Saturday, June 21, 2008

Afmælisafmæli

Ég er náttúrulega ekkert að standa mig hérna á blogginu þessa dagana...skamm ég...en ég þykist bara hafa svo mikið að gera núna...

Hann Mikael Hugi minn ofurkrútt og dúlla átti afmæli núna 18.júní og er þar með orðinn 7 ára :) Til hamingju með það elsku Mikael minn ;)
Svo á hún Guðrún Mist Þórðar bró. dóttir afmæli í dag...og svo hann Róbert Árna bró. son afmæli 24.júní...bara allt að gerast í ættinni :) Til hamingju með afmælin ykkar Guðrún og Róbert :)

Annars var tvöföld afmælisveisla fyrir Mikael, fyrst kaffi í sveitinni 17.júní fyrir nánustu ættingja og svo all svakaleg stráka veisla á sjálfan afmælisdaginn. Þar mættu 10 gaurar af 16 sem boðið var...og það var mikið fjör og mikið gaman hjá þeim. :)

Svo er ég búin að vera í sveitinni síðan á fimmtudaginn, eftir vinnu sum sé, að hjálpa Sverri að setja kindurnar upp á fjall...og því verki lauk í dag...stefni á tjill leti dag á morgun með smá viðkomu í afmælisveislu :)

Jæja, ætla að fara að koma mér og mínum í rúmið...kíkja fyrst aðeins á fallega sólarlagið...og dreyma síðan rómantíska drauma um riddara á hvítum fák.....eða eitthvað :)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá þig hér aftur;-) Þetta með minnið! Það er svona þegar maður getur tengt við eitthvað. Mikael er daginn eftir 17. júní, Kristján degi á undan mér, mamma þín með sama dag og amma og svo er pabbi 19.janúar og þá á einhver ammmmæli!!!;-) ;-) Kv. héðan úr eldúsinu (sko FSA - ekki mínu!!!)

Anonymous said...

Til hamingju með snúðinn þinn :) How time flies....:S

Nú bara hlýt ég að fara að komast í kaffi til þín.. ekki seinna vænna...