Sunday, October 31, 2004

Stríð og friður....

Stundum held ég að það sé skollinn á ófriður...
amk hér heima hjá mér!
Öskur, slagsmál, læti, drasl um allt.
Óp og garg, hlaup og enn meiri læti.

Stundum er ég að spá í hvort ég sé ekki bara nógu gömul til að flytja að heiman;)

Annars er þetta bara tímabundin geðveiki, sat yfir Kristjáni í stærðfræði í tvo tíma.
Fann hárin grána á höfði mér (þessi sem eru ekki þegar orðin grá) og þolinmæðin þrautirnar vinnur ekki allar. - hafðist þó fyrir rest!

Er annars skíthrædd um að ég gleymi að senda Kristján í skólann á morgun.
Er orðn svo vön að þurfa ekki að spá í þetta, að sennilega fer ég bara í vinnuna og skil hann eftir heima! Hvað ætli barnavernd yrði lengi að líta við hjá mér?
Undarlegt þetta kerfi, börn eiga lagalegan rétt á að vera í skóla, og foreldrar mega ekki hindra það, en svo mega kennarar barasta fara í verkfall í 6 vikur án þess að neinn geri neitt

Svo held ég að hann Silli litli gullfiskur sé að geyspa golunni. Hefur að vísu hagað sér stórundarlega síðast liðna viku. Syndir mest á ská. Sefur með kviðinn upp í loft!
Hef nokkrum sinnum haldið að það sé tímabært að sturta honum niður....en viti menn, þá syndir hann um allt búr sem aldrei fyrr.

Já ég fékk mér gullfiska. Eða þar að segja ég keypti þetta nú fyrir strákana. Skuldaði Mikael almennilega afmælisgjöf, og þetta var efst á óskalistanum. Svo fékk Kristján að eiga þá með honum.
Keypti þrjá í upphafi, Grettir (gulur og feitur með slöri), Mikki (venjulegur orange) og Jónsa (orange með slöri) . Svo drapst Jónsi eftir 3 vikur! Þá keypti ég einn gráan með slöri sem fékk nafnið Silli. Og nú er hann eitthvað í vafa hvort hann á að vera eða fara.
Merkilegt samt hvað Grettir og Mikki eru alltaf sprækir.

Nú er kjúllinn örugglega að verða tilbúinn í ofninum....

till next....adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Eló! Skemmtilegt! Þú ert snilldarpenni. Set link á þig af mínu bloggi um leið og ég má vera að. (En nú verð ég að fara að klára hina satanísku fundargerð haustfundar.)

Nonni said...

Ef tú ætlar ad flytja að heiman, thá er Kaupmannahöfn ágætisstadur ;)