Tuesday, July 18, 2006

Bankaleynd?

Í dag fór ég í banka...sem er svo sem ekki í frásögur færandi.
Nema útaf því að þetta voru erindagjörðir sem áttu að vera í þágu eldri stráksins míns...
Það er nefnilega að hér í gamla daga (eitthvað um það leyti sem hann er skírður) þá stofnaði ég fyrir hann reikning í Búnaðarbankanum sáluga. Æskulínu reikning, nánar tiltekið.
Þetta ku vera reikningur sem hentar börnum upp að unglingsárum...Heitir víst Krakka KB eftir að Búnaðarbankinn varð KB-banki.
En þar sem ég í sakleysi mínu fer að tala við unga afgreiðslustúlku, sem vissi greinilega ekkert of mikið um svona bækur, eða sparnaðarleiðir, þá kemur að önnur kona eldri og "vitrari" og segir mér að það skipti nánast engu máli hvort hann er áfram með þessa bók eða fær "unglingabókina" sem ég man ekki lengur hvað heitir....
Vextirnir séu nánast þeir sömu (munaði 0,5%) og ekki er hægt að leggja inn á "gelgjubókina" nema með reglubundnum sparnaði!!!!
Hver býr til svona dæmalausta vitleysu???
Gelgjubókin er bundin til 18 ára aldurs, en ekki hægt að leggja inn á hana nema með reglubundnum sparnaði!?!
Ég átti eginlega ekki til eitt einasta orð...sem sé, annað hvort að leggja inn einu sinni í mánuði, eða sleppa því alveg!
Úfff, ég held að það þurfi alveg sprenglærðan fræðing til að reikna þetta dæmi til enda....ég er að minnsta kosti ekki að botna í þessu.

En ekki nóg með það....Hann Kristján á líka svona debetkort, sem hann fékk þegar hann var 11 ára (eitthvað tilboð í gangi þá) og sem betur fer hefur þetta virkað mjög sparnaðarlega á hann...hann leggur bara peninginn sem hann fær inn á kortið sitt og vill eiga sem mest þar ;)
En eitthvað var ég nú farin að óttast að hann gæti týnt því, og að vextirnir væru nú sennilega betri á einhverri bókinni...svo ég spurði hvort ég gæti millifært af debetkortinu yfir í bókina hans (þegar ég var búin að ákveða að halda bara gömlu bókinni)
En NEI! Foreldrar mega greinilega ekki sýsla neitt með fjármuni barna sinna!!
Það er lögverndað að ég má ekki hrófla við hans peningum, nema að hann sé með og gefi samþykki sitt!!!!! Hann má ekki einu sinni gefa mér umboð! Verður að koma sjálfur!

Ég bara spyr: Hvernig í ósköpunum er mér treystandi til að ala upp barn/börn ef mér er ekki treystandi til að millifæra 10.000kr milli reikninga sem hann á sjálfur???

Eru bankarnir hræddir um að foreldrar arðræni börnin sín???
Ef ég færi nú að ræna peningunum sem sonur minn á, tími ég þá nokkuð að gefa honum að borða, eða kaupa föt á hann???

En blessuð bankakonan (þessi vísari) hún sagði að vísu, að hann gæti stofnað einkabanka (ég get sko ekki heldur gert það fyrir hann) og ef hann vildi þá gæti hann gefið mér aðgang að honum ;)

Svo niðurstaðan er sú að tæplega 13 ára gamall sonur minn hefur ákvörðunarvald yfir því hvort að mér sé treystandi til að skipta mér að fjármálum hans :)

Till next...adios

3 comments:

Lifur said...

Stundum finnst mér að best sé að geyma peningana sína undir koddanum.

Nonni said...

Ég hef ráð handa Þér:
Þú ferð til þeirra með Kristján og segir að þið séuð ósátt og að þið ætlið að loka reikningnum og skipta um banka. Þá ætti nú að fara að renna á þá þrjár grímur... allaveganna;). Nú ef þeir láta ekki segjast það já þá skiptir þú bara um banka:). KB = Kjaftæði og Bull

Lifur said...

Kriminal Bank