Tuesday, September 04, 2007

Ands.....

Já, nú er ég bara hætt að vera jákvæð og væmin í þessum bloggskrifum mínum!
Enda allir hættir að nenna að kommenta...set það í beint samhengi.
Bara samt frekar stutt útrásfyrirgremjuna-blogg núna, áður en ég sökkvi mér niður í lestur: "Bókin um veginn" verður lesin í tætlur (sem er nú reyndar ekki erfitt, því gamalt var og lasburða eintakið sem Amtið átti til handa mér), svo verður farið í tvær aðrar skruddur á enskri tungu sem ég er eitthvað að dragast afturúr í lestir með...hummm.
En þá er það pirringurinn! Sko! Í fyrsta lagi (og það varðar bókina um veginn) þá er skítt að það er bara ein fokking bókabúð á Akureyri! Amtsbókasafnið átti bara eldri útáfuna af bókinni, sem var bætheivei gefin út 1971, en ég sem betur fer ákvað nú að taka hana, en kaupa jafnframt nýrri útgáfuna. Á nefnilega að skila ritgerð um þessa merku bók eftir 10 daga.....Svo ég ók sem leið lá í Pennan/Eymundsson og leitaði lengi vel. Ákvað svo loks að spyrja um gripinn, en þá var hún barasta ekki til! Og hafði víst ekki verið til lengi....og var ekkert á leiðinni að vera til!
Svo er maður líka búinn að heyra það að þó nokkur hópur fólks hefur enn ekki getað keypt allar skólabækurnar, af því að þær eru ekki til. Svona fer þegar það er engin samkeppni í gangi, þjónustan verður algert frat! Fuss og svei!
Svo er ég að verða nett brjáluð út af bílastæðum við heimili mitt. Ef ég ákveð að vera svo "góð" að keyra strákana í skólann á morgnanan (sem oftast er nú bara Mikael, Kristján vill frekar labba, en maður er ennþá í þeim pakkanurm að Mikael sé litla barnið sem þarf að stjana við frá morgni til kvölds.....eins gott að hann er í skóla;) en já, hvert var ég komin..., já einmitt, þegar ég er búin að keyra upp í skóla, og þarf ekki strax í minn skóla (eins og t.d núna í morgun) þá eru bara öll bílastæðin orðin full af óhræsis bílum, sem ég hef grun um að tilheyri að stórum hluta starfsfólki leikskólans. Svo annað hvort þarf ég að leggja leeeeeeeeeeeeengst í burtu og labba gríðarlega vegalengd heim, eða bara halda áfram að keyra! Já, mér finnst þetta fúlt, og svo er líka fólk sem á heima hinu megin við götuna sem leggur þarna . Ótrúlegt hvað heimurinn snýst gegn mér;)
Svo annað pirr; það eru ennþá gular ljótar heysátur á víð og dreyf um garðinn, ein meira að segja ofaná stéttinni sem ég geng um á leið minni inn. Svo er fólkið á eftri hæðinni búið að planta hjólinu sínu fyrir framan dyrnar hjá mér, sko inni í húsinu! Stundum verð ég bara svo gáttuð á tillitsleysi og yfirgangi í fólki að ég get bara ekki sagt eitt einasta orð!
En þá bara blogga ég um það og fæ smá útrás.
Enn annað pirr; kettirnir tveir eru að gera mig nett brjálaða, þeir eru tekinir upp á þeim óskunda að færa mér ánamaðka í tíma og ótíma! Koma og skella þessum flykkjum útötuðum í mold, á stofugólfið hjá mér og brosa!
Stundum á morgnana (sérstaklega ef það hefur verið rigning) þá liggja 4-5 stykki hálf þornuð á gólfinu frammi á gangi.
Auglýsi hér með eftir laxveiðimanni sem vantar duglega ormatínara! Læt þá fyrir lítið fé, bæði ketti og orma ;)

Till next...adios

3 comments:

Eva Rut said...

Æi Eló mín þú virðist þurfa að fá smá klapp á bakið;) Sem þýðir að við þurfum að fara að halda hættupartýið til að gleðja okkur skemmta;)Syngja og dansa og losa okkur við allan pirring;

Elísabet Katrín said...

Mikið er þetta satt og rétt hjá þér Eva :) þetta partý verður að halda fyrr en síðar :) Nú hefur maður einhvers til að hlakka til :)

Þráinn said...

Partý...hvar?