Wednesday, July 25, 2007

Taka tvö

Ég var svo þreytt, eða öllu heldur örmagna í gær, að ég meikaði ekki að skríða að tölvunni og blogga.
Og ástæða þessara þreytu/örmögnunar minnar var sú að ég var með örlitla strengi eftir skokkið í Kjarna daginn áður.
Og til að taka á þessum strengjum og ná þeim úr mér, fannst mér alveg tilvalið að hjóla smotterí.
Og það gerði ég.
Ætlaði fyrst ekkert að hjóla neitt mjög langt, en fyrr en varði var maður kominn langleiðina að Hrafnagili og fann ekki fyrir neinu, ekkert mál að hjóla og sól og blíða og nánast logn.
Auðvitað varð ég svo að hjóla "réttu megin" til baka. Það þýðir það að maður þarf að hjóla upp þessa rosalegu brekku (Laugalandsbrekkuna)! En þar sem mér fannst það til þess vinnandi að geta þá bara nánast runnið í bæinn ( og vera réttu megin), þá dreif ég mig upp brekkuna.....labbaði nú reyndar ca helminginn af henni.
En viti menn, hafði þá ekki bara byrjað að blása úr norðri! Kanksi hafði maður verið með einhvern smá gust í bakið á suðurleiðinni (kanski þess vegna sem það var svo létt, hummm), en nú þurfti maður sko alveg að hafa fyrir því að hjóla í bæinn. Þurfti meira að segja að hjóla niður Grafarklaufina (svona fyrir þá sem vita hvar það er;)!
En þetta endaði sem sagt í rosa púli og ég var svoooooo þreytt þegar ég kom heim að ég rétt náði að skríða í sturtu og gefa strákunum að borða áður en ég lognaðist útaf í sófanum.
Kom svo við í eldhúsinu á leiðinni í rúmið seinna um kvöldið og át u.þ.b 100 gr. af 70% súkkulaði og skolaði því niður með 1/2 L af mjólk!
Fer að verða spurning hvort ég léttist eða þyngist í þessu átaki mínu ;)
Tók svo, að ég held, skynsömu ákvörðun í dag að fara bara í sund og ekki til að synda, heldur bara liggja í heitum pottum og í eymbaðið :)
Er að verða nokkuð strengjalaus og stekk eflaust á stað í skokk/hlaup/hjól eða eitthvað á morgun ;)

Till next...adios

No comments: