Saturday, November 27, 2004

Lazy town

Latibær
Ofsalega mikið réttnefni á Akureyri ef maður spáir í það.
Ekki það að fólk sé latt yfir höfuð. Heldur nennir það bara ekki að gera eitthvað sem það telur vera óþarfa.
T.d ef eitthvað er um að vera. Kveikt á jólatré, uppákoma í miðbænum, þá er ekki mikil mæting. Á annað hundrað manns í miðbænum...er stundum sagt. Samt búa víst um 16.000 manns á Akureyri og hlýtur að fara fjölgandi miðað við öll húsin sem spretta upp eins og golfkúlur!

Þar sem áhugi manna á golfi hefur aukist gríðarlega síðustu misseri, tel ég víst að golfkúlur séu orðið algengara fyrirbæri en gorkúlur.

Lág laun, mikill snjór.
Kanski bara vænlegast að drífa sig í ysinn og þysinn í stórborginni.

Það ku að vísu vera jafn kallt (eða örlítið kaldara) í 5°C hita í Rvk. eins og í 5°C frosti á Ak.

Jæja, ætli maður hugsi þetta bara ekki aðeins lengur...svona fram á vorið og þá kemur hiti og sól og þá bíður maður til haustsins og þá er skólinn allt í einu byrjaður og þá bíður maður til vorsins og þá kemur hiti og sól.....

Áður en maður veit af situr maður í ruggustólnum sínum fyrir framan sjónvarpið með barnabörnin á hnjánum, heklar lopapeysur og syngur "aldrei fór ég suður" með Bubba Morteins.

Svo sem til margt verra en það....hugs hugs...

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Í Suðrinu eru lág laun, snjór þegar síst skyldi og yfirhöfuð ekkert sérstök mæting á nokkurn skapaðan hlut heldur, nema kannski helst þegar Nylon syngja í Kringlunni. Þannig að, það má eiginlega alveg kasta upp krónu.

Mikið ógurlega væri nú samt skemmtilegt að hafa þig nær :-)