Thursday, August 13, 2009

Heimapróf

Á að vera að taka heimapróf, en nenni því ekki, þess vegna skrifa ég frekar einhverja þvælu hér inn ;)
Ég fór í litun og klippingu í dag, og það má segja að það varð svakaleg breyting á mér...hárið styttist um u.þ.b 10 cm. (í það minnsta) svo ég rétt hangi í axlarsíddinni...og svo ákvað hún Harpa (sérleg hárgreiðslukona mín, sem fær alltaf að ráða öllu) að sennilega væri betra upp á gáfnafarið að lita mig nú aðeins dökkhærða á ný ;)
Enda fór ég að spá, að kannski væri bara dáldið töff að vera ljóshærð bimbó á sumrin en dökkhærður hugsuður á veturna ;)
En þegar ég verð búin að rusla af þessu heimaprófi og fá einkunn, þá kemur það víst í ljós hvernig nýji háraliturinn virkar ;)
Annars er ég bara ennþá að venjast sjálfri mér...en strákarnir mínir, þessar elskur, segja að minnsta kosti að ég sé voða sæt og fín svona :)

Það er góð regla að spyrja alltaf bara börning sín hvernig maður lítur út ;)

Annars á Nonni bró afmæli í dag :) til hamingju með það bróðir kær :) ég bíð svo bara spennt eftir köku og kræsingum ;)
Annars er planað grillrauðvínspartý hjá Öllu mágkonu á laugard. og án efa verður það snilld...:) Annars man ég vart eftir öðru eins skemmtanalífs-sumri...tja í það minnsta varla síðustu 20 árin eða svo ;) bara endalaust eitthvað um að vera og það er BARA GAMAN :)

Ég skokkaði 6,6 km í Kjarna í gær og er ekki frá því að strengirnir hafi lagast talsvert við það :)
Svo það gengur bara ágætlega að hreyfa sig meira...en ég er alveg viss um að baðvogin mín er biluð, hún sýnir alltaf sömu töluna!!!

Jæja...best að reyna að fara að sofa í nýlitaða hausinn sinn...síðasti tíminn í fyrramálið í skólanum og svo að taka þetta blessaða próf...geysp...
Ég er annars búin að leggja inn beiðni fyrir sól, þarf endilega að ná nokkrum sólbaðsheitiliggipottum í sumarfríinu mínu ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Hlakka til að sjá nýja lúkkið það er líka mjög gaman að sjá líf á blogginu aftur var farin að sakna þín;) Kv. Eva Rut