Thursday, July 10, 2008

Hraðflug

Það kann að vera að ég hefi lauslega minnst á það áður, hér á þessum merka miðli mínum, hvað tíminn flýgur hratt áfram! Allt í einu er bara ein vika og einn dagur þar til að ég fer í sumarfrí og verslunarmannahelgin á næsta leiti! Ég veit ekki afhverju, en einhverra hluta vegna, þá finnst mér sumarið alltaf vera næstum búið eftir verslunarmannahelgina...hummm, sem er auðvitað fjarri lagi, bara einhver meinloka í mér ;/
Af heilsufari er það að frétta að ég er ennþá með hóst, hor og hálsbólgu...há-in 3 ...en við svo búið verður ekki búið og á ég pantaðan tíma hjá lækni á morgun...og þar ætla ég sko að væla meira en síðast...enda heyrðist ekkert í mér þá ;)
Það var annars næstum fyndi þegar ég hringdi á heilsugæsluna í morgun og spurði hvort það væri laus tími hjá einhverjum lækni eftir kl.14 í dag...afgreiðsludaman fór bara að hlæja og sagði að ég væri bjartsýn! Ég taldi það hinsvegar vera af því góða að vera bjartsýnn og spurði hvort það væri þá laus tími á morgun...og viti menn, það var laus tími kl.14 ;) hehehe...afgreiðsludaman varð nærri hissa þegar hún tjáði mér það :)
Jæja, best að ganga nú ekki alveg fram af ykkur með veikinda væli....
Planað er að Kristján fari suður til föðurhúsa á föstud. eftir viku og þá ætla ég að pakka mér og Mikael niður og brenna austur á Egilsstaði :)
Svo það er eins gott að doksi gefi mér pensilín svo ég "horist" ekki yfir fólkið á héraði ;)

Njótið sólarinnar :)

Till next...adios

No comments: