Sunday, July 23, 2006

Egilsstaðir

Ég er búin að sannreyna það að það er satt að það sé alltaf gott veður á Egilsstöðum...
A.m.k hefur það verið reyndin þessa tæpu 3 daga sem ég dvaldi þar, og einnig þegar ég var þar í 3 daga í fyrrasumar ;)

Og ekki skemmir nú gestrisni og velgjörðir heimafólks :)

Þegar ég brunaði austur um hádegisbil á föstud. var hér búið að rigna eins og hellt væri úr fötu...en veðrið snarbatnaði eftir sem austar dróg og svoleiðis búið að vera sól sól og sól.

Á föstudeginum var aðallega talað og talað (sumir meira en aðrir...hehe;) og sopið á öli...ehhemm nei ég meina bjór (komumst að því í Trivial á laugardkv. að það er sko ekki það sama;)
og var það alveg hreint ljómandi gaman og gott. Álaborgar ákavíti hvað???

Á laugardagsmorgninum...ekki neitt eldsnemma, var fyrst setið í sólinni og svo brunað uppá Kárahnjúka.
Spenningurinn var mikill, sérstaklega því við áttum allt eins von á að sjá mótmælendur...en þar var ekkert nema einn hundur!
En mikið eru þeir nú búnir að gera "stórbrotið landslag" enn flottara :)

GOOOOO Landsvirkjun :)

Eftir að hafa sér þessar framkvæmdir og þetta landslag, þá skil ég ekki hvernig í óskupunum fólk nennir að eyða tíma og peningum í þessi mótmæli!
Þessir mótmælendakjánar ættu heldur að gefa fjármunina, sem fara í þessa mótmælendavitleysu, til sveltandi barna úti í hinum stóra heimi.

Svo gleymdi ég myndavélini heima....(og Nonni sinni á Egilsstöðum þegar við fórum á Kárahnjúka,en ég ætla sko ekki að minnast á það svo hann heyri;) og þar að leiðandi eru engar snilldar flottar myndir af risa stíflu á þessu bloggi....
Fer bara aftur eftir rúmt ár og tek myndir af flottu vatni ;)

Meiri ferðasaga seinna...

Till next...adios

No comments: