Wednesday, September 12, 2007

Stund milli stríða

Fyrirlesturinn sem ég var á áðan, var ekki eins lengi og ég hélt, svo ég ætla bara að nota þennan "auka" tíma sem ég "græddi" til þess að blogga smá ;)
Er nefnilega að fara á aðalfund Freyvangsleikhússins eftir klukkutíma eða svo, svo ég ætla að biðja ykkur lesendur góðir að lesa hratt og drífa ykkur í Freyvang ;)
Það er búið að rigna og rigna og rigna í allan dag, en það hlýtur nú að fara að klárast vatnið þarna uppi! Svo sá ég áðan, þegar ég var á leiðinni heim, að það er búið að SNJÓA í fjöllin! Eins gott að það voru göngur síðustu helgi en ekki næstu ;) En ég er annars að fara að hlaupa 10 km í Akureyrarhlaupinu á laugardaginn og það verður ekkert spes ef veðrið verður eins og veðurspáin spáir. En það ku víst eiga að slyddast eitthvað og svo á líka að bresta á einhver stormur í kvöld og nótt!!!
Jæja, það var nú ekki meiningin að láta bloggið mitt líta út eins og heimasíða veðurstofu íslands. Hummm.... Ég á að skila ritgerðinni minni um Bókina um veginn á morgun, gúlp, á líka að halda fyrirlestur um hana fyrir hina í bekknum. Svo nú verð ég að reyna að rifja upp einhverja leikræna takta, verst hvað það er langt síðan að ég hef þurft að leika eitthvað...hef aðallega verið að leika mér ;)
Það er leikur í sjónvarpinu, Ísland-N.Írland, sem ég sé reyndar ekki lengur, því að allt í einu kom drengur og þá eins og hendi væri veifað voru Tommi og Jenni byrjaðir að berja hvorum öðrum. Já, og bætevei Ísl. gerði jafntefli við Spán um daginn 1-1 og ég sem hafði spáð 0-6 fyrir Spán! En sennilega hefur bara eitthvað slegið saman í hausnum á mér og ég ruglað þeim leik saman við leikinn í dag, svo ég spái Írum sigri á Ísl. 6-0
Finnst ég finna brunalykt berast úr eldhúsinu....hvað ætli ég sé að elda? Er rokin í rokið.

Till next...adios

5 comments:

Þráinn said...

Þú ert greinilega ekki spámaður í föðurlandi:D

Elísabet Katrín said...

Er líka í sokkabuxum en ekki í föðurlandinu...hehe, svo hef ég líka aldrei rétt fyrir mér í spádómum, en þeir virðast gefast vel ;)

Hanna Stef said...

Blessuð og sæl kæra háskólastúdína:-)Hvernig gekk með ritgerðina og fyrirlesturinn? Það hefur bara ekkert verið bloggað!!! Geri ráð fyrir að þú hafir skellt þér í Akureyrarhlaupið í dag. Var ekki stefnan að fara 10 km. á innan við klukkutíma? Er ekki kominn tími á fund hjá Leynifélaginu? Kemstu ekki einhvern daginn í næstu viku? Er ekki best að hittast á kaffihúsi núna? Það er voða mikið af spurningum í dag - nóg að gera hjá þér að svara. Ha det. Kv.

Elísabet Katrín said...

Hæ Hanna :) Það er pottþétt kominn tími á leynifélgasfund! Kemst sennilega einhverntíman í næstu viku, fer eftir hvenær í næstu viku ;) verð upptekin til 18:00 þriðjud.og fimmtud. fer kanski að reka kindur á þriðjud. eða miðvikud. og kanski á leikfélagsfund á mándud.kv. en allt er þetta nokkuð óráðið. Að öðru leyti er ég laus :)

Elísabet Katrín said...

Já, og er sennilega að fara í slátur á föstudaginn....svo ;)