Annars var mér nóg boðið og oggolítið pirruð í morgun. Ég ákvað sem sé af minni alkunnu góðmennsku að labba með Mikael í skólann í morgun (Kristján er sko ennþá lasinn og bíllinn...já þið vitið allt um það) og það var nú bara eins gott að ég ákvað að fylgja barninu. Því allar gangstéttar voru vel faldar undir nokkrum metrum af snjó (ég ýki ekki einusinni mikið). Svo ég labbaði á undan, óð snjóinn upp fyrir hné og ruddi brautina fyrir Mikael. Hann væri sennilega ennþá fastur í skafli ef ég hefði sent hann einan! Þetta blessaða bæjarfélag má skammast sín þegar kemur að snjómokstri, ég held að það sé haldið full fast um budduna í þeim málum. Í gær hefði t.d verið alveg upplagt að nota rólegheitaumferðarleysið sem einkennir oft sunnudaga, til að moka, en nei þá sá maður ekki votta fyrir neinum sjóruðningstækjum! Það má náttúrulega ekki borga þessum greyjum yfirvinnu, nei, hér skal mokað á milli 8-16 og ekkert bruðl! Svo núna er verið að moka einhverjar götur og fullt af bílum fyrir ruðningstækjunum og ruðningstæki fyrir bílunum!
Ég vil bara hafa allar götur auðar þegar ég kem út á morgnana og gangstéttarnar líka takk! Þannig verður það þegar ég er orðin bæjarstjóri :)
Þetta er mynd af slóð eftir að ég og Mikael "ruddum brautina" ;) Það er víst gangstétt þarna undir:
Jæja, þessi rjómi þeytir sig víst ekki sjálfur...kálfur :)
Till next...adios
1 comment:
Það var nú búið að moka gangstéttina við Mýrarveg fyrir 8 í morgun en himinháir ruðningar milli hennar og götunnar svo ég gekk nú bara eftir götunni. Nennti ómögulega að klifra upp Everest fjall til að komast á gangstéttina! Held það hefði bara endað uppi á slysó og hver hefði þá átt að elda bollurnar handa vesalings sjúka fólkinu!?! Muna að mæta til Gústu annað kvöld kl. 20 á Friendtexkynningu. Kveðja góð:-)
Post a Comment