Saturday, September 08, 2007

Göngur

Jæja, þá eru 1.göngur búnar þetta árið. Hefur bara sjaldan gengið svona vel, og ærnar runnu bara glaðar í bragði heim á leið, sumar reyndar drifu sig bara beint niðrá tún og virtust ekki taka eftir hliði sem var í vegi þeirra. Það var brakandi blíða og sól og það hefði ekki getað verið mikið betra. Það lítur reyndar ekki eins vel út með veður fyrir réttirnar á morgun, og nú þegar komin hellidemba ;/ maður verður bara að vona það besta. Ef það verður rigning þá kanski verður fólkið í réttunum bara aðeins rólegra....en stundum virðast sumir missa sig dálítið mikið....nefni engin nöfn ;)Vona bara að það verði engin börn hrædd í réttunum þetta árið eins og í fyrra....og þau voru sko víst ekki hrædd við kindurnar!
Íslendingar eru yfir í leik við spánverja 1-0 sem verður að teljast ansi merkilegt. En það er náttúrulega allt á floti, og spánverjar varla vanir svona mikili rigningu ;) Það er nú líka bara hálfleikur, svo við spyrjum að leikslokum.
Horfi í leikhléi á umdeilda "símaauglýsingu" ekki að ég sé neitt viðkvæm fyrir þessu "Jesú-Júdas" símtali, en finnst frekar að þeir ættu að lækka símreikninginn hjá manni heldur en að eyða peningunum í þessa vitleysu! Ég er nú reyndar hjá Vodafone....sem fer nú reyndar að vera spurning hvort er skárra (eða verra fyrirtæki, þetta eru bæði okurbúllur með lágmarksþjónustu, Vodafone samt skárra núna að mér finnst) en maður þarf samt alltaf að borga "fastagjaldið" til símans, því að þeir eiga dreifikerfið! Talandi um okurbúllueinkafyrirtæki- sem þrífast svona líka ljómandi vel undir handarkrika sjálfstæiðsflokksins....fuss og svei! Leikurinn er víst að byrja aftur, best að fara að horfa í von um að sjá annað mark.....hjá íslendingum :)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Alltaf þegar ég sé þessa auglýsingu er ég að reyna að gera upp við mig hvort það er Helgi Róbert sem er að leika Jesú.
Hvað heldur þú?

Annars er ég nú bara eiginlega að verða frekar leið á þessari auglýsingu... Hún er sýnd svo oft.

Elísabet Katrín said...

Held það sé ekki Helgi Róbert, hann er meira svona "goð" en jesú ;) nei, þetta er örugglega hann þarna þokkalega þekkti/frægi íslenski leikari.....æ man ekki hvað hann heitir!