Thursday, August 27, 2009

Að leika eða ekki leika...

Fór á samlestur í Freyvangi í gærkv. en þar var samlesið verkið "Memento mori". Þetta virðist vera hið skemmtilegasta verk og spennandi að sjá hvernig niðurraðast í hlutverk...spurning um að stökkva ef manni hlotnast eitthvað bitastætt ;)

Annars er annar samlestur í kvöld, en þar sem ég er að reyna að kvelja hann Kristján á busaballið í VMA í kvöld, þá veit ég ekki hvort ég fer.
Annars er Kristján ekki á því að fara á þetta ball...hann er ekki líkur mömmu sinni á þessum aldri ;) hehe...hefði fátt stoppað það að fara á svona böll ;)
Það eru sennilega ekki margir foreldrar sem eru í baráttu við að fá börnin sín til að FARA á ball...;) annars hef ég grun um að hann hafi betur og verði bara heima...
Busunin hjá honum var í dag, svo nú er hann orðinn fulgildur í framhaldsskólasamfélaginu...vá hvað maður á eitthvað stóran strák...en samt svo lítin ;)

Mikael byrjaði svo í Brekkuskóla í dag...og ég er endalaust ánægð með það ;) hehe...verður gott að fá að pústa ein í tvo daga áður en skólinn byrar hjá mér...en hann byrar 1.sept.
Svo fór ég í ræktina í gær...enn í átakinu "í form fyrir fertugt" og það er bara fínt...finn svo sem enga breytingu á mér, nema hvað mér líður betur andlega og líkamlega...vigtin er enn söm við sig ;) og six-packið sennilega bara best geymt inn í ísskáp...hehe

Látið ykkur líða vel og leyfið ykkur að vera happy...no matter what :)

Till next...adios

4 comments:

Sigga Lára said...

Þau eru nú öll bitastæð... Ef ég man rétt. Skólinn minn sveik mig eiginlega um fríið mitt með því að redda mér vinnuaðstöðu viku of snemma. Svo ég er eiginlega byrjuð. Er samt að hugsa um fá mér frí fyrir hádegi á morgun. Síðasti séns. ;)

Eva Rut said...

Já six pakkið er best geymt í ískápnum!!!!!!!!!!!! Baðvogin á líka heima í ruslinu !!! Bara tómt vesen að að missa sig í þessar pælingar;)

Elísabet Katrín said...

Já það er satt Sigga Lára, þetta eru öll hin bestu hlutverk ;) já og góða skemmtun í náminu þínu og gangi þér vel...alveg must að taka sér frí annað slagði samt, sérstaklega þegar ormarnir eru í skólunum sínum :)

Þetta er svo satt hjá þér Eva ;) nú fer fuc..vogin í ruslið ;) hehe...

Hanna Stefáns said...

Verð að vera sammála Evu. Þú þarft ekkert að missa nein kíló kona góð. Ég hætti við sixpakkið eftir að ég fékk bjórtunnuna;-)