Wednesday, July 02, 2008

Öll él byrtir upp um síðir...

og rigningin styttir upp ;)
Það var að bresta á með blíðu, sólin skín og fuglarnir fara að syngja...svona þegar þeir verða orðnir nógu þurrir til þess.
Horið í nefinu á mér er einnig farið að stytta upp...samt dropar aðeins ennþá...en ég vonast eftir sólskini þar líka fljótlega :)
Ætlaði að skrifa eitthvað voða spennandi hér inn...en gleymdi því þegar ég fór að tala um hor... eins og glöggt má sjá, þá hefur líf mitt ekki verið þrungið spennu síðustu dagana.

Stefni á að kaupa bókahillur og koma skikki á annars óskipulagðan kaos gang, hér í íbúðinni...sem gerir lítið annað en safna óþarfa blaða-drasli... Ætla samt að losa mig við eitthvað af gæða-bókmenntum, svo ef einhver vill eiga: Sven Hassel, Alester McClean og Stephan King, þá má hafa samband :)

Hætt í bili og farin í háttinn...

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Þú mátt geyma Sven Hassel fyrir Hjalta ef þú hefur tök á og ef það er ekki allt farið, hann er mikill fan:) Kær kveðja til þín sæta mín;) Ertu annars búin að finna þér valfög fyrir veturinn? Ekkert sést enn til skapandi skrifa!

Elísabet Katrín said...

Takk fyrir kommentið Sigrún :) ég er farin að hlakka ógurlega til að byrja í skólanum aftur :) skal geyma Sven Hassel fyrir Hjalta, ekki málið! Hef bara fundið mér eitt valfag ennþá, maður fer að leggja höfuðið í bleyti og hugsa sinn gang :) Skapandi skrifin hljótað að koma á vorönninni! Hafið það rosa gott dúllur :) Hlakka til að hitta ykkur í ágúst :)