Friday, October 29, 2004

og hratt líður stund

Jah, nú hefur vikan stormað framhjá sem aldrei fyrr!
Það er nú líka það góða við að hafa nóg að gera.

Ég frestaði saumaklúbbnum sem ég ætlaði að halda sl.fimmtudag. Var reyndar beðin um það
því hún Steina var orðin veik. Og algerlega ómögulegt og óhugsandi að halda saumó nema allar
geti mætt.
Enda kom það sér vel, því ég þurfti að skunda í sveitina og ganga frá lambaskrokkunum mínum.
Svo dagurinn eftir vinnu fór í kjötvinnslu! (Hvarflaði að mér í augnablik að gerast grænmetisæta)! En me me er bara svo gott á bragðið :)

Eftir vinnu í dag þá arkaði ég (á bíl) niðrá bókasafn og iðkaði þar reiknilist að kappi!
Hitti reyndar Árna bró þar, og það var gaman. Hann var ennþá með stjörnur í augunum síðan síðustu helgi ;)

HEI!!! Ekki má gleyma fréttum dagsins: kennaraverkfallinu hefur verið frestað!

Kristján sagði JIBBÍ þegar ég sagði honum fréttirnar, og sagðist ætla að ganga í það að klára heimanámið sitt...........sem hann fékk fyrir 6 vikum!

Vonum svo bara að þeir semji, blessaðir kennararnir.....best að segja ekkert slæmt um kennara til að Alla mágkona verði ekki brjál....hehe

Læt þá þetta duga í bili, enda komin með höfuðverk og langar í súkkulaði!!!
Helst súkkulaðirúsínur (ætli sé til meðferð við þessu?)

Till next...adios


1 comment:

Lifur said...

Til hamingju með bloggið. Kveðja, Óskar frændi.
http://lifur.blogspot.com