Saturday, October 23, 2004

Stormsveipurinn ógurlegi

Það dugði lítið annað en að bretta upp ermarnar og hefjast handa.
Íbúðin var farin að líta út eins og það byggju 15 sígaunar með hund hér. Kexmylsna, glös og hamborgarabréf um öll gólf! Vart hægt að stíga niður fæti nema í vaðstígvélum.
En þetta átti sér kanski örlítin undanfara.

Ég hef nánast ekkert verið heima í 3 daga, og blessaðar barnapíurnar mínar ekki sjálfstæðari en þetta, að það er hvorki sett óhreint í vaskinn eða bréf í ruslið!

Á miðvikudaginn var ég í skólanum til kl.21 , það góða við það að það var boðið uppá kaffi og súkkulaðirúsínur! :)

Á fimmtudaginn fór ég á kynningu hjá Knorr, eða þeim sem flytja inn Knorr-vörur og fleira. Þetta var haldið í Golfskálanum og var hellingur af fólki.
Boðið upp á dýrindis mat, 4 rétti eða svo, snakk og glás af hvítvíni og bjór :)
Þetta var voða gaman, Helga Braga kom og dansaði magadans, sagði brandara og var voðalega skemmtileg. Svo var líka meira hvítvín, bjór og glás af súkkulaðirúsínum :)

Var ponsu lítið þreytt í vinnunni á föstudeginum, samt ekki til vandræða, fór meira að segja á bókasafnið eftir vinnu og reiknaði og reiknaði...maður er nú farin að reikna með því.

Svo að í morgun þegar ég skreið á fætur, og fann leifar sl. 3 daga molna á stofugólfinu undan inniskónum mínum, ákvað ég að þetta gengi ekki lengur. Fór um eins og hvítur stormsveipur og sópaði og skúraði og þurrkaði af og lagaði til....fór svo líka í búi og keypti nauðsinjar og algerlega ónauðsinlega hluti líka.

Svo er hann Róbert komin, ætlar að gista í nótt og vera eitthvað fram á morgundaginn.
Árni bró er í Rvk. að leika í Borgarleikhúsinu ( og vonandi að gera hosur sínar grænar fyrir.....).

Svo nú er hreint í kotinu, strákarnir sæmilega rólegir, ég á leiðinni til að elda hakk og spaghetti og tölvan mín gengur hægt og óörugglega.
Það snjóar og kennarar ekkert á leiðinni til að semja.

till next...adios

2 comments:

Nonni said...

já hvernig væri að fá sér nýja barnapíu sem finnst gaman að þrífa.;)

Nonni said...

já hvernig væri að fá sér nýja barnapíu sem finnst gaman að þrífa.;)