Monday, February 11, 2008

Prinsessa

Ég fékk það flottasta boðskort í afmæli, sem ég hef nokkrutíman fengið, í gær :) Skildi fyrst ekkert í hvaða bréf þetta var, sem beið eftir mér þegar ég kom heim...datt fyrst í huga að þetta væri límmiða-keðjubréf, en þar sem þetta var stílað á mig en ekki Mikael, þá var þetta mjög grunsamlegt bréf..! Sat lengi og horfði á það...hvað getur þetta eiginlega verið??? En svo opnaði ég umslagið og þá breiddist nú bros yfir andlitið :) var ekki hún Eva prinsessa að bjóða mér í prinsessuafmælið sitt :) jííííha! Það verður nú gaman :)
Annars er allt að að færast í fastar skorður, skóli hjá öllum í morgun og sumir voru mjög þreyttir eftir langt frí.
Hellingur að gera, nú hrúgast að manni hópverkefni, einstaklingsverkefni, ritgerðarskil, málstofur, próf og svo stússistúss fyrir leikfélagið. Ef einhver er snillingur í því að taka að sér meira en hann annar, þá er það ég ;)
En á móti kemur að þetta er nú bara alltaf jafn gaman og frábært allt saman, er að spá í að vera í skóla til fimmtugs eða svo ;) Þegar ég verð orðinn nútímafræðingur og fjölmiðlafræðingur þá fer ég bara til Nýja-Sjálands og læri eitthvað meira þar...verð doktor eða lektor eða rektor eða hvað þetta þýðir allt saman ;)
Alltaf gaman að láta sig dreyma...ætla nú samt að byrja bara á að reyna að klára fyrsta árið skammlaust ;)
P.s. ef einhver vill ráða mig í litla en vel borgaða vinnu í sumar, þá er ég til ;)

Till next...adios

No comments: