Sunday, June 01, 2008

1.júní Sjómannadagurinn

Tíminn heldur áfram að fljúga, nú er fyrri sumarvinnunni minni lokið og sú seinni tekur við á morgun. Annars leið maí ótrúlega hratt og var mjög gaman að stússast í sveitinni :)

Ég fór í viðtal upp í skóla á fimmtudaginn, þar var farið yfir þroskamatið sem Mikael fór í um daginn, hann kom bara í meðaltali út úr öllu, og mér fannst þetta bara í góðu lagi, en kennararnir vilja nú samt að hann sé eitthvað skoðaður meira...er nokkuð viss um að það verður ekki hætt að kvabba í mér fyrr en það verður komin einhver athyglisbrest-greining á hann.
Einu sinni var talað um "lyka-börn" þegar börn voru almennt farin að ganga um með húslykla til að komast inn þegar foreldrarnir voru farnir að vinna báðir úti, ég man eftir þessari umræðu síðan ég var krakki, þetta þótti verða æ algengara á stuttum tíma. Í dag held ég að það sé óhætt að tala um "stimpil-börn" það þarf að stimpla þau öll, greina þau öll og troða í hinn og þennan kassann.
Afhverju mega börn ekki bara vera eins og þau eru, misjöfn eins og þau eru mörg???
Ég skil svo sem þegar sum börn eru algerlega stjórnlaus í einu og öllu, að eitthvað verði að gera, en þegar það eru smávægileg vandamál á ferðinni, afhverju er þá ekki bara hægt að leysa þau í rólegheitum án þess að troða börnum í greiningar? Æ það er svo margt sem ég ekki skil...

Var annars í rosa skemmtilegu partýi á föstudagskvöldið, rosa flottur matur og fullt af víni og skemmtilegu fólki, enda stóð fjörið frá kl.19:00-04:00 svo ég var alveg afskaplega þreytt í gær.

Er svo að fara í leynifélagspartý á eftir...og þar verður gaman að venju :)

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili, heilinn í mér ennþá hálf dofinn eitthvað...til hamingju með daginn sjómenn :)

Till next...adios

No comments: