Friday, December 21, 2007

Gluggagægir

Vá hvað það er allt í einu stutt til jóla! Ég er nú nærri búin að gera allt, á reyndar eftir að hjálpa næstu 3 jólasveinum aðeins. Svo er reyndar öll tillagning eftir, það er alveg útséð að það borgar sig ekkert að laga til fyrr en í mesta lagi 2 dögum fyrir jól, annars er maður bara að laga til alla daga!
Fór í gærkveldi og keypti handa Kristjáni, og fleirum sem eftir voru. BT er fín búð, einnig Eymundsson, þetta verða "hörð" jól í pökkum í ár frá mér ;) Einnig sendi ég jólakort, gleymdi reyndar einu í sætinu á bílunm, sá það í gærkveldi þegar ég kom heim og nennti ómögulega aftur af stað...hendi því í póst í dag...ef ég nenni ;) Annars er ég að hugsa um að fara í laaaaanga gönguferð um bæinn í dag eða á morgun og læða nokkrum kortum í lúgur.
Kristján hefur ægilega áhyggjur af því að hann er ekki ennþá kominn í jólaskap, er alveg að fara á taugum útaf því strákgreiið...kanski eru hormónarnir búinir að yfirtaka jólaskapið! Ætla nú að gera mitt besta, syngja jólalög í allan dag og kanski kíkja á kaffihús í kakó :) Það er svo gaman að tjilla og dúlla sér bara í rólegheitum :) Annars var Mikael að heimta sundferð...ekki vitlaus hugmynd.
Ætla núna að skokka niður á torg og athuga hvort það eru til miðar á Hvanndalsbræður í kvöld...það kemur manni nú í jólagírinn að hlusta á þá ;)
Þrír dagar til jóla! Reynið að halda ró-inni, friður sé með ykkur ;)

Till next...adios

2 comments:

Halla said...

Gleðileg jól Eló mín, vona að þetta síist inn á bloggið þitt...takk fyrir allar notalegu stundirnar, þær hefðu auðvitað mátt vera fleiri en við reddum því á síðari stigum...Jólaknús til þín og þinna og megi Guð og gæfan fylgja þér á nýja árinu og e-r dásamlegur karlmaður sem vill allt fyrir þig gera(baka, þrífa, elda, borga, lesa fyrir þig, nudda þig og það sem skiftir öllu vera elskuverður og headoverheels ástfanginn af þér)

Halla said...

Jibbí það tókst!!!!!