Sunday, January 04, 2009

Gleðilegt ár :)

Í dag er 3.janúar 2009 og ég þarf að æfa mig í að skrifa nýja ártalið 2009 :)
Þetta þýðir reyndar það að ég er búin að vera hrikalega löt fyrstu 4 daga ársins...hummm, er reyndar búin að lofa sjálfri mér bót og beturn strax í fyrramálið, vakna ekki seinna en 9...eða 10 ;) og rífa strákana á fætur. Það ku vera síðast séns á að rétta við sólarhringinn því strákarnir byrja í skólanum á þriðjudaginn...6.jan 2009, á sjálfan þrettándann ;)
Ég fór á Ljótu hálfvita tónleika á föstudaginn 2.jan 2009 og það var gaman, það voru svo margir á Græna hattinum að við fengum ekki sæti nema við barinn, sem varð til þess að auðvitað rann bjórinn hratt og örugglega niður og auðvelt að nálgast áfyllingu ;)
Nú þarf ég bara að reyna að komast að því hvað ég gerði við diskinn sem ég keypti og hafði ekki mikið fyrir að láta árita...
Í gær var svo alveg tvöfalt boð...fyrst kaffiboð í sveitinni og svo snilldar kjúllaréttur og Trivial spurningakeppni hjá Árna og Siggu Láru um kvöldð :) fun fun fun :) Gott ef þynnkan var ekki bara nokkuð í undanhaldi þegar ég kom heim um 11 leitið í gærkv.
Svo í dag er búin að vera mikill leti dagur, er búin að plana lengi að fara út að labba, en held ég þurfi að hugsa það aðeins lengur...kanski þangað til að ég þarf að elda kvöldmat og hef ekki tíma til þess ;)
En ég er bara sæmilega bjartsýn á árið 2009 og vona að það veiti öllum gæfu og gleði :)
Svo bíður maður bara spenntur eftir því hvenær Alla mágkona fer í fæðingu...var skráð inn í dag ef ég man rétt...:)

Hafði það gott, flott og látið ekki smott...erí pirra :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

Gleðiligt ár.

Sigga Lára said...

Imma er með diskinn. Minnir mig...
Sat annars á svipuðum stað við barinn. ;-)

Elísabet Katrín said...

Imma var með diskinn ;) hann er kominn í leytirnar og kominn í spilun...ég, gólfið í Kristjáns herbergi og Ljótu hálfvitarnir ;)

Elísabet Katrín said...

Já, þetta var stórhættulegur staður þarna við barinn ;) hehe