Thursday, July 24, 2008

Kristjánssögur

Í þeirri von að Kristján komist ekki í bloggheima mína, þá ætla ég að stelast til að setja hér inn örlítið sem ég hef fundið eftir hann, þetta held ég að séu ritgerðir sem hann gerði í skólanum fyrir ca. 2-3 árum síðan.
Hér kemur sú fyrsta, ég tek það fram að ég breyti engu, hvorki orðalagi né stafsetningu.

Afhverju dans er lummó!!!
Dans er ónauðsinleg og þreytandi "hreyfing" sem hefur nákvæmlega engann tilgang! Að standa og hlusta á danskennarann röfla um spor sem eru nákvæmlega eins í hverri einustu viku er tímaeyðsla og leiðinlegri en að þurfa að horfa á málníngu þorna.
Það er neitt mann til að dansa við einhvern sem maður þolir alls ekki og hlusta á léleg lög eftir Justin Timberlake á meðan.
Dansarnir eru allir "skref fram, tvö skref aftur" og endurtaka sig eftir fimm spor. Íslenska, Danska, tæknimennt...jafnvel STÆRÐFRÆÐI er skárri en dans. Sporunum er gleymt á sekúntubrotinu þegar maður gengur út úr stað glæpsins.
Dans er eitthvað sem enginn hefur áhuga á og ætti aldrei að snúa aftur!!!


....svo mörg voru þau orð....ég ætla að láta hann Kristján minn lesa þetta eftir svona 5 ár eða svo ;)

Till next...adios

No comments: