Tuesday, June 10, 2008

Pælingar

Ég hef unnið í eldhúsi við eldamennsku og því sem að henni snýr í nærri 16 ár og til tilbreytingar þá ákvað ég núna að vinna í eldhúsi á leikskóla í sumar...hehehe, hámarks tilbreyting ha? ;)
En það var nú reyndar ekki ætlunin að ræða það hversu lengi ég hef unnið við þetta, heldur það hversu lítil virðing er borin fyrir þessum störfum.
Sérstaklega miðað við að ef maturinn í mötuneytinu (hvaða mötuneyti sem er) er ekki eins og til er ætlast, þá verður allt vitlaust og í besta falli talað um það í vikur á eftir.

Ég fór nefnilega að velta þessu fyrir mér í dag eftir að leikskólastjórinn sagði að hún hefði fengið ákúrur frá stéttafélaginu sínu í fyrra, fyrir að hafa vaskað upp í eldhúsinu....hummm....hux....hux...og það var ekki út af því (eins og ég hélt) að hún væri að fara út fyrir sitt verksvið, nei, það var vegna þess að hún gæti átt það á hættu að missa virðingu samstarfsfólks síns!!!!! Whats going on???

Ég veit ekki betur en að við þurfum öll mat til að lifa.
Ég held að öllum þykir okkur góður matur góður og vondur matur ferlegur...sættum okkur ekki við einhvern óþverra just be cause...
En er þá bara allt í lagi að líta niður á fólk sem eldar mat og vaskar upp?
Eða skúrar gólfin?
Því miður er ég hrædd um að sárafáir ef nokkrir geri sér grein fyrir mikilvægi starfa sem oft eru talin lítils virði.
Hvar værum við ef enginn tæki ruslið frá húsunum okkar? (Alveg í rusli)
Ef enginn losaði stíflur úr niðurföllum? (í djúpum skít)
Ef enginn eldaði fyrir okkur mat? (Svöng...svo sársvöng...svo.....)
Ef enginn vaskaði upp diskana okkar? (Hummm...pappadiskar í ruslinu sem enginn tekur...)
Ef enginn skúraði gólfin okkar? (Allar stofnanir myndu verða að loka, spítalar lokaðir o.s.frv.)
Ef enginn passaði börnin okkar? (og við þyrftum að gera það sjálf ;)
Og aumingja Enginn að þurfa að gera þetta allt ;) hehe...

Nei, svona í alvöru talað, öll störf eru mikilvæg, hvert á sinn hátt, og mikið væri nú gaman ef fólk vendi sig af því að tala niðrandi um aðrar stéttir....maður má alveg vera fúll út í kokkinn ef hann eldar vondan mat... eða skúringarkonuna ef hún skúrar illa... eða verðbréfadílarann þegar hann hefur tapað öllum peningunum okkar... eða kennarann þegar börnin okkar kunna ekki neitt... eða lækninn sem skilur eftir ör... eða Davíð Oddson þegar það er komin kreppa á Íslandi...en við skulum bera virðingu fyrir störfum hvers annars og sérstaklega þeim sem elda mat :)

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Maður verður nú bara pínu arrí!!!! Það er ekkert verra að vaska upp það er fínt miklu betra en margt annað.... Yfirmaður minn missti enga virðingu við það að koma og aðstoða okkur í eldhúsinu virðinginn jókst ef eitthvað er!!!!!
Við eldabuskurnar erum alls ekkert verri fólk í öðrum stéttum!!!!!! Jæja maður á ekkert að láta þetta fara í taugarnar á sér við vitum að við erum bestar;) KV

Anonymous said...

Er Enginn hættur að vinna í eldhúsi FSA? Hann hefur verið mjög duglegur hingað til en vér þökkum honum ekki illa unnin störf!!! Er sammála þér í einu og öllu. Sýnir bara hversu hrikalega heimskt þetta fólk er sem hugsar svona um starfsfólk í mötuneyti og skúringum. Fiskvinnsla þykir ekki heldur par fín. Bara kjöldraga svona fífl!!!!

Anonymous said...

Góð pæling hjá þér og hárrétt þar að auki. ;)

Sigurður Eðvaldsson.