Wednesday, November 21, 2007

Stundum...

þegar ég hlusta á fréttir, þá dettur mér í hug að það hljóti að vera 1.apríl. En þá staldra ég aðeins við, hugsa um veðurfar, hvað sé nýbúið að vera að gerast í nútíðinni ( t.d er nýlega búið að taka slátur?, eða nýbúin að vera jól? og þh.) og kemst þá oftast að því að 1.apríl er langt undan eða langt að baki.
Eina svona frétt heyrði ég í útvarpinu í dag, ég var að keyra heim úr skólanum og má þakka fyrir að hafa ekki keyrt á, svo hissa og hneiksluð var ég.
Eins og mörg dæmi sanna, þá láta konur oft á tíðum mjög undarlega, og virðast þessi undarlegheit oft ágerast með völdum og frama.
Já, nú er eitthvað kerlingar grei farið að mótmæla því að vera ráðherra!!!! Ekki það að hún vilji ekki vera ráðherra, heldur bara ekki ....herra. Maður segjr nú bara herra minn trúr! Og þessi keeeeeling kemur með þau dásamlegu rök að karlmenn getir ekki verið "frú" og þar að leiðandi getur kona ekki verið "herra" eða ráðherra eins og í tiltekna dæmi. (Sennilega að sýna snilli sína í rökfræði).
Það á náttúrulega bara að taka svona konur og setja þær í búr á Austurvelli öðrum til vítis og varnaðar.
Hvernig í óskupunum eiga konur að ná fram jafnréttindum með svona forpokaða vitleysisbullara við stjórnvöld? Ég veit ekki betur en að ráðherrar séu viss stétt, svona svipað og bændur, læknar , prestar, ruslakallar og s.frv. Reyndar þarf ekki að fara í skóla og læra til ráðherra, enda yrði það sennilega alltof flókið dæmi og gríðarlegt atvinnuleysi í þeirri stétt.
Ég hef amk ekki séð margar konur í læknastéttinni vilja láta breyta starfsheitinu "læknir" í "læknínu" eða eitthvað þessháttar. Enda hver myndi vilja fara til "læknínu" ef maður væri eitthvað veikur? ;)
Nei, þetta finnst mér jafn heimskulegt og þegar jafnréttiskellingin, hérna um árið, vildi láta setja græna-kallinn á umferðarljósunum í pils!
Er ekki líka mun mikilvægara að beita sér fyrir málum eins og hugsa betur um gamla fólkið, stytta biðlista á sjúkrahús, breyta námslánakerfinu þannig að bankarnir hætti að stórgræða á námsmönnum og fleira og fleira...nei, en þessi kelling fer að gera veður út af "herra".
Ekki myndi ég kjósa svona konu á þing. Enda finnst mér og hefur alltaf fundist að það sé persónan, persónuleikinn og framkvæmdarkrafturinn sem skiptir máli ekki kynið.
Kanski bara ég sem er svona forpokuð....OR NOT!

Till next...adios

1 comment:

Hanna Stef said...

Er hún ekki í búri á Austurvelli? Annars er ég hjartanlega sammála þér og finnst að það sé nóg af öðrum mikilvægari málefnum til að taka fyrir á hinu háæruverðuga alþingi. Annars er ég svo forvitin fröken Elísabet. Hvaða einkunn fékkstu og í hvaða fagi? Leyf oss að fylgjast með. Kv. frá ofurduglegu "comment"kjéllingunni.