Thursday, February 28, 2008

Skamm skamm

Nú er víst búið að fella dóm um að það má ekki skrifa ljótt um náungann í bloggi, svo ég er að hugsa um að leggja þessi blogg skrif mín á hilluna, áður en ég þarf að punga út mörghundruðþúsundköllum í miskabætur ;)

Ég fór á fyrstu árshátíð Mikaels í gær, agaleg stolt móðir sem horfði á sætasta strákinn í 1.bekk leika "vetur" ásamt heilum helling syngjandi krakka skara. Svo fengum við okkur súpu og brauð og áttum fína stund, svo fór Mikael í vistun og ég fór að sinna "fótbrotna" bílnum mínum! Ég heyrði nefnilega einhver læti í bílnum á leiðinni og svo spólaði ég bara af stað, en sá mér til mikillar ógleði, þegar ég var komin í skólann, að það var punkterað á bílnum! Ég náttúrulega reif upp tjakkinn og reyndi að ná dekk andsk...undan, en allar rær voru fastari en allt fast, og þar að auki var ég með drasl felgulykil! Ég hringdi í Þórð bróðir, sem kom og reyndi líka en með svipuðum árangri, allt pikk fast. Þar sem ég vildi nú ekki tefja hann meira úr vinnunni, þá hringdi ég bara í dekkjaverkstæði og grenjaði út smá hjálp og brátt kom snaggaralegur strákur og reif dekkið undan bílnum. Hann horfði líka á skiptilykilinn minn og sagði: "varstu að reyna að ná dekkinu undan með þessu"? Svo ég var mikið glöð að halda í þá vissu mína að ég og Þórður erum ennþá rosa sterk :) Svo tók við bið á dekkjaverkstæðinu, þar sem þeim þótti álitlegt að hreinsa upp allar felgurnar og skipta um ventla (sem vonandi verður til þess að ég þarf ekki lengur að pumpa í dekk á 3 daga fresti), og svo lét ég skipta um olíu í leiðinni, sem var víst löngu tímabært...en ég er nú bara kona ;)... nei, ég var nú "bara" komin rúml.1000 km. framyfir æskileg skipti ;)
Já og svo keypti ég felgukross :) algerlega tilbúin í næstu dekkjaskipti ;)
Svo fór ég á leynifélagsfund í gærkveldi, en þar sem hann er mjög leynilegur þá dettur mér ekki í hug að minnast á hann einu orði í þessu bloggi :)
Hafið það gott og látið ykkur ekki verða kalt, því það er kalt!

Till next...adios

1 comment:

Adda said...

Þetta er ekkert smá dularfullt blogg... Talar um miskabætur og leynifélög og enginn fær útskýringar, hahaha :)

En það er ótrúlegt hva þessi bíll tórir ;) hehe