Sunday, June 29, 2008

EM

Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fótbolta...sem kom mér verulega á óvart af þeirri einni ástæðu að ég hélt með þeim ;) en þrátt fyrir það unnu þeir leikinn við Þýsku útrýmingarbúðirnar...hummm...örlaði nokkuð á fordómum þarna...tja, nei nei...;)
Spánverjar voru einfaldlega bestir og áttu leikinn...ásamt flestum leikjum sem þeir spiluðu á EM.
Nú er þykjustu kunnáttu minni á fótbolta lokið...hehe...en ég veit líka að Torres (sem var bestur og skoraði sigurmarkið) spilar með Liverpool og það eitt dugar náttúrulega alveg til að Spánn átti manns stuðning óskiptan :)

Annars skánar heilsan mína óskup hægt... en ekki hljótt, hósta ennþá eins og hýena og er vægast sagt orðin pínu þreytt á þessu...þarf að gera svo ótal margt...byrja sennilega á því að kaupa mér nýtt klósett, það gamla brotnaði við smá sírennslis-reddingar...æ það var hvort sem er gamalt og ömurlegt...hæfir enganvegin svona prinsessurassi eins og mínum ;)

Nú er smá kuldakast, rok, rigning og birrr kuldi...en það er bara ágætis tækifæri til að viðra fleece-peysuna og dúnúlpuna og hressandi að finna norðan garrann narta í kinnarnar ;) góða verðrið verður áður en varir :)

Jæja, ætla að lesa dálítið í "Við enda hringsins" og fara svo að sofa þegar rúmfötin eru þornuð...ég er alltaf svo skipulögð ;) svo er bara harkan sex og vinna í fyrramálið!
Hafið það gott í öllum veðrum :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Mér finnst gott hjá þér að fórna þér svona í súkkulaðiátinu! Las reyndar einhvers staðar að það væri gott að borða súkkulaði þjáist maður af hósta ..hóst,hóst.. er farin í búðina! Var á niðjamóti í Árskógaskóla um helgina og mikið helv. var kalt brrrr brrr... Hvað þá að sofa 2 nætur í fellihýsi í roki og rigningu. Við völdum aldeilis helgina til að halda þetta! Spáir held ég 18-20 stigum um næstu helgi. Alveg magnað!!!