Tuesday, November 23, 2004

og marrið í snjónum

...var það eina sem heyrðist í kyrrðinni.
Hver hefur ekki lesið svona lýsingu í rómantískri ástarsögu?
Þar sem unga og ástfangna parið gekk um skógivaxna hlíðina, snjórinn sligaði greinarnar og það eina sem heyriðst var marrið í snjónum.

Mér svona datt þetta aðeins í hug þegar ég ruddist út í 15°C frostið á laugardaginn.
Reyndar heyrði ég helling meira en marr, heyrði í bílum og fólki að skafa af bílum og fólki að reyna að koma bílunum sínum í gang, fólk að fá start...og s.frv.

Mikið ofsalega var nú KALT !

En þar sem ég er af víkingum komin, dreif ég mig á jólahlaðborð um kvöldið (barnapían kom reyndar á stuttermabol! og ákvað ég að hún væri bara nær víkingunum í þróunninni en ég).

Mikið var nú etið en minna drukkið.

Reyndar hafði ég ágætis tíma til að hugsa er heim kom,laust fyrir miðnættið, og ákvað alveg með sjálfri mér, í ljósi fyrri reynsla minna í karlamálum að: ÉG ætlaði að leggja stund á skírlífi!
Eða að minnsta kosti þangað til að frostið færi niður fyrir 10°C !

Svo í dag er ég mjög ánægð, frostið komið niður í 1°C og fór meira að segja niður fyrir frostmark seinnipartinn í dag.

Svo nú bíð ég bara eftir drauma prinsinum (Shrek er að verða ljómandi góður kostur...en meira að segja hann á kærustu!)..........og bíð og bíð og bíð og bíð og bíð og bíð go íðb bo bðg bí goð og bíð :)

Tralll la la Cest a la vi...

till next... adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Já, samt, veistu, þeir birtast greinilega gjarnan þegar maður á síst á von. Og í líki ólíklegustu manna sem maður er búinn að horfa beint í gegnum áratugum saman. Það er allavega mín nýfengna reynsla. ;-)