídeó og DVD sem kostaði 37.000 og eitthvað... en fannst samt ekki taka því að standa upp og sinna mér neitt.
Hann sat þarna eins og límdur við skrifstofustólinn sinn og snéri sér í hringi eins og lítill krakki.
Fannst ég greinilega ekki þessleg að ég myndi kaupa neitt.

Þá kom hann Kristján minn hoppandi með Scooby Doo 2 DVD diskinn og krafðist þess að hann yrði keyptur.
Ég var nú svo sem búin að lofa því að kaupa hann þegar hann kæmi út (lofaði því í verkfallinu langa, orðin hálf rænulaus af verkfallssyndrome).
Svo er ég að reyna að gera ekki mikið upp á milli strákanna, svo ég keypti "Stjúart litla" á einhverju glæpsamlegu tilboði 990kr.

Svo arkaði ég með diskana að afgreiðsluborðinu, og þar var nú annað upp á teningunum, enda allt annar afgreiðslumaður á ferðinni.
Það var bara "þakka þér fyrir", "gerðu svo vel" og þakka þér kærlega fyrir" í öðru hverju orði!
Ég hélt að hann myndi jafnvel bjóðast til að halda á pokanum (með diskunum 2) út í bíl fyrir mig....en það slapp til :)

Jæja, og áfram hélt ég með eyðsluglampann í augunum....eitthvað yrði að gera til að auka "flæðið" á kortinu mínu fína.
Datt í hug að fara í BÍKÓ og athuga hvort þeir ættu fleiri en eitt vídeótæki, en viti menn, eitthvað hafði greinilega fréttst af þessum ferðum mínum svo þeir skelltu bara niður grindarhliði all vígalegu rétt við nefið á mér og sögðu að þeir væru að loka!
HUH, ég var nærri búin að garga á þá í gegnum víggirðinguna að ég hafi nú ætlað að eyða stórfé þarna hjá þeim. En hætti við. Of kurteis og vel upp alin.
Gekk bara í burt og fór að hugsa hvaða búðir væru opnar lengur en til 2 á laugardögum....
Ákvað samt að fara í Nettó, þar sem það var í leiðinni...
Keypti þar tvo diska. PATIENCE með krúttinu mínu honum Gogga Mikaels, og syngur hann fyrir mig í þessum skrifuðu orðum.
Hann Kristján minn fann þarna "nýja" diskinn með Ýrafár á aðeins 990kr. sem ég var svo sem einhverntíman búin að lofa að kaupa fyrir hann......
Og þó ég hafi ekki keypt "neitt" þá náði ég að eyða þarna rúmum 6.000 kr. DUGLEG :)

Þegar þessu var lokið, vildi Kristján komast heim að horfa á DVD diskinn sinn nýja, svo það varð sátt um það, að vídótækjakaupunum yrði slegið á frest, og í staðin farið í dýrabúðina að kaupa gras handa fiskunum. (Ég held að þetta séu túnfiskar, því þeir éta svo mikið gras!).

Þegar þangað var komið, þá sá ég svo flotta "skjótta" gullfiska að ég bara varð að kaupa tvo!
Strákurinn sem var að afgreiða mig þar, var svo utanvið sig, að ég þurfti að biðja hann fimm sinnum um gras í búrið, og svo gleymdi hann líka slöngu (til að tengja við Mikka mús í kafarakúlu)! En þetta hafðist, og nú synda þeir um í búrinu, þeir Depill og Sonic Sprettur.

Og núna er ég búin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera, og það er að skrifa svo ofboðslega mikið einn daginn, að það myndi örugglega enginn nenna að lesa það.

Best að hætta þessu og reyna frekar að reikna eða teikna....drauma eldhúsið mitt á blað.

Till next...adios

Sunday, October 31, 2004

Stríð og friður....

