Thursday, June 26, 2008

Sýkill

Var með alslappasta móti í morgun, röddin nánast alveg horfin og heilsan líka. Druslaðist samt í vinnuna en var rekin heim rétt fyrir hádegið...náði að elda fyrir hádegið...og sagt að vera heima á morgun líka...leikskólastjórinn ætlar bara að grilla pylsur oní liðið.
Rosalega er nú annars gaman að hafa manneskjulegan yfirmann :)
En ég dreif mig til læknis í opin tíma kl.3 í dag og ég held að hann hafi vorkennt mér svo fyrir raddleysið að ég fékk skýklalyf...hann sagðist ætla að leyfa mér að njóta vafans...sagðist svo sem ekki finna neitt að mér...svona fyrir utan hita, hálsbólgu, kvef, hausverk og hæsi ;) en það var fínt að fá smá sýklalyf þótt ekki væri nema fyrir sálartetrið mitt...
Svo núna ligg ég bara í rúminu og væflast um alheimsnetið...og nenni einganvegin að standa í þessum slappleika :(
Það er nefnilega einhvernvegin þannig að ef ég geri ekki hlutina, þá eru þeir bara ekki gerðir...hummm....skrítið ;) svo núna eftir þessa slöppu viku þá bíða skítug gólf, óhreinn þvottur, ósleginn garður...fullur af njóla, eftir mér í stórum stöflum og af einhverjum ástæðum þá er þetta alltsaman mun meira spennandi en að liggja í rúminu hóstandi með hor...og nóg af því!

Jæja, held ég hætti bara núna áður en ég væli meira...er að verða ofsalega dugleg í sjálfsvorkunninni þessa dagana ;)
Passið ykkur á pestum...

Till next...adios

No comments: