Saturday, July 29, 2006

Afsakið hlé

Nú verður gert stutt eða langt hlé á ferðasöguEgilsstaða, vegna kveinstafa löngunar minnar!

Sjaldan er ein bára stök, nema einstöku Bára...

Í dag bilaði sjónvarpið mitt,eða það bendir allt til þess að það sé ónýtt, því að það kviknar ekkert á því....var reyndar búið að suða svolítið í því undanfarnar vikur, en ég átti nú ekki von á þessari snöggu uppgjöf þess!
Þvottavélin er nánast farin að þurrþvo þvottinn að mestu leyti, því að vatnið hefur sennilega fundið sér fljótlegri leið í gegn um botninn á vélinni. Og því er gólfið farið að verða blautari en þvotturinn!

Bílgreyið mitt harkar ennþá af sér, en ég er farin að verða ansi smeik um að þeir í bifreiðaskoðuninni skelli hlæi af mér þegar ég verð búin að safna kjarki fyrir skoðun!

Svo núna áðan þá greip ég til þess örþrifaráðs að kaupa mér Lottó miða, í þeirri veiku von að ég vinni örlitla upphæð fyrir nýjum heimilistækjum!
Er samt ansi skíthrædd um að ég þurfi bara að vinna fyrir þessu eins og vanalega...

Fór í bíó áðan með Mikael (ekkert sjónvarp...bara bíó;) á myndina "Over the Hedge" - sem var svo sem ágæt. Nema hvað, einhver snillingur hefur fundið upp sleikjó með ljósi inní!
Ég veit ekki hvort að einver hefur haldið að krakkar þyrftu að borða sleikjó í myrkri, og þyrftu þar af leiðandi ljós til að hitta á munninn....en krakkar á næsta bekk fyrir framan mann í bíó veifandi þessum ljósastikum út um allt er frekar hvimleitt!
Og þegar einn krakkinn tók sig til og fór að veifa þessu nánast framan í mig, þá tók ég mig til og hvæsti á þá "hættið þessu" með djúpu reiðilegu röddinni, sem hefur sennilega snarvirkað í annars frekar skuggalegum bíósalnum (ef sleikjóarnir eru undanskyldir) því þeir snarhættu.
Eitthvað hefur nú krakkinn kvartað í mömmu sína, því að ég heyrði hana segja "það var gott hjá henni að segja þetta". Ég var reyndar búin að heyra mömmuna biðja krakkana að hætta þessu, með afskaplega litlum árangri þó.

Samt pínu fyndið, að ég verð ekki glöð ef að börnin mín eru skömmuð af bláókunugu fólki... sem er þó samt lang áhrifaríkast...

Spurning afhverju ekki er boðið upp á hlýðninámskeið fyrir börn...svona svipað og fyrir hunda, þar sem foreldrar mættu með börnin sín og þeim yrði kennt hvernig á að láta börnin hlýða...
ég myndi mæta manna fyrst ;)

Till next...adios

No comments: