Sunday, October 31, 2004

Stríð og friður....

Stundum held ég að það sé skollinn á ófriður...
amk hér heima hjá mér!
Öskur, slagsmál, læti, drasl um allt.
Óp og garg, hlaup og enn meiri læti.

Stundum er ég að spá í hvort ég sé ekki bara nógu gömul til að flytja að heiman;)

Annars er þetta bara tímabundin geðveiki, sat yfir Kristjáni í stærðfræði í tvo tíma.
Fann hárin grána á höfði mér (þessi sem eru ekki þegar orðin grá) og þolinmæðin þrautirnar vinnur ekki allar. - hafðist þó fyrir rest!

Er annars skíthrædd um að ég gleymi að senda Kristján í skólann á morgun.
Er orðn svo vön að þurfa ekki að spá í þetta, að sennilega fer ég bara í vinnuna og skil hann eftir heima! Hvað ætli barnavernd yrði lengi að líta við hjá mér?
Undarlegt þetta kerfi, börn eiga lagalegan rétt á að vera í skóla, og foreldrar mega ekki hindra það, en svo mega kennarar barasta fara í verkfall í 6 vikur án þess að neinn geri neitt

Svo held ég að hann Silli litli gullfiskur sé að geyspa golunni. Hefur að vísu hagað sér stórundarlega síðast liðna viku. Syndir mest á ská. Sefur með kviðinn upp í loft!
Hef nokkrum sinnum haldið að það sé tímabært að sturta honum niður....en viti menn, þá syndir hann um allt búr sem aldrei fyrr.

Já ég fékk mér gullfiska. Eða þar að segja ég keypti þetta nú fyrir strákana. Skuldaði Mikael almennilega afmælisgjöf, og þetta var efst á óskalistanum. Svo fékk Kristján að eiga þá með honum.
Keypti þrjá í upphafi, Grettir (gulur og feitur með slöri), Mikki (venjulegur orange) og Jónsa (orange með slöri) . Svo drapst Jónsi eftir 3 vikur! Þá keypti ég einn gráan með slöri sem fékk nafnið Silli. Og nú er hann eitthvað í vafa hvort hann á að vera eða fara.
Merkilegt samt hvað Grettir og Mikki eru alltaf sprækir.

Nú er kjúllinn örugglega að verða tilbúinn í ofninum....

till next....adios

Friday, October 29, 2004

og hratt líður stund

Jah, nú hefur vikan stormað framhjá sem aldrei fyrr!
Það er nú líka það góða við að hafa nóg að gera.

Ég frestaði saumaklúbbnum sem ég ætlaði að halda sl.fimmtudag. Var reyndar beðin um það
því hún Steina var orðin veik. Og algerlega ómögulegt og óhugsandi að halda saumó nema allar
geti mætt.
Enda kom það sér vel, því ég þurfti að skunda í sveitina og ganga frá lambaskrokkunum mínum.
Svo dagurinn eftir vinnu fór í kjötvinnslu! (Hvarflaði að mér í augnablik að gerast grænmetisæta)! En me me er bara svo gott á bragðið :)

Eftir vinnu í dag þá arkaði ég (á bíl) niðrá bókasafn og iðkaði þar reiknilist að kappi!
Hitti reyndar Árna bró þar, og það var gaman. Hann var ennþá með stjörnur í augunum síðan síðustu helgi ;)

HEI!!! Ekki má gleyma fréttum dagsins: kennaraverkfallinu hefur verið frestað!

Kristján sagði JIBBÍ þegar ég sagði honum fréttirnar, og sagðist ætla að ganga í það að klára heimanámið sitt...........sem hann fékk fyrir 6 vikum!

Vonum svo bara að þeir semji, blessaðir kennararnir.....best að segja ekkert slæmt um kennara til að Alla mágkona verði ekki brjál....hehe

Læt þá þetta duga í bili, enda komin með höfuðverk og langar í súkkulaði!!!
Helst súkkulaðirúsínur (ætli sé til meðferð við þessu?)

Till next...adios


Monday, October 25, 2004

Úbsíbúbsi!

Helgin runnin í burtu, eins og sæng niður á gólf! Gerist hratt og maður vaknar bara allt í einu og alveg skítkallt!
Ofsalega lítið gert að viti, en mikið af leti.
Enda beið mín lítið annað en bókasafnið að lokinni vinnu í dag og strit og púl í stærðfræði.
Svo voru bara keyptar pylsur á liðið :)
Gaman verður að geta farið að gefa blessuðum börnunum annað en ruslfæði að námi loknu.

Svo verður nóg að gera út vikuna, fer í kjötvinnslu í sveitinni á morgun eftir vinnu og svo beint á (tuðleiðindar) fund upp í vinnu!
Á miðvikud þarf ég í skólann milli 17:30-20:30 og svo beint á fund hjá foreldrafélagi leikskólanns hans Mikaels.
Svo á fimmtud. er ég búin að lofa að hafa saumaklúbb. Svo það verður farið að (eitur) brasa eitthvað eftir vinnu og svo kjaftað eitthvað frammmmmeftir.

Svvo: ég hlakka til næsta föstudags :) = bara vinna.

Svo það verður að koma í ljós hvað ég nenni eða hef þrek til að skrifa næstu daga.

till next, adios

Saturday, October 23, 2004

Stormsveipurinn ógurlegi

Það dugði lítið annað en að bretta upp ermarnar og hefjast handa.
Íbúðin var farin að líta út eins og það byggju 15 sígaunar með hund hér. Kexmylsna, glös og hamborgarabréf um öll gólf! Vart hægt að stíga niður fæti nema í vaðstígvélum.
En þetta átti sér kanski örlítin undanfara.

Ég hef nánast ekkert verið heima í 3 daga, og blessaðar barnapíurnar mínar ekki sjálfstæðari en þetta, að það er hvorki sett óhreint í vaskinn eða bréf í ruslið!

Á miðvikudaginn var ég í skólanum til kl.21 , það góða við það að það var boðið uppá kaffi og súkkulaðirúsínur! :)

Á fimmtudaginn fór ég á kynningu hjá Knorr, eða þeim sem flytja inn Knorr-vörur og fleira. Þetta var haldið í Golfskálanum og var hellingur af fólki.
Boðið upp á dýrindis mat, 4 rétti eða svo, snakk og glás af hvítvíni og bjór :)
Þetta var voða gaman, Helga Braga kom og dansaði magadans, sagði brandara og var voðalega skemmtileg. Svo var líka meira hvítvín, bjór og glás af súkkulaðirúsínum :)

Var ponsu lítið þreytt í vinnunni á föstudeginum, samt ekki til vandræða, fór meira að segja á bókasafnið eftir vinnu og reiknaði og reiknaði...maður er nú farin að reikna með því.

Svo að í morgun þegar ég skreið á fætur, og fann leifar sl. 3 daga molna á stofugólfinu undan inniskónum mínum, ákvað ég að þetta gengi ekki lengur. Fór um eins og hvítur stormsveipur og sópaði og skúraði og þurrkaði af og lagaði til....fór svo líka í búi og keypti nauðsinjar og algerlega ónauðsinlega hluti líka.

Svo er hann Róbert komin, ætlar að gista í nótt og vera eitthvað fram á morgundaginn.
Árni bró er í Rvk. að leika í Borgarleikhúsinu ( og vonandi að gera hosur sínar grænar fyrir.....).

Svo nú er hreint í kotinu, strákarnir sæmilega rólegir, ég á leiðinni til að elda hakk og spaghetti og tölvan mín gengur hægt og óörugglega.
Það snjóar og kennarar ekkert á leiðinni til að semja.

till next...adios

Monday, October 18, 2004

Snævi þakin fjöllin í fjarska....

....og snævi þaktar göturnar hið næsta!
Já nú er það svart maður, allt orðið hvítt! Þetta byrjaði svo sem sakleysislega í gær.
En þó nóg til þess að ég hringdi í vin minn (sem var reyndar búin að bjóða mér það að skipta um dekk fyrir mig) um þrjú leitið í gær og reif hann upp úr sófanum. Hann var eitthvað aðeins eftir sig greiið eftir djamm helgarinnar, en ég er þess fullviss að ég hef bjargað heilsu hans með því að "leifa" honum að skipta um dekk fyrir mig :)
Og mikið ofboðslega var ég nú fegin í morgun, fullt af snjó, enn meiri hálka og birrr hvílíkur kuldi!
En það þýddi nú lítið annað en
að bíta á jaxlinn og bursta og skafa
og brjóta svo bílinn úr snævarins-klafa.
....það er komin vetur

Saturday, October 16, 2004

Letidagur

Löt, latari, lötust! Þetta er búin að vera letidagur í lagi. Sé bara eftir því að hafa ekki keypt mér 5 kg. af súkkulaði þegar ég fór í Hagkaup í dag. Það var jú það eina sem ég afrekaði í dag! Fór í Hagkaup og keypti kjúkling í matinn og helling af öðrum óþarfa og mest eitthvað sem er ekki einu sinni hægt að éta!
Hitti svo eina kunningjakonu mína, sem tjáði mér það í algerlega óspurðum fréttum, að hún væri búin að kaupa allar jólagjafir nema tvær!!!!! Halló! Samkvæmt mínum kokkabókum (eða dagatali) þá er nú "bara" 16. okt. og ennþá alveg talsvert í jólin. Auðvitað sagði ég að mér þætti þetta alveg hrillilega sniðugt ( sem það er nú kanski) og á eflaust eftir að verða svona hrillilega hagsýn þegar ég verð stór.
Mig vantar eitthvað "kikk" í líf mitt núna, eitthvað sem rífur mig upp úr þessu leti kasti, og fær mig til að svífa um á bleiku (eða rósrauðu) skýi.
Ætti kanski að huga að dekkjaskiptum, er víst einhver slyddu-spá fyrir mánudaginn!!!
Væri alveg ofboðslega mikið til í snjólausan vetur.....þyrfti kanski bara að flytja til Reykjavíkur til að upplifa hann.
jæja, ætla að reyna að koma yngri grislíngnum í rúmið áður en þeir bræður slasa hvorn annan, svo þyrfti stofan smá tillagningu (reyndar öll íbúðin) og það myndi ekki saka að renna yfir gólfið með blautri dulu.... en það er verkefni morgundagsins.
till next...adios

Allir dagar eru g��ir dagar

Allir dagar eru g��ir dagar

Einu sinni verður allt fyrst....

Jæja,
það var þá líka ekkert annað eftir en að drífa sig í bloggið!
Er líka vön því að vera ekki bara áhorfandi (lesandi) heldur bara taka þátt.
Oft er það líka gert með ofsalega litlum pælingum.....enda útkoman stundum eftir því!
En afhverju ekki að prufa, svo ef allt er ómögulegt, þá bara hætti ég.
Annars geri ég lítið þessa dagana nema læra og læra og læra og læra....tók jú reyndar slátur um daginn, ásamt mömmu og Öllu mágkonu. Svo voru jú líka 2 af 4 bræðrum eitthvað með puttana í þessu. Gekk ljómandi vel. Fékk líka 10 fyrir ritgerð um sláturgerð fyrr og nú....svo það er ekki nema von :)
Annars er ég að verða vitlaus á verkfalli kennara, eldri strákurinn minn er búin að snúa sólarhringnum við (jú ég er alveg saklaus af þessu), og er hann t.d vakandi núna, kl.hálf tvö að nóttu! Hvurslags eiginlega uppeldi er þetta?!? Væri búin að láta taka hann af mér ef ég ætti hann ekki sjálf! ;)
till next....adios