Stundum held ég að það sé skollinn á ófriður...
amk hér heima hjá mér!
Öskur, slagsmál, læti, drasl um allt.
Óp og garg, hlaup og enn meiri læti.

Stundum er ég að spá í hvort ég sé ekki bara nógu gömul til að flytja að heiman;)

Annars er þetta bara tímabundin geðveiki, sat yfir Kristjáni í stærðfræði í tvo tíma.
Fann hárin grána á höfði mér (þessi sem eru ekki þegar orðin grá) og þolinmæðin þrautirnar vinnur ekki allar. - hafðist þó fyrir rest!

Er annars skíthrædd um að ég gleymi að senda Kristján í skólann á morgun.
Er orðn svo vön að þurfa ekki að spá í þetta, að sennilega fer ég bara í vinnuna og skil hann eftir heima! Hvað ætli barnavernd yrði lengi að líta við hjá mér?
Undarlegt þetta kerfi, börn eiga lagalegan rétt á að vera í skóla, og foreldrar mega ekki hindra það, en svo mega kennarar barasta fara í verkfall í 6 vikur án þess að neinn geri neitt

Svo held ég að hann Silli litli gullfiskur sé að geyspa golunni. Hefur að vísu hagað sér stórundarlega síðast liðna viku. Syndir mest á ská. Sefur með kviðinn upp í loft!
Hef nokkrum sinnum haldið að það sé tímabært að sturta honum niður....en viti menn, þá syndir hann um allt búr sem aldrei fyrr.

Já ég fékk mér gullfiska. Eða þar að segja ég keypti þetta nú fyrir strákana. Skuldaði Mikael almennilega afmælisgjöf, og þetta var efst á óskalistanum. Svo fékk Kristján að eiga þá með honum.
Keypti þrjá í upphafi, Grettir (gulur og feitur með slöri), Mikki (venjulegur orange) og Jónsa (orange með slöri) . Svo drapst Jónsi eftir 3 vikur! Þá keypti ég einn gráan með slöri sem fékk nafnið Silli. Og nú er hann eitthvað í vafa hvort hann á að vera eða fara.
Merkilegt samt hvað Grettir og Mikki eru alltaf sprækir.

Nú er kjúllinn örugglega að verða tilbúinn í ofninum....

till next....adios

Friday, October 29, 2004

og hratt líður stund

Jah, nú hefur vikan stormað framhjá sem aldrei fyrr!
Það er nú líka það góða við að hafa nóg að gera.

Ég frestaði saumaklúbbnum sem ég ætlaði að halda sl.fimmtudag. Var reyndar beðin um það
því hún Steina var orðin veik. Og algerlega ómögulegt og óhugsandi að halda saumó nema allar
geti mætt.
Enda kom það sér vel, því ég þurfti að skunda í sveitina og ganga frá lambaskrokkunum mínum.
Svo dagurinn eftir vinnu fór í kjötvinnslu! (Hvarflaði að mér í augnablik að gerast grænmetisæta)! En me me er bara svo gott á bragðið :)

Eftir vinnu í dag þá arkaði ég (á bíl) niðrá bókasafn og iðkaði þar reiknilist að kappi!
Hitti reyndar Árna bró þar, og það var gaman. Hann var ennþá með stjörnur í augunum síðan síðustu helgi ;)

HEI!!! Ekki má gleyma fréttum dagsins: kennaraverkfallinu hefur verið frestað!

Kristján sagði JIBBÍ þegar ég sagði honum fréttirnar, og sagðist ætla að ganga í það að klára heimanámið sitt...........sem hann fékk fyrir 6 vikum!

Vonum svo bara að þeir semji, blessaðir kennararnir.....best að segja ekkert slæmt um kennara til að Alla mágkona verði ekki brjál....hehe

Læt þá þetta duga í bili, enda komin með höfuðverk og langar í súkkulaði!!!
Helst súkkulaðirúsínur (ætli sé til meðferð við þessu?)

Till next...adios


Monday, October 25, 2004

Úbsíbúbsi!

Helgin runnin í burtu, eins og sæng niður á gólf! Gerist hratt og maður vaknar bara allt í einu og alveg skítkallt!
Ofsalega lítið gert að viti, en mikið af leti.
Enda beið mín lítið annað en bókasafnið að lokinni vinnu í dag og strit og púl í stærðfræði.
Svo voru bara keyptar pylsur á liðið :)
Gaman verður að geta farið að gefa blessuðum börnunum annað en ruslfæði að námi loknu.

Svo verður nóg að gera út vikuna, fer í kjötvinnslu í sveitinni á morgun eftir vinnu og svo beint á (tuðleiðindar) fund upp í vinnu!
Á miðvikud þarf ég í skólann milli 17:30-20:30 og svo beint á fund hjá foreldrafélagi leikskólanns hans Mikaels.
Svo á fimmtud. er ég búin að lofa að hafa saumaklúbb. Svo það verður farið að (eitur) brasa eitthvað eftir vinnu og svo kjaftað eitthvað frammmmmeftir.

Svvo: ég hlakka til næsta föstudags :) = bara vinna.

Svo það verður að koma í ljós hvað ég nenni eða hef þrek til að skrifa næstu daga.

till next, adios

Saturday, October 23, 2004

Stormsveipurinn ógurlegi

Það dugði lítið annað en að bretta upp ermarnar og hefjast handa.
Íbúðin var farin að líta út eins og það byggju 15 sígaunar með hund hér. Kexmylsna, glös og hamborgarabréf um öll gólf! Vart hægt að stíga niður fæti nema í vaðstígvélum.
En þetta átti sér kanski örlítin undanfara.

Ég hef nánast ekkert verið heima í 3 daga, og blessaðar barnapíurnar mínar ekki sjálfstæðari en þetta, að það er hvorki sett óhreint í vaskinn eða bréf í ruslið!

Á miðvikudaginn var ég í skólanum til kl.21 , það góða við það að það var boðið uppá kaffi og súkkulaðirúsínur! :)

Á fimmtudaginn fór ég á kynningu hjá Knorr, eða þeim sem flytja inn Knorr-vörur og fleira. Þetta var haldið í Golfskálanum og var hellingur af fólki.
Boðið upp á dýrindis mat, 4 rétti eða svo, snakk og glás af hvítvíni og bjór :)
Þetta var voða gaman, Helga Braga kom og dansaði magadans, sagði brandara og var voðalega skemmtileg. Svo var líka meira hvítvín, bjór og glás af súkkulaðirúsínum :)

Var ponsu lítið þreytt í vinnunni á föstudeginum, samt ekki til vandræða, fór meira að segja á bókasafnið eftir vinnu og reiknaði og reiknaði...maður er nú farin að reikna með því.

Svo að í morgun þegar ég skreið á fætur, og fann leifar sl. 3 daga molna á stofugólfinu undan inniskónum mínum, ákvað ég að þetta gengi ekki lengur. Fór um eins og hvítur stormsveipur og sópaði og skúraði og þurrkaði af og lagaði til....fór svo líka í búi og keypti nauðsinjar og algerlega ónauðsinlega hluti líka.

Svo er hann Róbert komin, ætlar að gista í nótt og vera eitthvað fram á morgundaginn.
Árni bró er í Rvk. að leika í Borgarleikhúsinu ( og vonandi að gera hosur sínar grænar fyrir.....).

Svo nú er hreint í kotinu, strákarnir sæmilega rólegir, ég á leiðinni til að elda hakk og spaghetti og tölvan mín gengur hægt og óörugglega.
Það snjóar og kennarar ekkert á leiðinni til að semja.

till next...adios

Monday, October 18, 2004

Snævi þakin fjöllin í fjarska....

....og snævi þaktar göturnar hið næsta!
Já nú er það svart maður, allt orðið hvítt! Þetta byrjaði svo sem sakleysislega í gær.
En þó nóg til þess að ég hringdi í vin minn (sem var reyndar búin að bjóða mér það að skipta um dekk fyrir mig) um þrjú leitið í gær og reif hann upp úr sófanum. Hann var eitthvað aðeins eftir sig greiið eftir djamm helgarinnar, en ég er þess fullviss að ég hef bjargað heilsu hans með því að "leifa" honum að skipta um dekk fyrir mig :)
Og mikið ofboðslega var ég nú fegin í morgun, fullt af snjó, enn meiri hálka og birrr hvílíkur kuldi!
En það þýddi nú lítið annað en
að bíta á jaxlinn og bursta og skafa
og brjóta svo bílinn úr snævarins-klafa.
....það er komin vetur

Saturday, October 16, 2004

Letidagur

Löt, latari, lötust! Þetta er búin að vera letidagur í lagi. Sé bara eftir því að hafa ekki keypt mér 5 kg. af súkkulaði þegar ég fór í Hagkaup í dag. Það var jú það eina sem ég afrekaði í dag! Fór í Hagkaup og keypti kjúkling í matinn og helling af öðrum óþarfa og mest eitthvað sem er ekki einu sinni hægt að éta!
Hitti svo eina kunningjakonu mína, sem tjáði mér það í algerlega óspurðum fréttum, að hún væri búin að kaupa allar jólagjafir nema tvær!!!!! Halló! Samkvæmt mínum kokkabókum (eða dagatali) þá er nú "bara" 16. okt. og ennþá alveg talsvert í jólin. Auðvitað sagði ég að mér þætti þetta alveg hrillilega sniðugt ( sem það er nú kanski) og á eflaust eftir að verða svona hrillilega hagsýn þegar ég verð stór.
Mig vantar eitthvað "kikk" í líf mitt núna, eitthvað sem rífur mig upp úr þessu leti kasti, og fær mig til að svífa um á bleiku (eða rósrauðu) skýi.
Ætti kanski að huga að dekkjaskiptum, er víst einhver slyddu-spá fyrir mánudaginn!!!
Væri alveg ofboðslega mikið til í snjólausan vetur.....þyrfti kanski bara að flytja til Reykjavíkur til að upplifa hann.
jæja, ætla að reyna að koma yngri grislíngnum í rúmið áður en þeir bræður slasa hvorn annan, svo þyrfti stofan smá tillagningu (reyndar öll íbúðin) og það myndi ekki saka að renna yfir gólfið með blautri dulu.... en það er verkefni morgundagsins.
till next...adios

Allir dagar eru g��ir dagar

Allir dagar eru g��ir dagar

Einu sinni verður allt fyrst....

Jæja,
það var þá líka ekkert annað eftir en að drífa sig í bloggið!
Er líka vön því að vera ekki bara áhorfandi (lesandi) heldur bara taka þátt.
Oft er það líka gert með ofsalega litlum pælingum.....enda útkoman stundum eftir því!
En afhverju ekki að prufa, svo ef allt er ómögulegt, þá bara hætti ég.
Annars geri ég lítið þessa dagana nema læra og læra og læra og læra....tók jú reyndar slátur um daginn, ásamt mömmu og Öllu mágkonu. Svo voru jú líka 2 af 4 bræðrum eitthvað með puttana í þessu. Gekk ljómandi vel. Fékk líka 10 fyrir ritgerð um sláturgerð fyrr og nú....svo það er ekki nema von :)
Annars er ég að verða vitlaus á verkfalli kennara, eldri strákurinn minn er búin að snúa sólarhringnum við (jú ég er alveg saklaus af þessu), og er hann t.d vakandi núna, kl.hálf tvö að nóttu! Hvurslags eiginlega uppeldi er þetta?!? Væri búin að láta taka hann af mér ef ég ætti hann ekki sjálf! ;)
till next....adios