Saturday, October 16, 2004

Letidagur

Löt, latari, lötust! Þetta er búin að vera letidagur í lagi. Sé bara eftir því að hafa ekki keypt mér 5 kg. af súkkulaði þegar ég fór í Hagkaup í dag. Það var jú það eina sem ég afrekaði í dag! Fór í Hagkaup og keypti kjúkling í matinn og helling af öðrum óþarfa og mest eitthvað sem er ekki einu sinni hægt að éta!
Hitti svo eina kunningjakonu mína, sem tjáði mér það í algerlega óspurðum fréttum, að hún væri búin að kaupa allar jólagjafir nema tvær!!!!! Halló! Samkvæmt mínum kokkabókum (eða dagatali) þá er nú "bara" 16. okt. og ennþá alveg talsvert í jólin. Auðvitað sagði ég að mér þætti þetta alveg hrillilega sniðugt ( sem það er nú kanski) og á eflaust eftir að verða svona hrillilega hagsýn þegar ég verð stór.
Mig vantar eitthvað "kikk" í líf mitt núna, eitthvað sem rífur mig upp úr þessu leti kasti, og fær mig til að svífa um á bleiku (eða rósrauðu) skýi.
Ætti kanski að huga að dekkjaskiptum, er víst einhver slyddu-spá fyrir mánudaginn!!!
Væri alveg ofboðslega mikið til í snjólausan vetur.....þyrfti kanski bara að flytja til Reykjavíkur til að upplifa hann.
jæja, ætla að reyna að koma yngri grislíngnum í rúmið áður en þeir bræður slasa hvorn annan, svo þyrfti stofan smá tillagningu (reyndar öll íbúðin) og það myndi ekki saka að renna yfir gólfið með blautri dulu.... en það er verkefni morgundagsins.
till next...adios

No comments: