Thursday, February 07, 2008

Letidagur

Mér tókst að skjótast í skólann í morgun, skila verkefni og sitja einn umræðutíma, svo fór ég heim og þar sem allt var svo rólegt, strákarnir sofandi og ég ennþá varla vöknuð hvort sem var, þá skreið ég bara aftur í rúmið og svaf fram (yfir) að hádegi! Usss! Enda fel ég mig á bak við þá afsökun að ég sé búin að vera smá slöpp...hóst hóst
Annars er heilsa Kristjáns óðfluga að batna, svo nú getur hann aftur legið yfir tölvunni ;) þetta voru erfiðir dagar þegar hann hafði ekki einu sinni heilsu í tölvuleiki...núna finnst honum að hann hafi látið kjánalega og gert mikið úr þessu þarna um kvöldið þegar við enduðum upp á slysó. En ég hef nú veri að telja honum í trú um að það sé ekkert skrítið þótt hann hafi ekki verið alveg rólegur yfir því að finnast hann vera að kafna. Það hefðu nú sennilega fleiri panikkað en hann. Núna ætla ég bara að banna honum að verða meira lasinn í vetur, er orðið ágætt takk :)Þetta er hann Kristján voða voða lasinn...svona klukkutíma áður en það versta skall á.
Eins gott að hann frétti ekki af þessari mynd hér inni....hehe, ansi hrædd um að ég fengi ekki fallegt augnaráð þá ;)
En jæja, kjúklingurinn mallar í ofninum, ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut af viti í dag, svo nú er mál að fara að lesa smávegis fyrir morgundaginn!
Bíð svo spennt eftir þessum hlýindum sem eiga að hellast yfir okkur á morgun og standa laaaangt fram í næstu viku! Alveg upp í 7 gráðu hita!!!

Till next...adios

No comments: