Tuesday, July 22, 2008

Sumarfrí :)

Síðasti vinnudagurinn í leikskólanum var sl. föstudag, það var fínt, fékk meira að segja blóm og allt...varð voðalega hissa þegar leikskólastórinn færði mér rós svona í þakklætisskini fyrir samstarfið, enda fær hún topp einkunn frá mér sem yfirmaður ;)
En eftir að ég kom heim eftir vinnu, þá var nú nóg að gera. Ég pakkaði ofaní töskur fyrir mig og strákana, skrapp í búð og keypti stígvél á Kristján, skrapp í sveitina og náði í gítarinn hans Nonna bró...og svo var rokið að stað með Kristján út á flugvöll. Kristján fór sum sé suður til pabba síns (og fór svo reyndar á vestfirðina í sumarbústað daginn eftir) þar sem hann verður sennilega í viku tíma eða svo. Þegar flugvélin hans var farin í loftið þá brunuðum ég og Mikael til Egilsstaða. Við komum á áfangastað um kl.23:08 í rigningu og myrkri svo það var voða gott að koma til Árna og Siggu Láru, kjafta, fá sér öl og spila "meistarann"...ps. Árni vannn.

En auðvitað var skollin á þvílík blíða morguninn eftir, eins og alltaf þegar ég er fyrir austan (ég er nefnilega alveg viss um að það er alltaf gott veður á Egilsstöðum, því það er alltaf gott veður þar þegar ég er þar...svo svoleiðis er þetta bara). Við skiptum okkur niður í tvo bíla sem sagt: ég, Mikael, Nonni, Kathleen, Sigga Lára, Árni, Gyða og Friðrik litli og brunuðum á Borgarfjörð-eystri. Það var nú reyndar ekki brunað alla leiðina því leiðin er brött og holótt og örlítið glæfraleg á köflum, en vel þess virði. Það er nefnilega ákaflega fallegt þarna, við gengum upp á Álfaborgina og fórum út á bátahólma þar sem er friðað varpland og allt fult af lunda, súlum, æðarfugli og alveg geggjað að sjá lunda svona í návígi...flottir fuglar :)

Á laugardagskvöldinu þegar við komum heim frá Borgarfirði eystri þá var nú etið og drukkið...reyndar fór karlpeningurinn í golf og á meðan við skvísurnar sötruðum öl og leystum öll heimsins vandamál...en þegar þeir komu aftur þá var auðvitað tekinn póker sem ég vann :)

Á sunnudeginum fórum við svo á uppáhalds staðinn minn, sem er Skriðuklaustur og fengum okkur alveg geggjað hádegis-hlaðborð. Mér finst þetta alveg frábær staður, æðislegt hús og snilldar matur, það er sama hvað maður fær sér þarna, það er allt gott...sennilega besti veitingastaður á landinu :) ódýrt og svakalega gott....nammi namm!
En eftir mikið át og spjall þá fórum við Mikael að renna heim á leið, stoppuðum nokkrum sinnum, eins og að sjá leirhverina í Mývatnssveit, Mikael vildi reyndar ekki stoppa lengi því honum fanst svo hræðileg lykt þar ;)
Þegar við komum heim þá var skipt um föt og farið í sveitina í heyskap...og Mikael lét nú ekki sitt eftir liggja þar, hennti böggum á við fullorðinn mann og vildi bara "meiri vinnu" þegar við vorum búin að koma heyinu í hús ;) hann er efnilegur sveitakall :)
Svo sunnudagurinn var langur og strangur en skemmtilegur.

Í gær skruppum við svo á Dalvík að heilsa upp á ömmu Mikaels og svo fór ég í bíó um kvöldið á "MammaMía" sem ég verð að segja að er hrein snilld....ég hló og brosti nánast allan tímann og þurrkaði einu sinni smá tár ;) bara alveg eins og góðar myndir eiga að vera...og æðisleg lög og enn betri leikarar....ALLIR Í BÍÓ :)

Jæja, læt þessum laaaaaaanga pistli lokið í bili, veriði góð hvert við annað og njótið sumarsins í öllum veðrum :) við bara verðum ;)

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Og takk fyrir komuna. Það var æðistlegt að hafa ykkur. Og nú er blíðan byrjuð fyrir alvöru! Og ég þarf greinilega að sjá Mama Mia.

Hafiði það ljómandi.