Sunday, November 13, 2005

Rugludagur

Heil og sæl :)
Um daginn þá var rugludagur í leikskólanum hjá Mikael, sem var svo sem allt í góðu, þá áttu krakkarnir að koma í úthverfum fötum, sitt hvorum sokknum og fleira svoleiðis rugl.
Allt í góðu með það, leifum krökkunum að vera rugluð í einn dag :)

Verra var þegar margar konur landsins "rugluðust" dag einn í október, lögðu niður vinnu og flykktust á einhverja úti-og innifundi víða um land!
Og afhverju??? JÚ það voru einhver 30 ár síðan að "kvennafrídagurinn" var! OG!
Hversvegna í óskupunum þarf ég að gjalda fyrir þessa vitleysu? Leikskólanum var lokað kl.14:00 !!!
Ég hef nú sjaldan kvartað yfir hlutum sem pirra mig, en þetta pirraði mig það mikið að ég fór og talaði við aðstoðarleiksskólastjórann (leikskólastjórinn var einhverra hluta vegna í fríi).
Hún var náttúrlega hin elskulegasta, sagði að bæjarstjórafíflið (smá innskot frá mér) hafi hvatt allar konur hjá bænum til að leggja niður vinnu, og að þessi verknaður allur væri löglegur.
Ég er nú reyndar enn í vafa, mér finnst það mjög skrítið að það megi loka leikskólanum 3 klst á undan lokunartíma, og tilkynna foreldrum það með 4 daga fyrirvara. Auk þess sem að ég er búin að greiða fyrir þessa þjónustu!
Annars er það sem fer mest í taugarnar á mér þetta endalausa "kellingavæl" geta konur ekki bara tekið sig saman í andlitinu og farið að vinna "karlastörf" fyrst að þær öfunda þá svona mikið útaf laununum?!
Mig langar nú bara hvorki að vera útá sjó eða moka snjó, sem dæmi.

Einnig er það alkunna í dag, að launamismunurinn er stéttaskiptur en ekki kynjaskiptur. Karlar nenna bara að vinna meiri yfirvinnu og lengir vinnudag.
Og geta kellingafíflin ekki bara verið ánægð yfir góðu laununum sem karlarnir þeirra leggja til í búið?

Mér finnst bara í góðu lagi að karlinn hafi það góð laun að konan geti verið heima og hugsað um börn og bú ef vilji er fyrir hendi.....

Mér hefði fundist gáfulegra að þessar kellingar sem tóku þátt í kvennafrídeginum fyrir 30 árum, hefðu hisst yfir kakói og kleinum, en látið það vera að pirra mig sem var 6 ára þegar þetta var, og hafði bara ekki minnsta áhuga á þessum rugl degi!!!

Ps. kabarettinn tókst bara vel :)

Till next...adios

No comments: