Friday, September 07, 2007

Leiðrétting

Ég er farin að þurfa að leiðrétta prentvillur hjá mér....hummm eða þá bara það að ég er stundum ekkert mikið að hugsa um hvað ég er að skrifa.
Ritgerðin mín um Bókina um veginn á nefnilega ekkert að vera 1800 bls. heldur 1800 orð, og það er víst talsverður munur á þessu. Sem betur fer þarf ég ekki ennþá að gera 1800 bls. ritgerðir ;)
Annars er ég nánast búin með ritgerðina, fer bara eftir því hvað yfir-yfirlesarinn segir um gripinn. Hvort ég þarf að laga og endurbæta frá grunni.
Fór í smá smölunaræfingu í sveitina í dag, náðum nú samt um 70 skjátum, sem er nú bara ágætis æfing ;) Svo verða alvöru göngurnar á morgun og svo réttir á sunnudaginn. Fullt að gera.
Þyrfti svo að fara að drífa mig með bílinn minn í skoðun, gamla grána minn, þarf bara að finna einhvern sem kann að stoppa í gat á hljóðkútnum, er ekki alveg viss um að þeir hleypi mér i gegn um skoðun með gat...á pústinu sko. Veit það dugar ekkert að koma uppstrílaður og brosa sætt til þessara kalla hjá skoðunarapparatinu, svo maður verður víst að reyna að láta laga gripinn :)
Jæja, ætli ég reyni ekki að þýða nokkrar blaðsíður úr The Discovery of Society fyrir svefninn, Karl Marx, það er nú ekki til mikið betra svefnmeðal en blessaðar skólabækurnar ;)
Hafið það gott krúttin mín...

Till next...adios

No comments: