Monday, September 10, 2007

Nemendur

Nemendur háskólanns virðöast jafn misjafnir og þeir eru margir. Reyndar hefur mér þótt það fólk sem ég hef kynnst hingað til, vera afbragðs fólk (þá er ég náttúrulega sérstaklega að tala um minn bekk). En það er ferlega fyndið að fylgjast með tölvuskjánum hjá sumum á meðan á tímum stendur. Í einum tíma um daginn var ein að endurraða kökuuppskriftunum sínum, var komin að jólakökum síðast þegar ég leit á skjáinn hjá henni (þessi kella var sko ábyggilega þó nokkrum árum eldri en ég sko) svo var ein í tíma í dag, sem pikkaði og pikkaði og maður fór að hugsa hvað þessi væri voða dugleg að glósa...en þá var hún bara á msn! Svo virðist fólk vera að skoða hinar ýmsu netsíður í tímum. Kanski er það bara ég sem er svona treg að ég þarf sko að fylgjast með í tímum. Þykir bara verst að þegar tímar eru í Oddfellow húsinu, þá er engin leið að komast í kaffi, og þá getur stundum verið hörku vinna að halda augunum opin í 5 tíma í röð! Var ánægð þegar einn spurði í dag, hvort það væri ekki möguleiki að fá kaffivél í húsið ;)
Jæja, ég hef annars ekkert að viti að segja í dag, og veit því ekki afhverju ég er að bulla þetta, er ennþá þreytt eftir helgina og með einhvern ótætis hausverk og hálf sloj....harðneita samt að fara eitthvað að veikjast. Má sko ekkert vera að því næstu 3 árin ;)

Kvöldmaturinn eldar sig vist ekki sjálfur...

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Hei! Er netsamband í stofunum í þínum skóla? Svindl!
Það er hvergi svoleiðis þar sem ég er í tímum. Allavega ekki sem ég kann að komast í samband við. :-(
Reyndar segi ég eins og þú. Ég þarf sko alveg að fylgjast með.

Elísabet Katrín said...

Já, það er sko allsstaðar netsamband :) og fólk verður alveg verulega fúlt ef það klikkar eitthvað ;) Það er svo flottur háskólinn á Akureyri ligga ligga lá :)